Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. október 2018 19:30 Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi. Samkvæmt sérfræðingi stéttarfélagsins hefur skattbyrði aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera hafa rýrnað. Hann segir að nú sé komið að því að stjórnvöld verði rukkuð um efndir á loforðinu um breytingar á skattkerfinu. Í dag fór fram sameiginlegur fundur Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands um afkomu lágtekjufólks á Íslandi, sérstaklega út frá skattbyrði og skerðingum. Fundurinn var vel sóttur og mátti finna fyrir reiði meðal fundarmanna. Sérfræðingur hjá Eflingu segir að nú verði að taka málefnum láglaunafólks af festu. „Skattbyrði á lágtekjufólk, sérstaklega á þá allra lægstu, hún hefur aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera eins og barnabætur og vaxtarbætur, húsnæðisstuðningur, hafa rýrnað verulega á sama tíma og húsnæðismarkaðurinn hefur hækkað verð bæði á leigu og kaupum upp úr öllu valdi,“ segir Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu.Stefán ÓlafssonSkjáskot/Stöð2Formaður Eflingar segir kröfur verkalýðshreyfinganna raunhæfar, enda snúi þær eingöngu að því að hér ríki efnahagslegt réttlæti. „Mér finnst þær raddir sem nú heyrast, þessar móðursjúku raddir um að hér muni allt kollsteypast, mér finnst þær ótrúlega ótrúverðugar. Ég tel þetta bara mjög hófstilltar kröfur, jarðbundnar kröfur sem snúa eingöngu að því að hér ríki eitthvað efnahagslegt réttlæti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. „Já stjórnvöld hafa sagt að þau vilji breyta skatta- og bótakerfinu þannig að það bæti sérstaklega hag þeirra lægst launuðu og lægri hópa, þannig nú verða þau rukkuð um efndir á þessu og það þurfa að vera miklu meira en einhverjar sýndarbreytingar,“ segir Stefán. „Ég sem láglaunakona upplifði alls engan kaupmátt, ég varð sek um þann „glæp“ að kaupa mér mitt eigið húsnæði árið 2014 sem þýddi það að ég þurfti að fara í aðra vinnu bara til að geta staðið undir eðlilegum afborgunum af eigin húsnæði þannig þessi rosalegi kaupmáttur sem hér á að vera hefur svo sannarlega ekki fundist í lífi lágtekjuhópanna,“ segir Sólveig. Kjaramál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi. Samkvæmt sérfræðingi stéttarfélagsins hefur skattbyrði aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera hafa rýrnað. Hann segir að nú sé komið að því að stjórnvöld verði rukkuð um efndir á loforðinu um breytingar á skattkerfinu. Í dag fór fram sameiginlegur fundur Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands um afkomu lágtekjufólks á Íslandi, sérstaklega út frá skattbyrði og skerðingum. Fundurinn var vel sóttur og mátti finna fyrir reiði meðal fundarmanna. Sérfræðingur hjá Eflingu segir að nú verði að taka málefnum láglaunafólks af festu. „Skattbyrði á lágtekjufólk, sérstaklega á þá allra lægstu, hún hefur aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera eins og barnabætur og vaxtarbætur, húsnæðisstuðningur, hafa rýrnað verulega á sama tíma og húsnæðismarkaðurinn hefur hækkað verð bæði á leigu og kaupum upp úr öllu valdi,“ segir Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu.Stefán ÓlafssonSkjáskot/Stöð2Formaður Eflingar segir kröfur verkalýðshreyfinganna raunhæfar, enda snúi þær eingöngu að því að hér ríki efnahagslegt réttlæti. „Mér finnst þær raddir sem nú heyrast, þessar móðursjúku raddir um að hér muni allt kollsteypast, mér finnst þær ótrúlega ótrúverðugar. Ég tel þetta bara mjög hófstilltar kröfur, jarðbundnar kröfur sem snúa eingöngu að því að hér ríki eitthvað efnahagslegt réttlæti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. „Já stjórnvöld hafa sagt að þau vilji breyta skatta- og bótakerfinu þannig að það bæti sérstaklega hag þeirra lægst launuðu og lægri hópa, þannig nú verða þau rukkuð um efndir á þessu og það þurfa að vera miklu meira en einhverjar sýndarbreytingar,“ segir Stefán. „Ég sem láglaunakona upplifði alls engan kaupmátt, ég varð sek um þann „glæp“ að kaupa mér mitt eigið húsnæði árið 2014 sem þýddi það að ég þurfti að fara í aðra vinnu bara til að geta staðið undir eðlilegum afborgunum af eigin húsnæði þannig þessi rosalegi kaupmáttur sem hér á að vera hefur svo sannarlega ekki fundist í lífi lágtekjuhópanna,“ segir Sólveig.
Kjaramál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira