Gunnar: Held að þetta verði helvíti góður bardagi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. október 2018 20:15 Gunnar Nelson segir að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum fyrir væntanlegan bardaga hans gegn Alex Oliveira. Stefnt er að því að þeir berjist í Toronto þann 8. desember næstkomandi. Gunnar hefur ekki barist síðan í júlí á síðasta ári er hann tapaði á umdeildan hátt gegn augnpotaranum Santiago Ponzinibbio. Biðin eftir bardaga hefur verið löng hjá okkar manni og léttir að það eigi aðeins eftir að ganga frá formsatriðum. „Þetta lítur mjög vel út. Það er búið að samþykkja munnlega af beggja hálfu. Við höfum ekki fengið samninginn enn þá og eftir að skrifa undir. Ég er bjartsýnn á þetta og held að þetta sé on,“ segir Gunnar ánægður enda beðið lengi eftir að fá andstæðing. „Við höfum reynt að fá andstæðing um tíma. Þetta bauðst svo fyrir viku síðan og talað um 2-3 andstæðinga. Fyrst var reynt að fá Jorge Masvidal en hann vill ekkert með mig hafa frekar en fyrri daginn. Það er því Alex Oliveira.“ Andstæðingur Gunnars í þessum væntanlega bardaga er brasilíski kúrekinn Alex Oliveira. Sá er jafnaldri Gunnars og hefur verið að klífa metorðastigann í veltivigtinni hratt enda unnið fjóra af síðustu fimm bardögum sínum. Hann er einu sæti fyrir ofan Gunnar á styrkleikalista UFC. „Þetta er flottur andstæðingur. Hann er svolítið villtur en mikill og fjölhæfur íþróttamaður. Ég held að þetta verði helvíti góður bardagi. Ég held að hann sé með fjólublátt belti í jörðinni en hann kann fyrir sér þar og hefur hengt menn eins og Carlos Condit.“ Gunnar hafði áður samþykkt að berjast á bardagakvöldi í Las Vegas þann 29. desember. Þessi bardagi er aftur á móti á hentugri tíma og hann getur því notið jólanna í faðmi fjölskyldunnar. „Þetta er í rauninni betra svona. Okkur líst helvíti vel á þetta. Svo er þetta líka í Toronto og styttra í það kvöld en í Vegas. Við höfum verið að æfa með það í huga að við séum að fara að keppa.“ MMA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjá meira
Gunnar Nelson segir að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum fyrir væntanlegan bardaga hans gegn Alex Oliveira. Stefnt er að því að þeir berjist í Toronto þann 8. desember næstkomandi. Gunnar hefur ekki barist síðan í júlí á síðasta ári er hann tapaði á umdeildan hátt gegn augnpotaranum Santiago Ponzinibbio. Biðin eftir bardaga hefur verið löng hjá okkar manni og léttir að það eigi aðeins eftir að ganga frá formsatriðum. „Þetta lítur mjög vel út. Það er búið að samþykkja munnlega af beggja hálfu. Við höfum ekki fengið samninginn enn þá og eftir að skrifa undir. Ég er bjartsýnn á þetta og held að þetta sé on,“ segir Gunnar ánægður enda beðið lengi eftir að fá andstæðing. „Við höfum reynt að fá andstæðing um tíma. Þetta bauðst svo fyrir viku síðan og talað um 2-3 andstæðinga. Fyrst var reynt að fá Jorge Masvidal en hann vill ekkert með mig hafa frekar en fyrri daginn. Það er því Alex Oliveira.“ Andstæðingur Gunnars í þessum væntanlega bardaga er brasilíski kúrekinn Alex Oliveira. Sá er jafnaldri Gunnars og hefur verið að klífa metorðastigann í veltivigtinni hratt enda unnið fjóra af síðustu fimm bardögum sínum. Hann er einu sæti fyrir ofan Gunnar á styrkleikalista UFC. „Þetta er flottur andstæðingur. Hann er svolítið villtur en mikill og fjölhæfur íþróttamaður. Ég held að þetta verði helvíti góður bardagi. Ég held að hann sé með fjólublátt belti í jörðinni en hann kann fyrir sér þar og hefur hengt menn eins og Carlos Condit.“ Gunnar hafði áður samþykkt að berjast á bardagakvöldi í Las Vegas þann 29. desember. Þessi bardagi er aftur á móti á hentugri tíma og hann getur því notið jólanna í faðmi fjölskyldunnar. „Þetta er í rauninni betra svona. Okkur líst helvíti vel á þetta. Svo er þetta líka í Toronto og styttra í það kvöld en í Vegas. Við höfum verið að æfa með það í huga að við séum að fara að keppa.“
MMA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjá meira