Huldukona skyndilega orðin stjórnarformaður umtalaðs tekjuvefs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2018 13:30 Hrannar og Víðir Péturssynir, voru á sínum tíma saman í hljómsveitinni Gloría. Hrannar fékk gögn hjá skattskrá fyrir ónefndan aðila. Víðir er í stjórn Viskubrunns, hvar Elizabeth Penelope Westhead er stjórnarfomraður, sem heldur úti Tekjur.is. Tímarit.is Elizabeth Penelope Westhead, 53 ára kona sem aldrei hefur haft lögheimili á Íslandi, er nýr stjórnarformaður hjá félaginu Viskubrunni ehf. sem heldur utan um vefsíðuna Tekjur.is. Á vefsíðunni er hægt að kaupa sér upplýsingar um tekjur og fjármagnstekjur allra Íslendinga árið 2016. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á tilvist síðunnar. Einstaklingar henni mótfallnir hafa farið fram á lögbann á starfsemi hennar en ekki haft erindi sem erfiði. Vefsíðan er til skoðunar hjá Persónuvernd. Forsvarsmenn síðunnar segjast innan ramma laganna og vísa til greinar í lögum um tekjuskatt. Hrannar Pétursson er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í upplýsinga- og samskiptamálum. Útvegaði gögnin fyrir ónefndan aðila RÚV greindi frá því í gær að tveir aðilar hefðu fengið afhentar til útgáfu skattskrár Íslendingar frá Ríkisskattstjóra vegna álagningarásins 2016. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, talsmaður og lögmaður Tekjur.is, hefur sagt að forsvarsmenn vefsins hafi fengið skattskrána hjá Ríkisskattstjóra. Annar var Sigurjón Þorbergsson sem hefur fengið skrána til prentunar síðan um árið 1960. Skrána fái hann útprentaða og þurfi að skila innan sex vikna. Hann neitar tengslum við Tekjur.is. Hinn er Hrannar Pétursson, ráðgjafi og fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Hrannar sagðist í samtali við RÚV hafa útvegað gögnin fyrir viðskiptavin sinn, ónefndan aðila, og að trúnaður ríkti milli sín og viðskiptavina. Tekjur.is var hleypt af stokkunum föstudaginn 12. október.Tekjur.is Bræður frá Húsavík Félagið Viskubrunnur ehf. rekur vefinn Tekjur.is. Voru Jón Ragnar Arnarson og Víðir Pétursson skráðir fyrir félaginu. Jón sem stjórnarformaður og Víðir Pétursson sem varamaður. Athygli vekur að Hrannar Pétursson, sem fékk gögnin hjá skattskrá, og Víðir Pétursson, sem er varamaður hjá Viskubrunni, eru bræður frá Húsavík. Hrannar er fæddur árið 1973 og Víðir fjórum árum fyrr. Leit blaðamanns á tengslum Hrannars og Víðis leiddi það meðal annars í ljós að þeir voru saman í hljómsveit á árum áður, sex manna sveitinni Gloríu á Húsavík. Fjallað var um sveitina í Degi árið 1990 og má sjá greinina efst í fréttinni. Viskubrunnur er skráður til heimilis á Vatnsstíg 3 þar sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson rekur lögmannsstofu sína. Hann er lögmaður og talsmaður Tekjur.is Elisabeth í Blackpool Breyting varð á stjórn Viskubrunns þann 18. október síðastliðinn eins og vikið var að í inngangi fréttarinnar. Jón Ragnar er hættur í stjórninni og nú fer fyrir henni Elizabeth Penelope Westhead. Heimilisfang félagsins var flutt að Vatnsstíg 3 í miðbæ Reykjavíkur þar sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er með lögmannsstofu sína. Litlar upplýsingar er að finna um nýjan stjórnarformann, Elizabeth Penelope Westhead, fyrir utan að hún hefur verið og er skráð fyrir hinum ýmsu félögum í Bretlandi, ýmist sem ráðgjafi eða stjórnandi Hún er komin með íslenska kennitölu, fædd árið 1965 og hefur samkvæmt hlutafélagaskrá í Credit Info aldrei haft lögheimili á Íslandi. Hún er skráð til heimilis í Blackpool á Englandi. Í umfjöllun um Panamaskjölin á sínum tíma kom í ljós að í stjórnum eignarhaldsfélaga auðugs fólks, sem skráð voru til dæmis á Bresku-Jómfrúreyjum, sátu erlendir lögmenn hvers hlutverk var að þjóna eigendum fjármuna. Jón R. Arnarson er fyrrverandi stjórnarformaður Viskubrunns ehf.Aðsend Fráfarandi stjórnarformaður segist ekkert vita Jón Ragnar Arnarson, fráfarandi stjórnarformaður hjá Tekjur.is, svaraði símtali blaðamanns sem lék forvitni á að vita frekari deili á Elizabeth Penelope Westhead sem tók við stöðu hans sem stjórnarformaður. Hver hún væri. „Ég veit það ekki. Ég sé ekki um að ráða einn eða neinn,“ segir Jón Ragnar. Vissulega væri hún tekin við sem stjórnarformaður og að hans samþykki eins og sjá má á fundargerðinni að neðan. Hann hefði samt enga hugmynd um hver hún væri.Fundargerð frá stjórnarfundi Viskubrunns, sem fram fór þann 18. október, má sjá að neðan. Á fundinum voru breytingar á stjórninni og heimilisfangi á dagskrá. Fundargerð frá stjórnarfundi Viskubrunns þann 18. október. Jón Ragnar sagði eðlilegra að beina fyrirspurnum til Vilhjálms eða senda fyrirspurn á info@tekjur.is. Hann væri ekki tengdur Tekjur.is á nokkurn hátt lengur. Hvorki náðist í Víði Pétursson né Vilhjálm H. Vilhjálmsson við vinnslu fréttarinnar en fyrirspurn hefur verið send á netfang vefsins. Persónuvernd Tengdar fréttir Persónuvernd krefur Tekjur.is um svör Persónuvernd athugar nú birtingu félagsins Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum ársins 2016 á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. 19. október 2018 19:15 Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Vefsíðan Tekjur.is gæti þurft að gefa upp hvaða áskrifendur flettu öðrum upp á síðunni. Beiðnin þyrfti að koma frá þeim sem upplýsingarnar varða. 25. október 2018 06:00 Hafnaði kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í dag kröfu Ingvars Smára Birgissonar lögmanns um lögbann á vefinn Tekjur.is. 17. október 2018 18:06 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Elizabeth Penelope Westhead, 53 ára kona sem aldrei hefur haft lögheimili á Íslandi, er nýr stjórnarformaður hjá félaginu Viskubrunni ehf. sem heldur utan um vefsíðuna Tekjur.is. Á vefsíðunni er hægt að kaupa sér upplýsingar um tekjur og fjármagnstekjur allra Íslendinga árið 2016. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á tilvist síðunnar. Einstaklingar henni mótfallnir hafa farið fram á lögbann á starfsemi hennar en ekki haft erindi sem erfiði. Vefsíðan er til skoðunar hjá Persónuvernd. Forsvarsmenn síðunnar segjast innan ramma laganna og vísa til greinar í lögum um tekjuskatt. Hrannar Pétursson er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í upplýsinga- og samskiptamálum. Útvegaði gögnin fyrir ónefndan aðila RÚV greindi frá því í gær að tveir aðilar hefðu fengið afhentar til útgáfu skattskrár Íslendingar frá Ríkisskattstjóra vegna álagningarásins 2016. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, talsmaður og lögmaður Tekjur.is, hefur sagt að forsvarsmenn vefsins hafi fengið skattskrána hjá Ríkisskattstjóra. Annar var Sigurjón Þorbergsson sem hefur fengið skrána til prentunar síðan um árið 1960. Skrána fái hann útprentaða og þurfi að skila innan sex vikna. Hann neitar tengslum við Tekjur.is. Hinn er Hrannar Pétursson, ráðgjafi og fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Hrannar sagðist í samtali við RÚV hafa útvegað gögnin fyrir viðskiptavin sinn, ónefndan aðila, og að trúnaður ríkti milli sín og viðskiptavina. Tekjur.is var hleypt af stokkunum föstudaginn 12. október.Tekjur.is Bræður frá Húsavík Félagið Viskubrunnur ehf. rekur vefinn Tekjur.is. Voru Jón Ragnar Arnarson og Víðir Pétursson skráðir fyrir félaginu. Jón sem stjórnarformaður og Víðir Pétursson sem varamaður. Athygli vekur að Hrannar Pétursson, sem fékk gögnin hjá skattskrá, og Víðir Pétursson, sem er varamaður hjá Viskubrunni, eru bræður frá Húsavík. Hrannar er fæddur árið 1973 og Víðir fjórum árum fyrr. Leit blaðamanns á tengslum Hrannars og Víðis leiddi það meðal annars í ljós að þeir voru saman í hljómsveit á árum áður, sex manna sveitinni Gloríu á Húsavík. Fjallað var um sveitina í Degi árið 1990 og má sjá greinina efst í fréttinni. Viskubrunnur er skráður til heimilis á Vatnsstíg 3 þar sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson rekur lögmannsstofu sína. Hann er lögmaður og talsmaður Tekjur.is Elisabeth í Blackpool Breyting varð á stjórn Viskubrunns þann 18. október síðastliðinn eins og vikið var að í inngangi fréttarinnar. Jón Ragnar er hættur í stjórninni og nú fer fyrir henni Elizabeth Penelope Westhead. Heimilisfang félagsins var flutt að Vatnsstíg 3 í miðbæ Reykjavíkur þar sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er með lögmannsstofu sína. Litlar upplýsingar er að finna um nýjan stjórnarformann, Elizabeth Penelope Westhead, fyrir utan að hún hefur verið og er skráð fyrir hinum ýmsu félögum í Bretlandi, ýmist sem ráðgjafi eða stjórnandi Hún er komin með íslenska kennitölu, fædd árið 1965 og hefur samkvæmt hlutafélagaskrá í Credit Info aldrei haft lögheimili á Íslandi. Hún er skráð til heimilis í Blackpool á Englandi. Í umfjöllun um Panamaskjölin á sínum tíma kom í ljós að í stjórnum eignarhaldsfélaga auðugs fólks, sem skráð voru til dæmis á Bresku-Jómfrúreyjum, sátu erlendir lögmenn hvers hlutverk var að þjóna eigendum fjármuna. Jón R. Arnarson er fyrrverandi stjórnarformaður Viskubrunns ehf.Aðsend Fráfarandi stjórnarformaður segist ekkert vita Jón Ragnar Arnarson, fráfarandi stjórnarformaður hjá Tekjur.is, svaraði símtali blaðamanns sem lék forvitni á að vita frekari deili á Elizabeth Penelope Westhead sem tók við stöðu hans sem stjórnarformaður. Hver hún væri. „Ég veit það ekki. Ég sé ekki um að ráða einn eða neinn,“ segir Jón Ragnar. Vissulega væri hún tekin við sem stjórnarformaður og að hans samþykki eins og sjá má á fundargerðinni að neðan. Hann hefði samt enga hugmynd um hver hún væri.Fundargerð frá stjórnarfundi Viskubrunns, sem fram fór þann 18. október, má sjá að neðan. Á fundinum voru breytingar á stjórninni og heimilisfangi á dagskrá. Fundargerð frá stjórnarfundi Viskubrunns þann 18. október. Jón Ragnar sagði eðlilegra að beina fyrirspurnum til Vilhjálms eða senda fyrirspurn á info@tekjur.is. Hann væri ekki tengdur Tekjur.is á nokkurn hátt lengur. Hvorki náðist í Víði Pétursson né Vilhjálm H. Vilhjálmsson við vinnslu fréttarinnar en fyrirspurn hefur verið send á netfang vefsins.
Persónuvernd Tengdar fréttir Persónuvernd krefur Tekjur.is um svör Persónuvernd athugar nú birtingu félagsins Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum ársins 2016 á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. 19. október 2018 19:15 Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Vefsíðan Tekjur.is gæti þurft að gefa upp hvaða áskrifendur flettu öðrum upp á síðunni. Beiðnin þyrfti að koma frá þeim sem upplýsingarnar varða. 25. október 2018 06:00 Hafnaði kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í dag kröfu Ingvars Smára Birgissonar lögmanns um lögbann á vefinn Tekjur.is. 17. október 2018 18:06 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Persónuvernd krefur Tekjur.is um svör Persónuvernd athugar nú birtingu félagsins Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum ársins 2016 á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. 19. október 2018 19:15
Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Vefsíðan Tekjur.is gæti þurft að gefa upp hvaða áskrifendur flettu öðrum upp á síðunni. Beiðnin þyrfti að koma frá þeim sem upplýsingarnar varða. 25. október 2018 06:00
Hafnaði kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í dag kröfu Ingvars Smára Birgissonar lögmanns um lögbann á vefinn Tekjur.is. 17. október 2018 18:06