Gummi Gumm: Ungu mennirnir stóðu sig mjög vel Benedikt Grétarsson skrifar 24. október 2018 22:24 Guðmundur var ánægður maður í kvöld. vísir/daníel Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson var nokkuð sáttur eftir öruggan sigur Íslands gegn Grikklandi í Laugardalshöll. Lokatölur urðu 35-21 og Ísland hefur þar með fengið tvö stig í undankeppni EM 2020. „Ég er mjög sáttur við leikinn og hvernig hann þróaðist. Ég var samt ekki sáttur við fyrstu 15 mínúturnar í leiknum. Varnarleikurinn var ekki nógu góður og við vorum ekki alveg í jafnvægi varnarlega. Sóknarleikurinn var góður allan tímann, við skorum 17 mörk í fyrri hálfleik og það er bara mjög gott.“ Guðmundur þurfti að fara yfir nokkra hluti eftir fyrri hálfleikinn, sem var ekki nægjanlega góður hjá íslenska liðinu. „Við töluðum bara vel saman í hálfleik og fórum vel yfir hvað mætti laga. Vörnin var miklu betri í seinni hálfleik og þeir skora bara átta mörk á okkur. Það var til fyrirmyndar og það var sérstaklega gaman að geta notað allt liðið. Það eru margir leikmenn að stíga sín fyrstu skref í landsliðinu og þeir settu allir sitt mark á leikinn og stóðu sig mjög vel.“ Dómarar leiksins voru ansi flautuglaðir og ráku menn af velli samtals 16 sinnum. Grikkir fuku af velli 10 sinnum og Íslendingar sex sinnum. „Svona er þetta bara stundum. Það er oft mjög mismunandi lína sem lögð er af dómurum. Nú voru þeir t.d. mjög grimmir í brottvísunum og við vissum ekki alveg af hverju við fukum út af. Svona er þetta bara stundum og þá þarf bara að aðlaga sig að því.“ En hvað vita menn um næsta andstæðing, Tyrki? „Við vitum meira um Tyrkina og það er sterkari andstæðingur en Grikkir. Þeir eru líkamlega sterkir ,með meiri reynslu og bara stórhættulegur andstæðingur á sínum erfiða heimavelli. Áhorfendur styðja vel við bakið á þeim og þetta verður ekki auðvelt verkefni,“ sagði Guðmundur að lokum. EM 2020 í handbolta Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson var nokkuð sáttur eftir öruggan sigur Íslands gegn Grikklandi í Laugardalshöll. Lokatölur urðu 35-21 og Ísland hefur þar með fengið tvö stig í undankeppni EM 2020. „Ég er mjög sáttur við leikinn og hvernig hann þróaðist. Ég var samt ekki sáttur við fyrstu 15 mínúturnar í leiknum. Varnarleikurinn var ekki nógu góður og við vorum ekki alveg í jafnvægi varnarlega. Sóknarleikurinn var góður allan tímann, við skorum 17 mörk í fyrri hálfleik og það er bara mjög gott.“ Guðmundur þurfti að fara yfir nokkra hluti eftir fyrri hálfleikinn, sem var ekki nægjanlega góður hjá íslenska liðinu. „Við töluðum bara vel saman í hálfleik og fórum vel yfir hvað mætti laga. Vörnin var miklu betri í seinni hálfleik og þeir skora bara átta mörk á okkur. Það var til fyrirmyndar og það var sérstaklega gaman að geta notað allt liðið. Það eru margir leikmenn að stíga sín fyrstu skref í landsliðinu og þeir settu allir sitt mark á leikinn og stóðu sig mjög vel.“ Dómarar leiksins voru ansi flautuglaðir og ráku menn af velli samtals 16 sinnum. Grikkir fuku af velli 10 sinnum og Íslendingar sex sinnum. „Svona er þetta bara stundum. Það er oft mjög mismunandi lína sem lögð er af dómurum. Nú voru þeir t.d. mjög grimmir í brottvísunum og við vissum ekki alveg af hverju við fukum út af. Svona er þetta bara stundum og þá þarf bara að aðlaga sig að því.“ En hvað vita menn um næsta andstæðing, Tyrki? „Við vitum meira um Tyrkina og það er sterkari andstæðingur en Grikkir. Þeir eru líkamlega sterkir ,með meiri reynslu og bara stórhættulegur andstæðingur á sínum erfiða heimavelli. Áhorfendur styðja vel við bakið á þeim og þetta verður ekki auðvelt verkefni,“ sagði Guðmundur að lokum.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða