Einn árásarmanna Khashoggi sást í fötum hans Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2018 11:01 Jamal Khashoggi var drepinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Sádar hafa verið margsaga um hvernig dauða hans bar að. Vísir/EPA Upptökur úr öryggismyndavélum benda til þess að einn mannanna sem talið er að hafi myrt Jamal Khashoggi, sádiarabískan blaðamann, hafi klæðst fötum hans eftir að hann var myrtur. Tyrknesk yfirvöld hafa sagst ætla að birta frekari sannanir fyrir því að Khashoggi hafi verið myrtur á morgun. Rannsókn Tyrkja bendir til þess að fimmtán manna hópur hafi komið frá Sádi-Arabíu daginn sem Khashoggi hvarf fyrir þremur vikum. Þeir hafi pyntað og myrt blaðamanninn á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl. Tyrkir hafa sagt að hljóðupptökur sýni fram á þetta. Nú hefur CNN-fréttastöðin eftir tyrkneskum heimildum að einn árásarmannanna sjáist á öryggisupptökum klæddur í föt Khashoggi þegar hann kemur út um bakdyr ræðisskrifstofunnar. Hann sé jafnframt með gerviskegg og gleraugu. Síðar sama dag sjáist maðurinn á upptökum við Bláu moskuna í Istanbúl. Kenning tyrkneskra rannsakenda er að maðurinn hafi verið notaður sem tvífari Khashoggi Skýringar sem stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa gefið á dauða Khashoggi hafa verið afar misvísandi. Í fyrstu harðneituðu þau að hafa komið nærri hvarfi Khashoggi þegar hans var saknað. Hann hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Í síðustu viku viðurkenndu þau loks að Khashoggi væri látinn. Hann hefði óvart beðið bana í „slagsmálum“ á ræðisskrifstofunni. Sádar hafa þó ekki skýrt hvað hafi orðið um lík Khashoggi. Tyrkir hafa sagt að líklega hafi lík hans verið bútað niður og flutt burt í kössum og ferðatöskum.Segir morðingjana hafa farið út fyrir valdsvið sitt Adel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, bar fram enn eina skýringuna á dauða Khashoggi í viðtali í gær. Þar sagði hann að Khashoggi hefði verið fórnarlamb aðgerðar sem fór úr böndunum. Talaði ráðherrann um dauða blaðamannsins sem „morð“ sem hefði verið „gríðarleg mistök“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Við erum staðráðnir í að komast að öllum staðreyndum og við erum staðráðnir í að refsa þeim sem eru ábyrgir fyrir þessu morði,“ sagði Jubeir og fullyrti að þeir sem væru ábyrgir hefðu farið út fyrir valdsvið sitt. Hafnaði Jubeir því að Mohammed bin Salman krónprins hefði vitað nokkuð um aðgerðina. Engu að síður hefur verið greint frá því að nokkrir mannanna sem voru sendir til Istanbúl tengist krónprinsinum.Surveillance footage shows Saudi operative in Khashoggi's clothes in Istanbul after the journalist was killed, a Turkish source says https://t.co/Nz4mmRb0qX— CNN Breaking News (@cnnbrk) October 22, 2018 Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Heitir því að birta niðurstöður morðrannsóknarinnar á þriðjudag Tyrklandsforseti segir að niðurstöður morðrannsóknarinnar verði birtar á þriðjudag. 21. október 2018 23:37 Segir stjórnvöld Sádi Arabíu ekki vita um lík Khashoggis Utanríkisráðherra Sádi Arabíu, Adel Al-Jubeir, segir að sádiarabísk stjórnvöld ekki vita hvar lík blaðamannsins Jamal Khashoggi er. Þá segir hann einstaklingana sem urðu sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi að bana hafi gert það að eigin frumkvæði og án vitundar og leyfis stjórnvalda. 21. október 2018 17:29 Trump segir að blekkingar og lygar hafi átt sér stað í tengslum við dauða Khashoggi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar. 21. október 2018 07:49 Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Upptökur úr öryggismyndavélum benda til þess að einn mannanna sem talið er að hafi myrt Jamal Khashoggi, sádiarabískan blaðamann, hafi klæðst fötum hans eftir að hann var myrtur. Tyrknesk yfirvöld hafa sagst ætla að birta frekari sannanir fyrir því að Khashoggi hafi verið myrtur á morgun. Rannsókn Tyrkja bendir til þess að fimmtán manna hópur hafi komið frá Sádi-Arabíu daginn sem Khashoggi hvarf fyrir þremur vikum. Þeir hafi pyntað og myrt blaðamanninn á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl. Tyrkir hafa sagt að hljóðupptökur sýni fram á þetta. Nú hefur CNN-fréttastöðin eftir tyrkneskum heimildum að einn árásarmannanna sjáist á öryggisupptökum klæddur í föt Khashoggi þegar hann kemur út um bakdyr ræðisskrifstofunnar. Hann sé jafnframt með gerviskegg og gleraugu. Síðar sama dag sjáist maðurinn á upptökum við Bláu moskuna í Istanbúl. Kenning tyrkneskra rannsakenda er að maðurinn hafi verið notaður sem tvífari Khashoggi Skýringar sem stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa gefið á dauða Khashoggi hafa verið afar misvísandi. Í fyrstu harðneituðu þau að hafa komið nærri hvarfi Khashoggi þegar hans var saknað. Hann hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Í síðustu viku viðurkenndu þau loks að Khashoggi væri látinn. Hann hefði óvart beðið bana í „slagsmálum“ á ræðisskrifstofunni. Sádar hafa þó ekki skýrt hvað hafi orðið um lík Khashoggi. Tyrkir hafa sagt að líklega hafi lík hans verið bútað niður og flutt burt í kössum og ferðatöskum.Segir morðingjana hafa farið út fyrir valdsvið sitt Adel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, bar fram enn eina skýringuna á dauða Khashoggi í viðtali í gær. Þar sagði hann að Khashoggi hefði verið fórnarlamb aðgerðar sem fór úr böndunum. Talaði ráðherrann um dauða blaðamannsins sem „morð“ sem hefði verið „gríðarleg mistök“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Við erum staðráðnir í að komast að öllum staðreyndum og við erum staðráðnir í að refsa þeim sem eru ábyrgir fyrir þessu morði,“ sagði Jubeir og fullyrti að þeir sem væru ábyrgir hefðu farið út fyrir valdsvið sitt. Hafnaði Jubeir því að Mohammed bin Salman krónprins hefði vitað nokkuð um aðgerðina. Engu að síður hefur verið greint frá því að nokkrir mannanna sem voru sendir til Istanbúl tengist krónprinsinum.Surveillance footage shows Saudi operative in Khashoggi's clothes in Istanbul after the journalist was killed, a Turkish source says https://t.co/Nz4mmRb0qX— CNN Breaking News (@cnnbrk) October 22, 2018
Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Heitir því að birta niðurstöður morðrannsóknarinnar á þriðjudag Tyrklandsforseti segir að niðurstöður morðrannsóknarinnar verði birtar á þriðjudag. 21. október 2018 23:37 Segir stjórnvöld Sádi Arabíu ekki vita um lík Khashoggis Utanríkisráðherra Sádi Arabíu, Adel Al-Jubeir, segir að sádiarabísk stjórnvöld ekki vita hvar lík blaðamannsins Jamal Khashoggi er. Þá segir hann einstaklingana sem urðu sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi að bana hafi gert það að eigin frumkvæði og án vitundar og leyfis stjórnvalda. 21. október 2018 17:29 Trump segir að blekkingar og lygar hafi átt sér stað í tengslum við dauða Khashoggi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar. 21. október 2018 07:49 Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Heitir því að birta niðurstöður morðrannsóknarinnar á þriðjudag Tyrklandsforseti segir að niðurstöður morðrannsóknarinnar verði birtar á þriðjudag. 21. október 2018 23:37
Segir stjórnvöld Sádi Arabíu ekki vita um lík Khashoggis Utanríkisráðherra Sádi Arabíu, Adel Al-Jubeir, segir að sádiarabísk stjórnvöld ekki vita hvar lík blaðamannsins Jamal Khashoggi er. Þá segir hann einstaklingana sem urðu sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi að bana hafi gert það að eigin frumkvæði og án vitundar og leyfis stjórnvalda. 21. október 2018 17:29
Trump segir að blekkingar og lygar hafi átt sér stað í tengslum við dauða Khashoggi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar. 21. október 2018 07:49
Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15