Heimvísun Landsréttar vekur upp spurningar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. október 2018 07:45 Svo virðist sem um stefnubreytingu sé að ræða varðandi stefnubirtingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hluti lögmanna landsins hefur klórað sér í kollinum yfir dómi Landsréttar sem kveðinn var upp á föstudaginn fyrir viku. Dómurinn ómerkti dóm Héraðsdóms Norðurlands vestra og vísaði málinu heim þar sem ekki var staðið rétt að birtingu ákæru. Áþekkar aðferðir við birtingu stefnu í einkamálum hafa verið látnar óátaldar. Í málinu var maður ákærður fyrir að hafa ekið bifreið, sviptur ökurétti ævilangt, undir áhrifum áfengis en vínandamagn í blóði mældist 2,52 prómill. Maðurinn sótti ekki þing í héraði og féll útivistardómur í málinu þar sem hann var dæmdur til að greiða 280 þúsund krónur í sekt. Ákæra málsins var birt lögreglumanni sem engin tengsl hafði við ákærða og var eingöngu á staðnum í þeim tilgangi að birta honum ákæru. Þar sem birtingin þótti ólögmæt var dómurinn felldur úr gildi. Bæði í lögum um meðferð sakamála og einkamála er kveðið á um hvernig skuli staðið að birtingu stefnu eða ákæru. Í báðum er hálfgerð þrautaleið sem kveður á um að heimilt sé að birta stefnu fyrir þeim sem „hittist fyrir“ á lögheimili þess sem birta skuli stefnu eða ákæru. „Mér finnst þessi dómur Landsréttar benda til þess að rétturinn sé að marka nýja stefnu í þessum málaflokki að því leyti að það sé ekki lögmæt birting að ná í einhvern kollega sinn í þeim eina tilgangi, að ég tel, að birta skjalið fyrir honum,“ segir Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögmaður. Fyrr á þessu ári féll dómur í einkamáli þar sem Friðrik var lögmaður hins stefnda. Krafðist hann frávísunar á þeim grundvelli að ekki hefði verið rétt staðið að birtingu stefnu. Þar birti stefnuvottur málsins stefnuna varastefnuvotti sem „hittist fyrir“ á lögheimili skjólstæðings Friðriks. Taldi hann að skylt hefði verið að birta hana heimilisfólki sem var heima. Dómari málsins leit fram hjá framburði þeirra og taldist efni birtingarvottorðsins því rétt. Eftir að umræddur dómur féll kallaði Fréttablaðið eftir upplýsingum um hve oft stefnuvottar birtu stefnu einhverjum sem „hittist fyrir“. Svörin voru á þá leið að ekkert bókhald væri til um hvaða háttur er hafður á við birtingu stefnu eða ákæru. „Það segir skýrt í þessum dómi að ákvæðið nái ekki yfir aðila sem birtingarmaður kallar beinlínis á lögheimilið til að birta fyrir honum. Vissulega er þarna um ákæru í sakamáli að ræða, sem er mjög afdrifaríkt skjal, og brýnt að hún komist í hendur ákærða. Stefna í einkamáli getur hins vegar líka verið mjög afdrifarík þeim sem hún beinist að.“ Friðrik segir að svo virðist sem Landsréttur sé að herða á kröfum er varða birtingu ákæru í sakamálum. „Ég tel engin rök standa til annars en að sama eigi að gilda um einkamál þar sem ákvæði laganna eru áþekk hvað þetta snertir,“ segir Friðrik. Málinu frá í vor hafi verið áfrýjað til Landsréttar. „Það mál yrði hugsanlega prófsteinn á hvort viðlíka stefnubirtingarhættir í einkamálum standist.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Sjá meira
Hluti lögmanna landsins hefur klórað sér í kollinum yfir dómi Landsréttar sem kveðinn var upp á föstudaginn fyrir viku. Dómurinn ómerkti dóm Héraðsdóms Norðurlands vestra og vísaði málinu heim þar sem ekki var staðið rétt að birtingu ákæru. Áþekkar aðferðir við birtingu stefnu í einkamálum hafa verið látnar óátaldar. Í málinu var maður ákærður fyrir að hafa ekið bifreið, sviptur ökurétti ævilangt, undir áhrifum áfengis en vínandamagn í blóði mældist 2,52 prómill. Maðurinn sótti ekki þing í héraði og féll útivistardómur í málinu þar sem hann var dæmdur til að greiða 280 þúsund krónur í sekt. Ákæra málsins var birt lögreglumanni sem engin tengsl hafði við ákærða og var eingöngu á staðnum í þeim tilgangi að birta honum ákæru. Þar sem birtingin þótti ólögmæt var dómurinn felldur úr gildi. Bæði í lögum um meðferð sakamála og einkamála er kveðið á um hvernig skuli staðið að birtingu stefnu eða ákæru. Í báðum er hálfgerð þrautaleið sem kveður á um að heimilt sé að birta stefnu fyrir þeim sem „hittist fyrir“ á lögheimili þess sem birta skuli stefnu eða ákæru. „Mér finnst þessi dómur Landsréttar benda til þess að rétturinn sé að marka nýja stefnu í þessum málaflokki að því leyti að það sé ekki lögmæt birting að ná í einhvern kollega sinn í þeim eina tilgangi, að ég tel, að birta skjalið fyrir honum,“ segir Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögmaður. Fyrr á þessu ári féll dómur í einkamáli þar sem Friðrik var lögmaður hins stefnda. Krafðist hann frávísunar á þeim grundvelli að ekki hefði verið rétt staðið að birtingu stefnu. Þar birti stefnuvottur málsins stefnuna varastefnuvotti sem „hittist fyrir“ á lögheimili skjólstæðings Friðriks. Taldi hann að skylt hefði verið að birta hana heimilisfólki sem var heima. Dómari málsins leit fram hjá framburði þeirra og taldist efni birtingarvottorðsins því rétt. Eftir að umræddur dómur féll kallaði Fréttablaðið eftir upplýsingum um hve oft stefnuvottar birtu stefnu einhverjum sem „hittist fyrir“. Svörin voru á þá leið að ekkert bókhald væri til um hvaða háttur er hafður á við birtingu stefnu eða ákæru. „Það segir skýrt í þessum dómi að ákvæðið nái ekki yfir aðila sem birtingarmaður kallar beinlínis á lögheimilið til að birta fyrir honum. Vissulega er þarna um ákæru í sakamáli að ræða, sem er mjög afdrifaríkt skjal, og brýnt að hún komist í hendur ákærða. Stefna í einkamáli getur hins vegar líka verið mjög afdrifarík þeim sem hún beinist að.“ Friðrik segir að svo virðist sem Landsréttur sé að herða á kröfum er varða birtingu ákæru í sakamálum. „Ég tel engin rök standa til annars en að sama eigi að gilda um einkamál þar sem ákvæði laganna eru áþekk hvað þetta snertir,“ segir Friðrik. Málinu frá í vor hafi verið áfrýjað til Landsréttar. „Það mál yrði hugsanlega prófsteinn á hvort viðlíka stefnubirtingarhættir í einkamálum standist.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Sjá meira