Daniel Ricciardo, ökuþór Red Bull, verður á ráspól á morgun í Mexíkó-kappakstrinum en hann var fljótastur í tímatökunni í dag.
Ricciardio var lengi vel ekki fremstur í tímatökunni en hinn ungi og efnilegi Max Verstappen leiddi lengi vel í tímatökunni.
Hinn hollenski Verstappen byrjar annar á morgun og Red Bull er því með frátekinn fyrstu tvö sætin í upphafi kappaksturins á morgun.
Þriðji er Lewis Hamilton en það þarf mikið að gerast svo Hamilton tryggi sér ekki heimsmeistaratitilinn í Mexíkó. Englendingurinn þarf að enda í sjö efstu sætunum annað kvöld.
Fjórði er svo Sebastian Vettel en kappaksturinn verður að sjálfsögðu sýndur í beinni á Sportinu. Útsending hefst klukkan 19.50 annað kvöld.
Ricciardo á ráspól og Hamilton fjórði
