Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Sylvía Hall skrifar 22. október 2018 21:37 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir/Hanna Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir og er þar átt við dóma um lögræði, sifjar, erfðir, málefni barna, ofbeldi í nánum samböndum, nálgunarbönn og kynferðisbrot. Þá er lagt til að nafnleyndar sé gætt í dómum og úrskurðum sakamála. Frumvarpið er lagt fram eftir mikla umræðu um birtingu dóma á vefnum að því er segir í drögum að frumvarpinu og er þar vísað í persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Markmið og tilgangur frumvarpsins sé að bregðast við þeirri gagnrýni og tryggja að staðinn sé vörður um friðhelgi einkalífs við birtingu dóma. Þó er það meginregla í réttarfari að málsmeðferð sé opinber og segir í frumvarpinu að birting dóma hafi mikilvæga lýðræðislega þýðingu en með frumvarpinu sé leitast við að takmarka aðgengi að persónuupplýsingum við birtingu dóma. „Þótt augljós rök mæli sem fyrr segir með að úrlausnir dómstóla séu aðgengilegar er þess þó að gæta að í dómum koma oft á tíðum fram viðkvæmar persónuupplýsingar. Með því að safna slíkum upplýsingum saman kerfisbundið í áratugi og veita aðgang að þeim með leitarvélum er hætt við að ekki sé fyllilega gætt að sjónarmiðum um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, en þau réttindi eru varin af 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.“ Þá er einnig lagt til að dómstólasýslunni verði heimilað að setja reglur um heimild til myndatöku og hljóðritunar í húsnæði héraðsdómstólanna, Landsréttar og Hæstaréttar. Það er lagt til með tilliti til hagsmuna málsaðila og vitna og vísað til ákvæða danskra réttarfarslaga en þar er óheimilt að taka myndir í dómshúsi nema með fengnu leyfi. Þar er einnig óheimilt að taka myndir af sakborningi, ákærða eða vitnum á leið til eða frá dómshúsi nema með samþykki þeirra.Fréttin hefur verið uppfærð. Persónuvernd Stjórnsýsla Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Sjá meira
Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir og er þar átt við dóma um lögræði, sifjar, erfðir, málefni barna, ofbeldi í nánum samböndum, nálgunarbönn og kynferðisbrot. Þá er lagt til að nafnleyndar sé gætt í dómum og úrskurðum sakamála. Frumvarpið er lagt fram eftir mikla umræðu um birtingu dóma á vefnum að því er segir í drögum að frumvarpinu og er þar vísað í persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Markmið og tilgangur frumvarpsins sé að bregðast við þeirri gagnrýni og tryggja að staðinn sé vörður um friðhelgi einkalífs við birtingu dóma. Þó er það meginregla í réttarfari að málsmeðferð sé opinber og segir í frumvarpinu að birting dóma hafi mikilvæga lýðræðislega þýðingu en með frumvarpinu sé leitast við að takmarka aðgengi að persónuupplýsingum við birtingu dóma. „Þótt augljós rök mæli sem fyrr segir með að úrlausnir dómstóla séu aðgengilegar er þess þó að gæta að í dómum koma oft á tíðum fram viðkvæmar persónuupplýsingar. Með því að safna slíkum upplýsingum saman kerfisbundið í áratugi og veita aðgang að þeim með leitarvélum er hætt við að ekki sé fyllilega gætt að sjónarmiðum um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, en þau réttindi eru varin af 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.“ Þá er einnig lagt til að dómstólasýslunni verði heimilað að setja reglur um heimild til myndatöku og hljóðritunar í húsnæði héraðsdómstólanna, Landsréttar og Hæstaréttar. Það er lagt til með tilliti til hagsmuna málsaðila og vitna og vísað til ákvæða danskra réttarfarslaga en þar er óheimilt að taka myndir í dómshúsi nema með fengnu leyfi. Þar er einnig óheimilt að taka myndir af sakborningi, ákærða eða vitnum á leið til eða frá dómshúsi nema með samþykki þeirra.Fréttin hefur verið uppfærð.
Persónuvernd Stjórnsýsla Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Sjá meira