Íslenskan loks orðin að opinberu tungumáli Norðurlandaráðs Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2018 23:52 Frá þingi Norðurlandaráðs í Ósló. Mynd/Johannes Jansson/Norden Norðurlandaráð staðfesti í dag að opinber tungumál ráðsins skulu verða fimm. Íslenskan og finnska munu þar með bætast í hóp dönsku, norsku og sænsku. Í frétt á vef Norðurlandaráðs segir að ákvörðunin sé stefnumarkandi og byggð á margra ára umræðum sem oft á tíðum hafi verið nokkuð krefjandi. Breytingarnar munu taka gildi árið 2020. Þing Norðurlandaráðs hefur staðið síðustu daga og lýkur á morgun, fimmtudag. Fulltrúar Íslands og Finnlands í Norðurlandaráði hafa síðustu árin talað fyrir breytingunni þannig að allir þingmenn skuli eiga þess kost að tjá á sínu eigin tungumáli, bæði í ræðu og riti. „Í gildandi starfsreglum frá árinu 2012 eru öll tungumálin skilgreind sem jafngild en finnsku og íslensku þingmönnunum hefur ekki þótt staðan vera réttlát. Ákvörðun dagsins um að veita öllum tungumálunum opinbera stöðu gerir að verkum að endurskrifa þarf starfsreglurnar,“ segir í fréttinni.Mikilvæg gögn hafa verið þýdd Túlkun á og úr finnsku og íslensku hefur þegar verið skipulögð eftir þörfum á öllum fundum ráðsins þar sem mikilvæg gögn hafa verið þýdd yfir á finnsku og íslensku. „Þörfin fyrir túlkun hefur aukist verulega undanfarin ár og hefur haft í för með sér stigvaxandi kostnað. Í ákvörðun ráðsins kemur fram að greina verður betur kostnaðarlegar afleiðingar breytinganna sem gerir að verkum að þær geta ekki tekið gildi fyrr en í ársbyrjun 2020. Meðal þess sem kannað verður í undirbúningnum er hvort unnt væri að taka upp fjartúlkun í framtíðinni og ná þannig niður kostnaði,“ segir í fréttinni.Danska, norska og sænska áfram vinnutungumáliðVinnutungumálin á skrifstofu Norðurlandaráðs munu verða áfram danska, norska og sænska en ráðið staðfesti að alltaf verði að vera fyrir hendi starfsfólk á skrifstofunni sem býr einnig yfir staðgóðri þekkingu á íslensku og finnsku. Haft er eftir Michael Tetzschner, forseta Norðurlandaráðs, að hann sé ánægður með samkomulagið þó að hann hafi áhyggjur af kostnaðarhliðinni. „Við verðum að gæta okkar á því að ekki fari svo að kostnaðurinn aukist svo mikið að við sjáum okkur knúin til þess að fara yfir í ensku,“ segir Tetzschner. Íslenska á tækniöld Norðurlönd Tengdar fréttir Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Auður Ava er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. 31. október 2018 13:04 Erlend fjárfesting rædd á fundi ráðherra í Osló Norrænu forsætisráðherrarnir ræddu mögulega samvinnu varðandi erlenda fjárfestingar og þá sérstaklega annarra ríkja í innviðum Norðurlandanna á fundi Norðurlandaráðs í morgun. 31. október 2018 14:49 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Norðurlandaráð staðfesti í dag að opinber tungumál ráðsins skulu verða fimm. Íslenskan og finnska munu þar með bætast í hóp dönsku, norsku og sænsku. Í frétt á vef Norðurlandaráðs segir að ákvörðunin sé stefnumarkandi og byggð á margra ára umræðum sem oft á tíðum hafi verið nokkuð krefjandi. Breytingarnar munu taka gildi árið 2020. Þing Norðurlandaráðs hefur staðið síðustu daga og lýkur á morgun, fimmtudag. Fulltrúar Íslands og Finnlands í Norðurlandaráði hafa síðustu árin talað fyrir breytingunni þannig að allir þingmenn skuli eiga þess kost að tjá á sínu eigin tungumáli, bæði í ræðu og riti. „Í gildandi starfsreglum frá árinu 2012 eru öll tungumálin skilgreind sem jafngild en finnsku og íslensku þingmönnunum hefur ekki þótt staðan vera réttlát. Ákvörðun dagsins um að veita öllum tungumálunum opinbera stöðu gerir að verkum að endurskrifa þarf starfsreglurnar,“ segir í fréttinni.Mikilvæg gögn hafa verið þýdd Túlkun á og úr finnsku og íslensku hefur þegar verið skipulögð eftir þörfum á öllum fundum ráðsins þar sem mikilvæg gögn hafa verið þýdd yfir á finnsku og íslensku. „Þörfin fyrir túlkun hefur aukist verulega undanfarin ár og hefur haft í för með sér stigvaxandi kostnað. Í ákvörðun ráðsins kemur fram að greina verður betur kostnaðarlegar afleiðingar breytinganna sem gerir að verkum að þær geta ekki tekið gildi fyrr en í ársbyrjun 2020. Meðal þess sem kannað verður í undirbúningnum er hvort unnt væri að taka upp fjartúlkun í framtíðinni og ná þannig niður kostnaði,“ segir í fréttinni.Danska, norska og sænska áfram vinnutungumáliðVinnutungumálin á skrifstofu Norðurlandaráðs munu verða áfram danska, norska og sænska en ráðið staðfesti að alltaf verði að vera fyrir hendi starfsfólk á skrifstofunni sem býr einnig yfir staðgóðri þekkingu á íslensku og finnsku. Haft er eftir Michael Tetzschner, forseta Norðurlandaráðs, að hann sé ánægður með samkomulagið þó að hann hafi áhyggjur af kostnaðarhliðinni. „Við verðum að gæta okkar á því að ekki fari svo að kostnaðurinn aukist svo mikið að við sjáum okkur knúin til þess að fara yfir í ensku,“ segir Tetzschner.
Íslenska á tækniöld Norðurlönd Tengdar fréttir Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Auður Ava er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. 31. október 2018 13:04 Erlend fjárfesting rædd á fundi ráðherra í Osló Norrænu forsætisráðherrarnir ræddu mögulega samvinnu varðandi erlenda fjárfestingar og þá sérstaklega annarra ríkja í innviðum Norðurlandanna á fundi Norðurlandaráðs í morgun. 31. október 2018 14:49 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Auður Ava er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. 31. október 2018 13:04
Erlend fjárfesting rædd á fundi ráðherra í Osló Norrænu forsætisráðherrarnir ræddu mögulega samvinnu varðandi erlenda fjárfestingar og þá sérstaklega annarra ríkja í innviðum Norðurlandanna á fundi Norðurlandaráðs í morgun. 31. október 2018 14:49