Viðskipti erlent

Dökkar horfur hjá Snapchat

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Vegna þessarar samkeppni hefur Snapchat til að mynda tapað þremur milljónum daglegra notenda á síðasta ársfjórðungi.
Vegna þessarar samkeppni hefur Snapchat til að mynda tapað þremur milljónum daglegra notenda á síðasta ársfjórðungi. Getty/Thomas Trutschel
Snap, fyrirtækið sem rekur Snapchat, stendur illa vegna sífellt harðnandi samkeppni við Insta­gram og Whats­App. Techcrunch greindi frá því í gær að Snap ætti nú eignir að verðmæti 1,4 milljarðar bandaríkjadala og vísaði til þess mats greiningarfyrirtækisins Moffet­Nathanson að fyrirtækið myndi tapa 1,5 milljörðum á næsta ári. Áður höfðu greinendur spáð því að fyrirtækið hætti að tapa peningum árið 2020, jafnvel 2021, og eru horfur því afar slæmar.

Vegna þessarar samkeppni hefur Snapchat til að mynda tapað þremur milljónum daglegra notenda á síðasta ársfjórðungi. Auk þess nota færri Snap Map en vonir stóðu til og efnisveita Snapchat hefur ekki vakið mikla lukku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×