Banaslysum barna í umferðinni fjölgað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2018 19:00 Ísland er í fyrsta sæti í Evrópu hvað varðar hlutfall banaslysa á börnum í umferðinni. Verkfræðingur hjá Vegagerðinni segir þetta gefa tilefni til frekari rannsókna á því hvernig huga megi betur að öryggi barna í umferðinni. Vegagerðin birti í síðustu viku niðurstöður djúpgreiningar á alvarleg slysum á börnum í umferðinni á árunum 2008 til 2017. Katrín Halldórsdóttir verkfræðingur vann skýrsluna en markmiðið var að greina helstu hættur í umferðinni þegar kemur að börnum. „Ísland kemur þarna út í fyrsta sæti hvað varðar hlutfall banaslysa á börnum í umferðinni miðað við önnur Evrópulönd sem verður til þess að við viljum skoða þetta nánar,“ segir Katrín. Niðurstaðan byggir meðal annars á alþjóðlegri skýrslu um umferðaröryggi frá 2015 og gögnum frá Samgöngustofu. Ákveðna fyrirvara ber þó að hafa hugfasta að sögn Katrínar. „Fámenni þjóðarinnar hefur áhrif á þetta og getur gefið skakka mynd og við verðum að hafa það í huga.“ Á tímabilinu 2008 til 2017 hefur banaslysum barna fjölgað en alls létust 12 börn á aldrinum núll til sextán ára á tímabilinu. Þar af flest árið 2013 þegar fjögur börn létust í umferðinni. Þá slösuðust að meðaltali um 24 börn alvarlega á tímabilinu. „Við viljum auðvitað að börnin geti ferðast örugglega um en það kom í ljós sem sagt að að meðaltali látast 1,2 börn í umferðinni á tímabilinu 2011-2015 og 16 slösuðust alvarlega, þannig þetta er vissulega áhyggjuefni sem við þurfum að skoða nánar,“ segir Katrín. Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur hjá Vegagerðinni.Vísir/Elín Umferðaröryggi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Ísland er í fyrsta sæti í Evrópu hvað varðar hlutfall banaslysa á börnum í umferðinni. Verkfræðingur hjá Vegagerðinni segir þetta gefa tilefni til frekari rannsókna á því hvernig huga megi betur að öryggi barna í umferðinni. Vegagerðin birti í síðustu viku niðurstöður djúpgreiningar á alvarleg slysum á börnum í umferðinni á árunum 2008 til 2017. Katrín Halldórsdóttir verkfræðingur vann skýrsluna en markmiðið var að greina helstu hættur í umferðinni þegar kemur að börnum. „Ísland kemur þarna út í fyrsta sæti hvað varðar hlutfall banaslysa á börnum í umferðinni miðað við önnur Evrópulönd sem verður til þess að við viljum skoða þetta nánar,“ segir Katrín. Niðurstaðan byggir meðal annars á alþjóðlegri skýrslu um umferðaröryggi frá 2015 og gögnum frá Samgöngustofu. Ákveðna fyrirvara ber þó að hafa hugfasta að sögn Katrínar. „Fámenni þjóðarinnar hefur áhrif á þetta og getur gefið skakka mynd og við verðum að hafa það í huga.“ Á tímabilinu 2008 til 2017 hefur banaslysum barna fjölgað en alls létust 12 börn á aldrinum núll til sextán ára á tímabilinu. Þar af flest árið 2013 þegar fjögur börn létust í umferðinni. Þá slösuðust að meðaltali um 24 börn alvarlega á tímabilinu. „Við viljum auðvitað að börnin geti ferðast örugglega um en það kom í ljós sem sagt að að meðaltali látast 1,2 börn í umferðinni á tímabilinu 2011-2015 og 16 slösuðust alvarlega, þannig þetta er vissulega áhyggjuefni sem við þurfum að skoða nánar,“ segir Katrín. Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur hjá Vegagerðinni.Vísir/Elín
Umferðaröryggi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira