Höfðu áhuga á að flytja skíðamenn með þyrlu frá Vigur í friðlandið Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2018 10:41 Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi. Vísir Kanadískt fyrirtæki hafði augastað á eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi með það í huga að gera út þyrlur þaðan sem færu með skíðamenn í friðlandið á Hornströndum. Það hafi hins vegar strandað á því að þyrluflug í friðlandinu er takmörkunum háð samkvæmt reglum. Þetta segir Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, sem sér um söluna á eyjunni. Margir hafa sýnt eyjunni áhuga frá því hún var auglýst til sölu fyrr í ár. Davíð segir að ekki verði farið undir 300 milljónir króna þegar talið berst að kaupverði eyjunnar. Vigur skipar stóran sess í ferðaþjónustu Vestfirðinga en um tíu til ellefu þúsund manns fara til eyjunnar á ári hverju. Nú þegar er búið að selja ferðir árið 2019 og yrði væntanlegur kaupandi skuldbundinn til að halda gildandi samninga vegna þeirra ferða. Davíð segir mikinn áhuga á eyjunni erlendis frá, þá aðallega frá bandarískum og kanadískum aðilum og þá hafi aðilar frá Asíu sýnt Vigur áhuga. Eyjan er eftir sem áður enn á sölu en eins og áður sagði höfðu kanadískir aðilar áhuga á að vera með þyrluferðir þaðan á Hornstrandir. Það er þó takmörkunum háð því svæðið er friðlýst og hafa bæjaryfirvöld Ísafjarðarbæjar, sem hefur yfirráð með svæðinu, lýst sig alfarið mótfallin þyrluflugi á svæðinu nema um neyðartilvik sé að ræða. Hornstrandir Tengdar fréttir Drottning Vestfjarða í söluferli Hin sögufræga eyja Vigur er kominn í söluferli. Bóndinn ætlar að bregða búi en hann hefur búið þar í rúm 40 ár. Súðavíkurhreppur gæti átt forkaupsrétt en sveitarstjórinn þar segir eyjuna fallegasta stað Vestfjarða og er af nægu að taka. 5. júní 2018 06:00 Áfall fyrir ferðaþjónustuna ef nýr eigandi Vigurs myndi loka eyjunni Tæplega ellefu þúsund ferðamenn heimsækja eyjuna yfir sumarmánuðina. 9. júlí 2018 13:37 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Kanadískt fyrirtæki hafði augastað á eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi með það í huga að gera út þyrlur þaðan sem færu með skíðamenn í friðlandið á Hornströndum. Það hafi hins vegar strandað á því að þyrluflug í friðlandinu er takmörkunum háð samkvæmt reglum. Þetta segir Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, sem sér um söluna á eyjunni. Margir hafa sýnt eyjunni áhuga frá því hún var auglýst til sölu fyrr í ár. Davíð segir að ekki verði farið undir 300 milljónir króna þegar talið berst að kaupverði eyjunnar. Vigur skipar stóran sess í ferðaþjónustu Vestfirðinga en um tíu til ellefu þúsund manns fara til eyjunnar á ári hverju. Nú þegar er búið að selja ferðir árið 2019 og yrði væntanlegur kaupandi skuldbundinn til að halda gildandi samninga vegna þeirra ferða. Davíð segir mikinn áhuga á eyjunni erlendis frá, þá aðallega frá bandarískum og kanadískum aðilum og þá hafi aðilar frá Asíu sýnt Vigur áhuga. Eyjan er eftir sem áður enn á sölu en eins og áður sagði höfðu kanadískir aðilar áhuga á að vera með þyrluferðir þaðan á Hornstrandir. Það er þó takmörkunum háð því svæðið er friðlýst og hafa bæjaryfirvöld Ísafjarðarbæjar, sem hefur yfirráð með svæðinu, lýst sig alfarið mótfallin þyrluflugi á svæðinu nema um neyðartilvik sé að ræða.
Hornstrandir Tengdar fréttir Drottning Vestfjarða í söluferli Hin sögufræga eyja Vigur er kominn í söluferli. Bóndinn ætlar að bregða búi en hann hefur búið þar í rúm 40 ár. Súðavíkurhreppur gæti átt forkaupsrétt en sveitarstjórinn þar segir eyjuna fallegasta stað Vestfjarða og er af nægu að taka. 5. júní 2018 06:00 Áfall fyrir ferðaþjónustuna ef nýr eigandi Vigurs myndi loka eyjunni Tæplega ellefu þúsund ferðamenn heimsækja eyjuna yfir sumarmánuðina. 9. júlí 2018 13:37 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Drottning Vestfjarða í söluferli Hin sögufræga eyja Vigur er kominn í söluferli. Bóndinn ætlar að bregða búi en hann hefur búið þar í rúm 40 ár. Súðavíkurhreppur gæti átt forkaupsrétt en sveitarstjórinn þar segir eyjuna fallegasta stað Vestfjarða og er af nægu að taka. 5. júní 2018 06:00
Áfall fyrir ferðaþjónustuna ef nýr eigandi Vigurs myndi loka eyjunni Tæplega ellefu þúsund ferðamenn heimsækja eyjuna yfir sumarmánuðina. 9. júlí 2018 13:37