Andstæðurnar spennandi – að elska og hata á sama tíma Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. október 2018 10:00 Hér er unnið. Hlynur stendur milli leikarans góðkunna Ingvars Sigurðssonar sem er í aðalhlutverki í myndinni Hvítur hvítur dagur og leikmyndahönnuðarins Huldu Helgadóttur. Mynd/ Hlynur Hlynur Pálmason kvikmyndagerðarmaður býr á Höfn og nýjasta mynd hans er aðallega tekin í hornfirsku umhverfi. Hún nefnist Hvítur, hvítur dagur en síðustu þrjá sólarhringana sem tökur fóru fram voru götuljós á Höfn slökkt, svo myrkrið yrði sem mest.Skýtur það ekki skökku við? „Jú, en því var vel tekið. Ég frétti að stemningin í bænum hefði verið svo kósí að barneignum mundi örugglega fjölga á Höfn – það kemur í ljós eftir níu mánuði!“ svarar Hlynur hlæjandi. „Án gríns þá var þetta var ekkert mál. Hornfirðingar eru svo samvinnuþýðir og hjálpsamir. Þeim bregður mörgum fyrir í myndinni, öll aukahlutverkin eru mönnuð heimafólki í sínu daglega lífi. Ég sóttist eftir því. Jón bakari er að baka og Jóka, sem ég ólst upp með sem afgreiðslukonu í íþróttahúsinu, er á sínum stað í myndinni. Svo fengum við „old boys“ fótboltamennina líka til að leika senur með okkur bæði á velli og í búningsklefanum. Ekkert vesen.“ Aðalhlutverk myndarinnar er leikið af Ingvari Sigurðssyni. Fannst ekki Hornfirðingum mikið til þess koma að hafa slíka stórstjörnu í bænum? „Ingvar er nú svo látlaus og eðlilegur og fellur alls staðar inn, en fólki hefur örugglega þótt gaman að spjalla við hann í sundi. Ég held almennt að fólki hafi þótt gaman að hafa svona stórt verkefni í gangi hér, því fylgir mikið líf. Þegar verið er að mynda er líka verið að búa til eitthvað sem myndar spennu.“Þetta hefur ekki verið eins og þegar Angelina Jolie var að leika Lauru Croft í Tomb Raider þarna fyrir austan og óskapleg leynd hvíldi yfir því hvar hún héldi til meðan á tökum stóð? „Nei, þetta verkefni er eins lítið tengt Hollywood og stjörnustælum og hugsanlegt er. Það er allt svo eðlilegt hjá okkur og niðri á jörðinni.“ Hlynur kveðst hafa fengið leyfi frá sveitarfélaginu til að breyta gömlu jarðstöðinni í aðaltökustað myndarinnar og hugmyndin er að koma þar upp vinnustofu. „Ég hef verið að skjóta opnunarsenuna þar í tvö ár og reyndi að fanga mismunandi árstíðir, skap í veðrinu og breytingar á húsinu. Húsið er griðastaður söguhetjunnar og staðurinn er að mínu mati einstakur, birtan er síbreytileg, skriðjöklarnir blasa við og maður heyrir í briminu.“Ingvar og Ída í aðalhlutverkum Handritið er skrifað af Hlyni, hann kveðst hafa unnið að því frá því hann lauk við kvikmyndaskólann í Danmörku. „Ég vann með Ingvari Sigurðssyni í lokaverkefninu mínu þar, Málaranum. Eftir það fór ég að þróa þetta verk, Hvítur hvítur dagur, og skrifa það fyrir Ingvar.“Er sérstök saga bak við handritið? „Þegar ég byrja að vinna í einhverju verkefni er það vegna þess að margir hlutir vísa í sömu átt, en eru að vissu leyti faldir. Ég las einhvers staðar að þegar allt væri hvítt og enginn munur milli himins og jarðar gæti maður talað við þá dauðu. Það tengdist því sem ég var að vinna með því söguhetjan mín var skilin eftir lifandi – en missti manneskju sem honum þótt mjög vænt um. Þá verður til þessi djúpa sorg en líka reiði og hræðsla og allar þær sterku tilfinningar sem myndast hjá þeim sem missa. Þarna var eitthvað falið sem ég reyndi að kafa dýpra ofan í. Ljóð eftir spænska skáldið Angelo Gonzales, sem heitir Reiðilestur til hinna dauðu, og Jón Kalman þýddi, hafði líka áhrif á það sem ég var að gera. Ljóðið er einhvers konar hatursljóð en á sama tíma finnur maður fyrir djúpum söknuði og sorg. Mér finnst þessar andstæður spennandi; að elska og hata á sama tíma og upplifa það fallega og grimma á sama tíma.“ Bjartasta myndin til þessa Af lýsingu þinni að dæma er myndin dálítið dimm. „Hún er, held ég, bjartasta, fallegasta og fyndnasta mynd sem ég hef gert til þessa – mjög mennsk og það er mikill húmor í henni. Rauði þráðurinn í myndinni er fallegt samband milli aðalsöguhetjunnar og barnabarns, en það er líka dekkri hlið sem er svolítið hættuleg.“ Hvað er barnabarnið gamalt? „Tíu ára dóttir mín, Ída Mekkín, leikur það og ég skrifaði handritið með Ingvar og hana í huga. Þau eru hjartað í myndinni.“ Hlynur bjó í Danmörku í mörg ár og flutti þaðan til Hafnar með fjölskylduna í desember síðastliðnum. Hann kveðst reyna að færa eftirvinnslu myndarinnar eins mikið og hann geti til Hornafjarðar og undirbúa og vinna næstu verkefni þar. Er hann farinn að sjá fyrir sér frumsýningardag? „Ætli við verðum ekki tilbúin með myndina í september á næsta ári, með einni forsýningu hérna heima á Hornafirði?“ er svarið.Til Óslóar með Hildi Undir lok þessa mánaðar ætlar Hlynur að fylgjast með veitingu Norrænu kvikmyndaverðlaunanna, þar sem mynd hans, Vetrarbræður, er framlag Danmerkur og keppir við myndina Kona fer í stríð og þrjár aðrar myndir. Ég fer til Óslóar með Hildi minni og það verður gaman að fá að taka þátt þar, því að þetta er Norðurlandakeppni og sá andi á mjög vel við Vetrarbræður. Allar þjóðirnar eiga eitthvað í þeirri mynd – aðallega Danmörk og Ísland, ef maður hugsar um peninga, en samstarfið var ríkt milli allra landanna. Síðan hlökkum við til að sjá hinar myndirnar.“ Hvítur hvítur dagur er líka samnorrænt verkefni, að sögn Hlyns. „Myndin er framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures og við erum með margt íslenskt fagfólk en tökukonan er sænsk, hljóðhönnuðurinn norskur og íslenskur, klipparinn, sem verður hér á Höfn í hálft ár, er danskur, þannig að þetta er mjög blandað.“Eru þetta skólafélagar þínir frá Danmörku? „Já, ég hef unnið náið með klipparanum, hljóðmanninum og tökukonunni síðan við kynntumst í kvikmyndaskólanum í Danmörku, við erum einhvers konar fjölskylda og erum alltaf í góðu sambandi og að grúska í einhverju“Talandi um fjölskyldu. Hvað er þín stór? „Við erum fimm, stelpan okkar er tíu ára og strákarnir okkar verða sex ára í janúar, svo það er mikið stuð í sveitinni.“ Í kvöld verður Hlynur viðstaddur sýningu á Vetrarbræðrum í Bíói Paradís og situr á eftir fyrir svörum um hana, ásamt klipparanum, Julius Krebs Damsbo. Eflaust ber nýju myndina, Hvítan, hvítan dag, einnig á góma. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hlynur Pálmason kvikmyndagerðarmaður býr á Höfn og nýjasta mynd hans er aðallega tekin í hornfirsku umhverfi. Hún nefnist Hvítur, hvítur dagur en síðustu þrjá sólarhringana sem tökur fóru fram voru götuljós á Höfn slökkt, svo myrkrið yrði sem mest.Skýtur það ekki skökku við? „Jú, en því var vel tekið. Ég frétti að stemningin í bænum hefði verið svo kósí að barneignum mundi örugglega fjölga á Höfn – það kemur í ljós eftir níu mánuði!“ svarar Hlynur hlæjandi. „Án gríns þá var þetta var ekkert mál. Hornfirðingar eru svo samvinnuþýðir og hjálpsamir. Þeim bregður mörgum fyrir í myndinni, öll aukahlutverkin eru mönnuð heimafólki í sínu daglega lífi. Ég sóttist eftir því. Jón bakari er að baka og Jóka, sem ég ólst upp með sem afgreiðslukonu í íþróttahúsinu, er á sínum stað í myndinni. Svo fengum við „old boys“ fótboltamennina líka til að leika senur með okkur bæði á velli og í búningsklefanum. Ekkert vesen.“ Aðalhlutverk myndarinnar er leikið af Ingvari Sigurðssyni. Fannst ekki Hornfirðingum mikið til þess koma að hafa slíka stórstjörnu í bænum? „Ingvar er nú svo látlaus og eðlilegur og fellur alls staðar inn, en fólki hefur örugglega þótt gaman að spjalla við hann í sundi. Ég held almennt að fólki hafi þótt gaman að hafa svona stórt verkefni í gangi hér, því fylgir mikið líf. Þegar verið er að mynda er líka verið að búa til eitthvað sem myndar spennu.“Þetta hefur ekki verið eins og þegar Angelina Jolie var að leika Lauru Croft í Tomb Raider þarna fyrir austan og óskapleg leynd hvíldi yfir því hvar hún héldi til meðan á tökum stóð? „Nei, þetta verkefni er eins lítið tengt Hollywood og stjörnustælum og hugsanlegt er. Það er allt svo eðlilegt hjá okkur og niðri á jörðinni.“ Hlynur kveðst hafa fengið leyfi frá sveitarfélaginu til að breyta gömlu jarðstöðinni í aðaltökustað myndarinnar og hugmyndin er að koma þar upp vinnustofu. „Ég hef verið að skjóta opnunarsenuna þar í tvö ár og reyndi að fanga mismunandi árstíðir, skap í veðrinu og breytingar á húsinu. Húsið er griðastaður söguhetjunnar og staðurinn er að mínu mati einstakur, birtan er síbreytileg, skriðjöklarnir blasa við og maður heyrir í briminu.“Ingvar og Ída í aðalhlutverkum Handritið er skrifað af Hlyni, hann kveðst hafa unnið að því frá því hann lauk við kvikmyndaskólann í Danmörku. „Ég vann með Ingvari Sigurðssyni í lokaverkefninu mínu þar, Málaranum. Eftir það fór ég að þróa þetta verk, Hvítur hvítur dagur, og skrifa það fyrir Ingvar.“Er sérstök saga bak við handritið? „Þegar ég byrja að vinna í einhverju verkefni er það vegna þess að margir hlutir vísa í sömu átt, en eru að vissu leyti faldir. Ég las einhvers staðar að þegar allt væri hvítt og enginn munur milli himins og jarðar gæti maður talað við þá dauðu. Það tengdist því sem ég var að vinna með því söguhetjan mín var skilin eftir lifandi – en missti manneskju sem honum þótt mjög vænt um. Þá verður til þessi djúpa sorg en líka reiði og hræðsla og allar þær sterku tilfinningar sem myndast hjá þeim sem missa. Þarna var eitthvað falið sem ég reyndi að kafa dýpra ofan í. Ljóð eftir spænska skáldið Angelo Gonzales, sem heitir Reiðilestur til hinna dauðu, og Jón Kalman þýddi, hafði líka áhrif á það sem ég var að gera. Ljóðið er einhvers konar hatursljóð en á sama tíma finnur maður fyrir djúpum söknuði og sorg. Mér finnst þessar andstæður spennandi; að elska og hata á sama tíma og upplifa það fallega og grimma á sama tíma.“ Bjartasta myndin til þessa Af lýsingu þinni að dæma er myndin dálítið dimm. „Hún er, held ég, bjartasta, fallegasta og fyndnasta mynd sem ég hef gert til þessa – mjög mennsk og það er mikill húmor í henni. Rauði þráðurinn í myndinni er fallegt samband milli aðalsöguhetjunnar og barnabarns, en það er líka dekkri hlið sem er svolítið hættuleg.“ Hvað er barnabarnið gamalt? „Tíu ára dóttir mín, Ída Mekkín, leikur það og ég skrifaði handritið með Ingvar og hana í huga. Þau eru hjartað í myndinni.“ Hlynur bjó í Danmörku í mörg ár og flutti þaðan til Hafnar með fjölskylduna í desember síðastliðnum. Hann kveðst reyna að færa eftirvinnslu myndarinnar eins mikið og hann geti til Hornafjarðar og undirbúa og vinna næstu verkefni þar. Er hann farinn að sjá fyrir sér frumsýningardag? „Ætli við verðum ekki tilbúin með myndina í september á næsta ári, með einni forsýningu hérna heima á Hornafirði?“ er svarið.Til Óslóar með Hildi Undir lok þessa mánaðar ætlar Hlynur að fylgjast með veitingu Norrænu kvikmyndaverðlaunanna, þar sem mynd hans, Vetrarbræður, er framlag Danmerkur og keppir við myndina Kona fer í stríð og þrjár aðrar myndir. Ég fer til Óslóar með Hildi minni og það verður gaman að fá að taka þátt þar, því að þetta er Norðurlandakeppni og sá andi á mjög vel við Vetrarbræður. Allar þjóðirnar eiga eitthvað í þeirri mynd – aðallega Danmörk og Ísland, ef maður hugsar um peninga, en samstarfið var ríkt milli allra landanna. Síðan hlökkum við til að sjá hinar myndirnar.“ Hvítur hvítur dagur er líka samnorrænt verkefni, að sögn Hlyns. „Myndin er framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures og við erum með margt íslenskt fagfólk en tökukonan er sænsk, hljóðhönnuðurinn norskur og íslenskur, klipparinn, sem verður hér á Höfn í hálft ár, er danskur, þannig að þetta er mjög blandað.“Eru þetta skólafélagar þínir frá Danmörku? „Já, ég hef unnið náið með klipparanum, hljóðmanninum og tökukonunni síðan við kynntumst í kvikmyndaskólanum í Danmörku, við erum einhvers konar fjölskylda og erum alltaf í góðu sambandi og að grúska í einhverju“Talandi um fjölskyldu. Hvað er þín stór? „Við erum fimm, stelpan okkar er tíu ára og strákarnir okkar verða sex ára í janúar, svo það er mikið stuð í sveitinni.“ Í kvöld verður Hlynur viðstaddur sýningu á Vetrarbræðrum í Bíói Paradís og situr á eftir fyrir svörum um hana, ásamt klipparanum, Julius Krebs Damsbo. Eflaust ber nýju myndina, Hvítan, hvítan dag, einnig á góma.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira