Gylfi hefði viljað sjá breiðari samstöðu innan ASÍ Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2018 13:28 Gylfi Arnbjörnsson lætur senn af embætti forseta ASÍ. fréttablaðið/eyþór Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. Hann hefði viljað sjá enn breiðara samflot aðildafélaga sambandsins en nú sé í spilunum en töluverðar líkur séu á átökum á vinnumarkaðnum. Þriggja daga þing Alþýðusambandsins hefst á morgun en á lokadegi þess á föstudag verður ný forysta sambandsins kjörin sem og fulltrúar í miðstjórn. Gylfi Arnbjörnsson lætur af embætti forseta en hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Afls á Austurlandi, bjóða sig fram til forseta og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, bjóða sig fram í embætti fyrsta og annars varaforseta. Síðustu almennu kjarasamnngar félaga innan ASÍ voru gerðir árið 2015. Á samningstímanum var gerð tilraun til að koma á nýju samningalíkani að norrænni fyrirmynd sem Gylfi segir stjórnvöld beri ábyrgð á að ekki tókst. „Ég vil nú meina að stjórnvöld beri talsvert mikla ábyrgð á því. Vegna þess að það módel auðvitað byggir á samkomulagi ekki bara um efnahagslegan stöðugleika heldur líka félagslegan. Þar finnst mér stjórnmálin hafa brugðist okkur. Ofan í síðan kjararáð og alla vitleysuna sem því tengist. Þetta eru atriði sem þarf dálítið að gera upp núna í hreyfingunni,” segir Gylfi. Ljóst sé og legið hafi fyrir lengi að samningalotan framundan verði erfið meðal annars vegna þessa.Líkur á átökum á vinnumarkaði„Það eru auðvitað komnir aðilar til áhrifa í verkalýðshreyfingunni sem vilja fara aðra leið. Þess vegna held ég að það sé nokkuð ljóst að þetta geti orðið býsna heitur vetur með tilliti til vinnumarkaðarins,” segir fráfarandi forseti ASÍ. Væntingarnar séu miklar og mótist af því sem á undan sé gengið varðandi kjararáð og aukna misskiptingu í samfélaginu. „Það er oft á tíðum erfitt að samræma þetta væntingastig við þær aðstæður sem eru í okkar efnahagslífi. Við slíkar aðstæður kann það alveg að koma til að það slái í brýnu á milli aðila,” segir Gylfi. Nítján aðildarfélög innan Starfsgreinasambandsins fara fram saman í komandi viðræðum og rætt hefur verið að VR og jafnvel önnur félög innan Landssambands verslunarmanna verði hluti af samflotinu. Gylfi minnir á að þessir aðilar hafi samið sameignlega í síðustu samningum árið 2015 en þá hafi verið gangrýnt að ekki hafi tekist að sameina kröfur allra félga innan ASÍ eins og tekist hafi í mörg ár þar á undan. „Þannig að mér finnst þetta tal um breiðfylkingu hluta hreyfingarinnar ekki alveg vera á sínum stað. Ég hefði gjarnan viljað sjá allan ASÍ hópinn sameinast í þessari aðkomu.”Þannig að öll aðildarfélög innan ASÍ hefðu farið saman?„Ég held að slagkraftur hreyfingarinnar verði einfaldlega miklu meiri við að ná að sameina öll aðildarfélög Alþýðusambandsins. En til þess þarf auðvitað að vinna bæði mótun kröfugerðar á stjórnvöld og atvinnurekendur sameiginlega,” segir Gylfi. Hann hafi áhyggjur af því að ekki sé unnið nægjanlega að því að sameina öll félög og sambönd innan ASÍ fyrir komandi kjarasamninga. Kjaramál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. Hann hefði viljað sjá enn breiðara samflot aðildafélaga sambandsins en nú sé í spilunum en töluverðar líkur séu á átökum á vinnumarkaðnum. Þriggja daga þing Alþýðusambandsins hefst á morgun en á lokadegi þess á föstudag verður ný forysta sambandsins kjörin sem og fulltrúar í miðstjórn. Gylfi Arnbjörnsson lætur af embætti forseta en hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Afls á Austurlandi, bjóða sig fram til forseta og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, bjóða sig fram í embætti fyrsta og annars varaforseta. Síðustu almennu kjarasamnngar félaga innan ASÍ voru gerðir árið 2015. Á samningstímanum var gerð tilraun til að koma á nýju samningalíkani að norrænni fyrirmynd sem Gylfi segir stjórnvöld beri ábyrgð á að ekki tókst. „Ég vil nú meina að stjórnvöld beri talsvert mikla ábyrgð á því. Vegna þess að það módel auðvitað byggir á samkomulagi ekki bara um efnahagslegan stöðugleika heldur líka félagslegan. Þar finnst mér stjórnmálin hafa brugðist okkur. Ofan í síðan kjararáð og alla vitleysuna sem því tengist. Þetta eru atriði sem þarf dálítið að gera upp núna í hreyfingunni,” segir Gylfi. Ljóst sé og legið hafi fyrir lengi að samningalotan framundan verði erfið meðal annars vegna þessa.Líkur á átökum á vinnumarkaði„Það eru auðvitað komnir aðilar til áhrifa í verkalýðshreyfingunni sem vilja fara aðra leið. Þess vegna held ég að það sé nokkuð ljóst að þetta geti orðið býsna heitur vetur með tilliti til vinnumarkaðarins,” segir fráfarandi forseti ASÍ. Væntingarnar séu miklar og mótist af því sem á undan sé gengið varðandi kjararáð og aukna misskiptingu í samfélaginu. „Það er oft á tíðum erfitt að samræma þetta væntingastig við þær aðstæður sem eru í okkar efnahagslífi. Við slíkar aðstæður kann það alveg að koma til að það slái í brýnu á milli aðila,” segir Gylfi. Nítján aðildarfélög innan Starfsgreinasambandsins fara fram saman í komandi viðræðum og rætt hefur verið að VR og jafnvel önnur félög innan Landssambands verslunarmanna verði hluti af samflotinu. Gylfi minnir á að þessir aðilar hafi samið sameignlega í síðustu samningum árið 2015 en þá hafi verið gangrýnt að ekki hafi tekist að sameina kröfur allra félga innan ASÍ eins og tekist hafi í mörg ár þar á undan. „Þannig að mér finnst þetta tal um breiðfylkingu hluta hreyfingarinnar ekki alveg vera á sínum stað. Ég hefði gjarnan viljað sjá allan ASÍ hópinn sameinast í þessari aðkomu.”Þannig að öll aðildarfélög innan ASÍ hefðu farið saman?„Ég held að slagkraftur hreyfingarinnar verði einfaldlega miklu meiri við að ná að sameina öll aðildarfélög Alþýðusambandsins. En til þess þarf auðvitað að vinna bæði mótun kröfugerðar á stjórnvöld og atvinnurekendur sameiginlega,” segir Gylfi. Hann hafi áhyggjur af því að ekki sé unnið nægjanlega að því að sameina öll félög og sambönd innan ASÍ fyrir komandi kjarasamninga.
Kjaramál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira