Rétt'upp hönd strákar Eva Magnúsdóttir skrifar 24. október 2018 08:00 Rétt' upp hönd ef þú vilt taka raunveruleg skref í átt að jafnrétti. Þetta er einfaldlega ekki komið og staðreyndin er sú að með sama hraða þá verður fullu jafnrétti ekki náð í atvinnulífinu fyrr en á næstu öld. Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja með yfir 50 starfsmenn voru sett 2010 og tóku þau gildi 2013. Lögin gera ráð fyrir því að hlutfall hvors kyns í stjórninni skuli vera að minnsta kosti 40% í lok ársins 2013. Eftir gildistöku laganna var hlutfall kvenna orðið að 33% í stjórnum fyrirtækja en hefur staðið í stað síðan lögin tóku gildi. Lögin hafa að auki lítil áhrif haft á stöðu kvenna í framkvæmdastjórnum eins og vonir stóðu til og sem dæmi í félögum sem eru skráð á hlutabréfamarkað eru konur í framkvæmdastjórnum einungis 25%. Til þess að bregðast við þessari stöðnun hleypti FKA af stokkunum verkefninu Jafnvægisvoginni í samstarfi við velferðarráðuneytið, Deloitte, Sjóvá, Morgunblaðinu og Pipar\TBWA. Er markmiðið með verkefninu að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum. Í anda markmiða Jafnvægisvogar framleiddi auglýsingastofan Pipar\TBWA metnaðarfullt myndband sem tók flugið á samfélagsmiðlunum í síðustu viku. Myndbandið lýsir mýtunni sem byggir á því að konur séu ekki nægilega vel menntaðar, þær hafi ekki reynslu og séu tregar að rétta upp hönd og taka ábyrgð. Konur hafa rétt upp hönd í mörg ár og hjá FKA eru listar þar sem fjöldi kvenna hefur lýst sig reiðubúna að koma fram í fjölmiðlum og taka sæti í stjórnum. Myndbandinu Rétt' upp hönd er ætlað að vekja athygli á uppréttum höndum kvenna. Mælaborð jafnréttis verður kynnt á ráðstefnu FKA og samstarfsaðila þann 31. október næstkomandi á hótel Nordica. Karlar eru sérstaklega hvattir til að koma og taka þátt í umræðunni um eitt mikilvægasta málefni framtíðar, jafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eva Magnúsdóttir Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Rétt' upp hönd ef þú vilt taka raunveruleg skref í átt að jafnrétti. Þetta er einfaldlega ekki komið og staðreyndin er sú að með sama hraða þá verður fullu jafnrétti ekki náð í atvinnulífinu fyrr en á næstu öld. Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja með yfir 50 starfsmenn voru sett 2010 og tóku þau gildi 2013. Lögin gera ráð fyrir því að hlutfall hvors kyns í stjórninni skuli vera að minnsta kosti 40% í lok ársins 2013. Eftir gildistöku laganna var hlutfall kvenna orðið að 33% í stjórnum fyrirtækja en hefur staðið í stað síðan lögin tóku gildi. Lögin hafa að auki lítil áhrif haft á stöðu kvenna í framkvæmdastjórnum eins og vonir stóðu til og sem dæmi í félögum sem eru skráð á hlutabréfamarkað eru konur í framkvæmdastjórnum einungis 25%. Til þess að bregðast við þessari stöðnun hleypti FKA af stokkunum verkefninu Jafnvægisvoginni í samstarfi við velferðarráðuneytið, Deloitte, Sjóvá, Morgunblaðinu og Pipar\TBWA. Er markmiðið með verkefninu að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum. Í anda markmiða Jafnvægisvogar framleiddi auglýsingastofan Pipar\TBWA metnaðarfullt myndband sem tók flugið á samfélagsmiðlunum í síðustu viku. Myndbandið lýsir mýtunni sem byggir á því að konur séu ekki nægilega vel menntaðar, þær hafi ekki reynslu og séu tregar að rétta upp hönd og taka ábyrgð. Konur hafa rétt upp hönd í mörg ár og hjá FKA eru listar þar sem fjöldi kvenna hefur lýst sig reiðubúna að koma fram í fjölmiðlum og taka sæti í stjórnum. Myndbandinu Rétt' upp hönd er ætlað að vekja athygli á uppréttum höndum kvenna. Mælaborð jafnréttis verður kynnt á ráðstefnu FKA og samstarfsaðila þann 31. október næstkomandi á hótel Nordica. Karlar eru sérstaklega hvattir til að koma og taka þátt í umræðunni um eitt mikilvægasta málefni framtíðar, jafnrétti.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar