Rétt'upp hönd strákar Eva Magnúsdóttir skrifar 24. október 2018 08:00 Rétt' upp hönd ef þú vilt taka raunveruleg skref í átt að jafnrétti. Þetta er einfaldlega ekki komið og staðreyndin er sú að með sama hraða þá verður fullu jafnrétti ekki náð í atvinnulífinu fyrr en á næstu öld. Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja með yfir 50 starfsmenn voru sett 2010 og tóku þau gildi 2013. Lögin gera ráð fyrir því að hlutfall hvors kyns í stjórninni skuli vera að minnsta kosti 40% í lok ársins 2013. Eftir gildistöku laganna var hlutfall kvenna orðið að 33% í stjórnum fyrirtækja en hefur staðið í stað síðan lögin tóku gildi. Lögin hafa að auki lítil áhrif haft á stöðu kvenna í framkvæmdastjórnum eins og vonir stóðu til og sem dæmi í félögum sem eru skráð á hlutabréfamarkað eru konur í framkvæmdastjórnum einungis 25%. Til þess að bregðast við þessari stöðnun hleypti FKA af stokkunum verkefninu Jafnvægisvoginni í samstarfi við velferðarráðuneytið, Deloitte, Sjóvá, Morgunblaðinu og Pipar\TBWA. Er markmiðið með verkefninu að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum. Í anda markmiða Jafnvægisvogar framleiddi auglýsingastofan Pipar\TBWA metnaðarfullt myndband sem tók flugið á samfélagsmiðlunum í síðustu viku. Myndbandið lýsir mýtunni sem byggir á því að konur séu ekki nægilega vel menntaðar, þær hafi ekki reynslu og séu tregar að rétta upp hönd og taka ábyrgð. Konur hafa rétt upp hönd í mörg ár og hjá FKA eru listar þar sem fjöldi kvenna hefur lýst sig reiðubúna að koma fram í fjölmiðlum og taka sæti í stjórnum. Myndbandinu Rétt' upp hönd er ætlað að vekja athygli á uppréttum höndum kvenna. Mælaborð jafnréttis verður kynnt á ráðstefnu FKA og samstarfsaðila þann 31. október næstkomandi á hótel Nordica. Karlar eru sérstaklega hvattir til að koma og taka þátt í umræðunni um eitt mikilvægasta málefni framtíðar, jafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eva Magnúsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Rétt' upp hönd ef þú vilt taka raunveruleg skref í átt að jafnrétti. Þetta er einfaldlega ekki komið og staðreyndin er sú að með sama hraða þá verður fullu jafnrétti ekki náð í atvinnulífinu fyrr en á næstu öld. Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja með yfir 50 starfsmenn voru sett 2010 og tóku þau gildi 2013. Lögin gera ráð fyrir því að hlutfall hvors kyns í stjórninni skuli vera að minnsta kosti 40% í lok ársins 2013. Eftir gildistöku laganna var hlutfall kvenna orðið að 33% í stjórnum fyrirtækja en hefur staðið í stað síðan lögin tóku gildi. Lögin hafa að auki lítil áhrif haft á stöðu kvenna í framkvæmdastjórnum eins og vonir stóðu til og sem dæmi í félögum sem eru skráð á hlutabréfamarkað eru konur í framkvæmdastjórnum einungis 25%. Til þess að bregðast við þessari stöðnun hleypti FKA af stokkunum verkefninu Jafnvægisvoginni í samstarfi við velferðarráðuneytið, Deloitte, Sjóvá, Morgunblaðinu og Pipar\TBWA. Er markmiðið með verkefninu að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum. Í anda markmiða Jafnvægisvogar framleiddi auglýsingastofan Pipar\TBWA metnaðarfullt myndband sem tók flugið á samfélagsmiðlunum í síðustu viku. Myndbandið lýsir mýtunni sem byggir á því að konur séu ekki nægilega vel menntaðar, þær hafi ekki reynslu og séu tregar að rétta upp hönd og taka ábyrgð. Konur hafa rétt upp hönd í mörg ár og hjá FKA eru listar þar sem fjöldi kvenna hefur lýst sig reiðubúna að koma fram í fjölmiðlum og taka sæti í stjórnum. Myndbandinu Rétt' upp hönd er ætlað að vekja athygli á uppréttum höndum kvenna. Mælaborð jafnréttis verður kynnt á ráðstefnu FKA og samstarfsaðila þann 31. október næstkomandi á hótel Nordica. Karlar eru sérstaklega hvattir til að koma og taka þátt í umræðunni um eitt mikilvægasta málefni framtíðar, jafnrétti.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun