Gunnar: Held að þetta verði helvíti góður bardagi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. október 2018 20:15 Gunnar Nelson segir að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum fyrir væntanlegan bardaga hans gegn Alex Oliveira. Stefnt er að því að þeir berjist í Toronto þann 8. desember næstkomandi. Gunnar hefur ekki barist síðan í júlí á síðasta ári er hann tapaði á umdeildan hátt gegn augnpotaranum Santiago Ponzinibbio. Biðin eftir bardaga hefur verið löng hjá okkar manni og léttir að það eigi aðeins eftir að ganga frá formsatriðum. „Þetta lítur mjög vel út. Það er búið að samþykkja munnlega af beggja hálfu. Við höfum ekki fengið samninginn enn þá og eftir að skrifa undir. Ég er bjartsýnn á þetta og held að þetta sé on,“ segir Gunnar ánægður enda beðið lengi eftir að fá andstæðing. „Við höfum reynt að fá andstæðing um tíma. Þetta bauðst svo fyrir viku síðan og talað um 2-3 andstæðinga. Fyrst var reynt að fá Jorge Masvidal en hann vill ekkert með mig hafa frekar en fyrri daginn. Það er því Alex Oliveira.“ Andstæðingur Gunnars í þessum væntanlega bardaga er brasilíski kúrekinn Alex Oliveira. Sá er jafnaldri Gunnars og hefur verið að klífa metorðastigann í veltivigtinni hratt enda unnið fjóra af síðustu fimm bardögum sínum. Hann er einu sæti fyrir ofan Gunnar á styrkleikalista UFC. „Þetta er flottur andstæðingur. Hann er svolítið villtur en mikill og fjölhæfur íþróttamaður. Ég held að þetta verði helvíti góður bardagi. Ég held að hann sé með fjólublátt belti í jörðinni en hann kann fyrir sér þar og hefur hengt menn eins og Carlos Condit.“ Gunnar hafði áður samþykkt að berjast á bardagakvöldi í Las Vegas þann 29. desember. Þessi bardagi er aftur á móti á hentugri tíma og hann getur því notið jólanna í faðmi fjölskyldunnar. „Þetta er í rauninni betra svona. Okkur líst helvíti vel á þetta. Svo er þetta líka í Toronto og styttra í það kvöld en í Vegas. Við höfum verið að æfa með það í huga að við séum að fara að keppa.“ MMA Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Sjá meira
Gunnar Nelson segir að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum fyrir væntanlegan bardaga hans gegn Alex Oliveira. Stefnt er að því að þeir berjist í Toronto þann 8. desember næstkomandi. Gunnar hefur ekki barist síðan í júlí á síðasta ári er hann tapaði á umdeildan hátt gegn augnpotaranum Santiago Ponzinibbio. Biðin eftir bardaga hefur verið löng hjá okkar manni og léttir að það eigi aðeins eftir að ganga frá formsatriðum. „Þetta lítur mjög vel út. Það er búið að samþykkja munnlega af beggja hálfu. Við höfum ekki fengið samninginn enn þá og eftir að skrifa undir. Ég er bjartsýnn á þetta og held að þetta sé on,“ segir Gunnar ánægður enda beðið lengi eftir að fá andstæðing. „Við höfum reynt að fá andstæðing um tíma. Þetta bauðst svo fyrir viku síðan og talað um 2-3 andstæðinga. Fyrst var reynt að fá Jorge Masvidal en hann vill ekkert með mig hafa frekar en fyrri daginn. Það er því Alex Oliveira.“ Andstæðingur Gunnars í þessum væntanlega bardaga er brasilíski kúrekinn Alex Oliveira. Sá er jafnaldri Gunnars og hefur verið að klífa metorðastigann í veltivigtinni hratt enda unnið fjóra af síðustu fimm bardögum sínum. Hann er einu sæti fyrir ofan Gunnar á styrkleikalista UFC. „Þetta er flottur andstæðingur. Hann er svolítið villtur en mikill og fjölhæfur íþróttamaður. Ég held að þetta verði helvíti góður bardagi. Ég held að hann sé með fjólublátt belti í jörðinni en hann kann fyrir sér þar og hefur hengt menn eins og Carlos Condit.“ Gunnar hafði áður samþykkt að berjast á bardagakvöldi í Las Vegas þann 29. desember. Þessi bardagi er aftur á móti á hentugri tíma og hann getur því notið jólanna í faðmi fjölskyldunnar. „Þetta er í rauninni betra svona. Okkur líst helvíti vel á þetta. Svo er þetta líka í Toronto og styttra í það kvöld en í Vegas. Við höfum verið að æfa með það í huga að við séum að fara að keppa.“
MMA Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Sjá meira