Trump segir morð Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunnar Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2018 21:11 Rannsakendur að störfum í Istanbúl. AP/Emrah Gurel Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir morð blaðamannsins Jamal Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunar. Hann býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. Hins vegar bætti forsetinn við að aðgerðin sjálf hafi verið illa hugsuð og þar að auki hafi hún verið framkvæmd illa. Yfirvöld Sádi-Arabíu héldu því upprunalega fram að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þann 2. október. Síðan viðurkenndu þeir að Khashoggi hafi dáið og sögðu það hafa gerst fyrir slysni í átökum. Khashoggi var þar til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gift sig. Seinna meir viðurkenndu Sádar að Khashoggi hefði verið myrtur og segja að um ósamþykkta aðgerð hafi verið að ræða. Fréttastofa Sky hafði heimildir fyrir því að lík Khashoggi hefði fundist í garði ræðismanns Sáda í Istanbúl en það hefur ekki verið staðfest.Sjá einnig: Erdogan segir morðið á Khashoggi hafa verið skipulagtYfirvöld Tyrklands segja aftur á móti að Sádar hafi sent fimmtán menn til Istanbúl og markmið þeirra hafi verið að myrða Khashoggi. Aðgerðin hafi verið skipulögð með nokkurra daga fyrirvara. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, vill að 18 menn verði framseldir til Tyrklands svo hægt verði að rétta yfir þeim þar. Einn þeirra, Saud al-Qahtani, er þó náinn ráðgjafi Mohammed bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu. Qahtani er sagður hafa fyrirskipað morðið og fylgst með því í gegnum internetið.Sjá einnig: „Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum SkypeMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að Bandaríkin hefðu fellt niður vegabréfsáritanir þeirra manna sem hafa verið sakaðir um morðið. Það eru fyrstu opinberu aðgerðir Bandaríkjanna vegna málsins og er verið að skoða hvort að beita eigi frekari refsiaðgerðum gegn mönnunum. Pompeo hét því að þetta yrðu ekki síðustu aðgerðir Bandaríkjanna. Morðið á Khashoggi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir morð blaðamannsins Jamal Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunar. Hann býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. Hins vegar bætti forsetinn við að aðgerðin sjálf hafi verið illa hugsuð og þar að auki hafi hún verið framkvæmd illa. Yfirvöld Sádi-Arabíu héldu því upprunalega fram að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þann 2. október. Síðan viðurkenndu þeir að Khashoggi hafi dáið og sögðu það hafa gerst fyrir slysni í átökum. Khashoggi var þar til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gift sig. Seinna meir viðurkenndu Sádar að Khashoggi hefði verið myrtur og segja að um ósamþykkta aðgerð hafi verið að ræða. Fréttastofa Sky hafði heimildir fyrir því að lík Khashoggi hefði fundist í garði ræðismanns Sáda í Istanbúl en það hefur ekki verið staðfest.Sjá einnig: Erdogan segir morðið á Khashoggi hafa verið skipulagtYfirvöld Tyrklands segja aftur á móti að Sádar hafi sent fimmtán menn til Istanbúl og markmið þeirra hafi verið að myrða Khashoggi. Aðgerðin hafi verið skipulögð með nokkurra daga fyrirvara. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, vill að 18 menn verði framseldir til Tyrklands svo hægt verði að rétta yfir þeim þar. Einn þeirra, Saud al-Qahtani, er þó náinn ráðgjafi Mohammed bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu. Qahtani er sagður hafa fyrirskipað morðið og fylgst með því í gegnum internetið.Sjá einnig: „Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum SkypeMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að Bandaríkin hefðu fellt niður vegabréfsáritanir þeirra manna sem hafa verið sakaðir um morðið. Það eru fyrstu opinberu aðgerðir Bandaríkjanna vegna málsins og er verið að skoða hvort að beita eigi frekari refsiaðgerðum gegn mönnunum. Pompeo hét því að þetta yrðu ekki síðustu aðgerðir Bandaríkjanna.
Morðið á Khashoggi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira