Göngum út! Katrín Jakobsdóttir skrifar 24. október 2018 08:00 Yfirskrift kvennafrísins í ár er „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“. Mér er til efs að til sé nokkur kona sem ekki hefur gert fjölmargar tilraunir til að breyta sjálfri sér til að ýmist falla eða falla ekki inn í þröng kynhlutverk. Of oft hefur því verið haldið að konum að þær þurfi að gera hlutina á tiltekinn hátt til að misrétti gegn þeim heyri sögunni til. Í einhverja tíð voru skýringar á launamun kynjanna sóttar í að konur væru ekki nægilega menntaðar. Nú þegar konur eru í meirihluta þeirra sem sækja sér háskólamenntun hafa skýringarnar breyst. Þetta er ekki ósvipað og að hlaupa langhlaup en endamarkið færist alltaf fjær.Enn er langt í land Margt hefur áunnist síðan 1975 þegar konur lögðu niður störf í fyrsta sinn og margar konur af minni kynslóð eiga sinn pólitíska feril undir almennum leikskólum og lögum um fæðingarorlof. Enn er þó langt í land. Ekki hefur tekist að útrýma launamun kynjanna og konur vinna jafnframt stærstan hluta ólaunaðrar vinnu, svo sem við barnauppeldi og heimilisstörf. #églíka bylgjan afhjúpaði kerfisbundið ofbeldi og áreitni sem konur í öllum lögum samfélagsins hafa mátt búa við. Ofbeldi gegn konum er í senn orsök og afleiðing kynjamisréttis og ein orsök þess hversu hægt gengur að byggja upp samfélag jafnréttis.Áhrifaríkasta baráttutækið Samstaða kvenna er áhrifaríkasta baráttutækið til að knýja á um raunverulegar breytingar, því kvenfrelsisbaráttan krefst róttækrar skoðunar á menningu okkar. Ég mun því fara úr vinnunni kl. 14.55 og taka þannig þátt í baráttunni fyrir betri heimi. Til þess að snúa aftur á morgun og halda áfram að vinna að kvenfrelsismálum í mínu starfi. Kæru konur, leggjum niður launuð og ólaunuð störf í dag og sameinumst á útifundum um allt land. Höldum síðan áfram því þrotlausa starfi að breyta samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Yfirskrift kvennafrísins í ár er „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“. Mér er til efs að til sé nokkur kona sem ekki hefur gert fjölmargar tilraunir til að breyta sjálfri sér til að ýmist falla eða falla ekki inn í þröng kynhlutverk. Of oft hefur því verið haldið að konum að þær þurfi að gera hlutina á tiltekinn hátt til að misrétti gegn þeim heyri sögunni til. Í einhverja tíð voru skýringar á launamun kynjanna sóttar í að konur væru ekki nægilega menntaðar. Nú þegar konur eru í meirihluta þeirra sem sækja sér háskólamenntun hafa skýringarnar breyst. Þetta er ekki ósvipað og að hlaupa langhlaup en endamarkið færist alltaf fjær.Enn er langt í land Margt hefur áunnist síðan 1975 þegar konur lögðu niður störf í fyrsta sinn og margar konur af minni kynslóð eiga sinn pólitíska feril undir almennum leikskólum og lögum um fæðingarorlof. Enn er þó langt í land. Ekki hefur tekist að útrýma launamun kynjanna og konur vinna jafnframt stærstan hluta ólaunaðrar vinnu, svo sem við barnauppeldi og heimilisstörf. #églíka bylgjan afhjúpaði kerfisbundið ofbeldi og áreitni sem konur í öllum lögum samfélagsins hafa mátt búa við. Ofbeldi gegn konum er í senn orsök og afleiðing kynjamisréttis og ein orsök þess hversu hægt gengur að byggja upp samfélag jafnréttis.Áhrifaríkasta baráttutækið Samstaða kvenna er áhrifaríkasta baráttutækið til að knýja á um raunverulegar breytingar, því kvenfrelsisbaráttan krefst róttækrar skoðunar á menningu okkar. Ég mun því fara úr vinnunni kl. 14.55 og taka þannig þátt í baráttunni fyrir betri heimi. Til þess að snúa aftur á morgun og halda áfram að vinna að kvenfrelsismálum í mínu starfi. Kæru konur, leggjum niður launuð og ólaunuð störf í dag og sameinumst á útifundum um allt land. Höldum síðan áfram því þrotlausa starfi að breyta samfélaginu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun