Talar af einlægni og vill ekki klæmast: „Heiður að fá svona umsögn frá Ara“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2018 14:30 Jakob Birgisson sló í gegn sem uppistandari um helgina. vísir/vilhelm „Þetta kom mér svolítið á óvart og ég átti ekki alveg von á svona góðum viðtökum,“ segir uppistandarinn tvítugi Jakob Birgisson í Bítinu á Bylgjunni í morgun en grínistinn Ari Eldjárn var afar ánægður með nýjan starfsbróður sinn sem stimplaði sig rækilega inn í íslenska uppistandssenu um helgina. Jakob er stjórnmálafræðinemi og hélt sitt fyrsta opinbera uppstand á Hard Rock Café á föstudagskvöldið. Ari jós Jakob lofi á Twitter-reikningi sínum eftir að hafa hlýtt á uppistand hins síðarnefnda og sagðist aldrei hafa séð „annað eins talent“. „Ég var nokkuð öruggur með þetta efni og vissi alveg að þetta myndi alveg ganga fínt fyrir sig, en þetta var rosalegt. Að vakna daginn eftir og það er komin frétt á Vísi og svona. Auðvitað er það bara rosalegur heiður að fá svona umsögn frá Ara Eldjárn. Ég sá hann í salnum og hann skellihló allan tímann.“Ari vinalegur Jakob segist ekki hafa stressast upp þegar hann sá Ara í salnum. „Hann er svo vinalegur og hefur þessa nærveru að hann er strax einhvern veginn orðinn vinur manns. Það var bara gott að hafa hann í salnum.“Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis leit við hjá Jakobi þar sem hann býr úti á Seltjarnarnesi.vísir/vilhelmHann segist hafa flutt sitt fyrsta uppistand í tíunda bekk í Hagaskóla. „Þetta var í raun einhverskonar uppistandsgjörningur fyrir Skrekksatriði og í framhaldinu á því fór ég að vera kynnir á söngkeppnum í MR og lagði mjög mikið upp úr því að semja efni milli atriða.“ Jakob segist tala af einlægni í sínu uppstandi og töluvert um fjölskyldu sína. Móðir hans er Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. „Ég tala um mömmu og pabba og mikið um frænda minn. Þau eru í Bandaríkjunum núna í ár og geta ekkert varið sig, sem er bara fínt. Svo tala ég svolítið um stjórnmál,“ segir Jakob.Vill að hver sem er geti mætt Hann sagði frá því í viðtali við Vísi í byrjun mánaðar að selst hafi upp á sýninguna á aðeins tveimur dögum. „Ég reyni að smíða efnið mitt þannig að hver sem er getur gengið inn í salinn og haft gaman af.“ Jakob segist minna fara út í brandara sem sumir myndu telja óviðeigandi „Þetta var svolítið stórt stökk fyrir mig þegar ég ákvað núna í september að halda sýningu. Ég hugsaði bara að ég ætlaði að vera með sýningu í fjörutíu mínútur á sviði og ég hef aldrei flutt svona langt. Hef bara verið í afmæli hjá félaga mínu og í afmæli hjá mömmu minni verið með einhvern korter. Það er erfitt að setja niður og fara semja grín og mér finnst þetta mest gerast þegar ég er í göngutúr eða í skólanum. Þetta verður oft til bara í samtölum og allt í einu er ég kominn með brandara.“ Hann segist oft taka upp mögulega brandara á símann sinn og reynir síðan að þróa þá. Mikið hefur verð haft samband við Jakob um helgina og hefur hann verið bókaður í gigg út í bæ. „Ég held klárlega að það sé málið að reyna halda aðra sýningu og ég fer að huga að því á næstu dögum.“ Hér að neðan má hlusta á innslagið. Uppistand Tengdar fréttir Þreytir frumraun sína í uppistandi fyrir fullum sal á Hard Rock Jakob Birgisson, tvítugur stjórnmálafræðinemi og fjöllistamaður, mun halda sitt fyrsta uppistand á Hard Rock Café í lok þessa mánaðar. 8. október 2018 12:45 Ari Eldjárn hefur aldrei séð „annað eins talent“ Grínistinn Ari Eldjárn er afar ánægður með nýjan starfsbróður sinn, hinn tvítuga Jakob Birgisson, sem stimplaði sig rækilega inn í íslenska uppistandssenu í gær. 27. október 2018 09:19 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
„Þetta kom mér svolítið á óvart og ég átti ekki alveg von á svona góðum viðtökum,“ segir uppistandarinn tvítugi Jakob Birgisson í Bítinu á Bylgjunni í morgun en grínistinn Ari Eldjárn var afar ánægður með nýjan starfsbróður sinn sem stimplaði sig rækilega inn í íslenska uppistandssenu um helgina. Jakob er stjórnmálafræðinemi og hélt sitt fyrsta opinbera uppstand á Hard Rock Café á föstudagskvöldið. Ari jós Jakob lofi á Twitter-reikningi sínum eftir að hafa hlýtt á uppistand hins síðarnefnda og sagðist aldrei hafa séð „annað eins talent“. „Ég var nokkuð öruggur með þetta efni og vissi alveg að þetta myndi alveg ganga fínt fyrir sig, en þetta var rosalegt. Að vakna daginn eftir og það er komin frétt á Vísi og svona. Auðvitað er það bara rosalegur heiður að fá svona umsögn frá Ara Eldjárn. Ég sá hann í salnum og hann skellihló allan tímann.“Ari vinalegur Jakob segist ekki hafa stressast upp þegar hann sá Ara í salnum. „Hann er svo vinalegur og hefur þessa nærveru að hann er strax einhvern veginn orðinn vinur manns. Það var bara gott að hafa hann í salnum.“Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis leit við hjá Jakobi þar sem hann býr úti á Seltjarnarnesi.vísir/vilhelmHann segist hafa flutt sitt fyrsta uppistand í tíunda bekk í Hagaskóla. „Þetta var í raun einhverskonar uppistandsgjörningur fyrir Skrekksatriði og í framhaldinu á því fór ég að vera kynnir á söngkeppnum í MR og lagði mjög mikið upp úr því að semja efni milli atriða.“ Jakob segist tala af einlægni í sínu uppstandi og töluvert um fjölskyldu sína. Móðir hans er Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. „Ég tala um mömmu og pabba og mikið um frænda minn. Þau eru í Bandaríkjunum núna í ár og geta ekkert varið sig, sem er bara fínt. Svo tala ég svolítið um stjórnmál,“ segir Jakob.Vill að hver sem er geti mætt Hann sagði frá því í viðtali við Vísi í byrjun mánaðar að selst hafi upp á sýninguna á aðeins tveimur dögum. „Ég reyni að smíða efnið mitt þannig að hver sem er getur gengið inn í salinn og haft gaman af.“ Jakob segist minna fara út í brandara sem sumir myndu telja óviðeigandi „Þetta var svolítið stórt stökk fyrir mig þegar ég ákvað núna í september að halda sýningu. Ég hugsaði bara að ég ætlaði að vera með sýningu í fjörutíu mínútur á sviði og ég hef aldrei flutt svona langt. Hef bara verið í afmæli hjá félaga mínu og í afmæli hjá mömmu minni verið með einhvern korter. Það er erfitt að setja niður og fara semja grín og mér finnst þetta mest gerast þegar ég er í göngutúr eða í skólanum. Þetta verður oft til bara í samtölum og allt í einu er ég kominn með brandara.“ Hann segist oft taka upp mögulega brandara á símann sinn og reynir síðan að þróa þá. Mikið hefur verð haft samband við Jakob um helgina og hefur hann verið bókaður í gigg út í bæ. „Ég held klárlega að það sé málið að reyna halda aðra sýningu og ég fer að huga að því á næstu dögum.“ Hér að neðan má hlusta á innslagið.
Uppistand Tengdar fréttir Þreytir frumraun sína í uppistandi fyrir fullum sal á Hard Rock Jakob Birgisson, tvítugur stjórnmálafræðinemi og fjöllistamaður, mun halda sitt fyrsta uppistand á Hard Rock Café í lok þessa mánaðar. 8. október 2018 12:45 Ari Eldjárn hefur aldrei séð „annað eins talent“ Grínistinn Ari Eldjárn er afar ánægður með nýjan starfsbróður sinn, hinn tvítuga Jakob Birgisson, sem stimplaði sig rækilega inn í íslenska uppistandssenu í gær. 27. október 2018 09:19 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Þreytir frumraun sína í uppistandi fyrir fullum sal á Hard Rock Jakob Birgisson, tvítugur stjórnmálafræðinemi og fjöllistamaður, mun halda sitt fyrsta uppistand á Hard Rock Café í lok þessa mánaðar. 8. október 2018 12:45
Ari Eldjárn hefur aldrei séð „annað eins talent“ Grínistinn Ari Eldjárn er afar ánægður með nýjan starfsbróður sinn, hinn tvítuga Jakob Birgisson, sem stimplaði sig rækilega inn í íslenska uppistandssenu í gær. 27. október 2018 09:19