Evrópudómstóllinn í Lúxemborg hefur úrskurðað að pólsk yfirvöld verði að hætta við að lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara úr 70 árum í 65 ár. Lög þess efnis gengu í gildi í apríl síðastliðnum í Póllandi.
Samkvæmt nýju lögunum hefðu 27 af 72 dómurum neyðst til að fara á eftirlaun. Þeir hefðu þó með samþykki forseta landsins getað fengið leyfi til að starfa þremur árum lengur. Gagnrýnendur bentu á að dómstóllinn yrði ekki óháður þegar stjórnmálamenn gætu haft áhrif á störf hans.
