Gjafmildi eigandi Leicester sem forðaðist sviðsljósið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. október 2018 12:00 Fólk hefur lagt leið sína á King Power leikvanginn í morgun og lagt til blóm og kerti til minningar Srivaddhanaprabha Vísir/Getty Eigandi Leicester City Vichai Srivaddhanaprabha lést á laugardagskvöld þegar þyrla hans brotlenti fyrir utan King Power leikvanginn í Leicester. Srivaddhanaprabha forðaðist sviðsljósið, var heiðraður af konungi Tælands og borgaði upp skuldir Leicester á innan við fimm árum. Vichai Raksriaksorn fæddist 4. apríl 1958 í Bangkok, Tælandi og var því sextugur að aldri. Hann skilur eftir sig eiginkonu Aimon og fjögur börn. Hann fékk nafnið Srivaddhanaprabha árið 2012 og var það gjöf frá þáverandi konungi Tælands Bhumibol Adulyadej. Konungurinn gaf fjölskyldunni nafnið fyrir verk unnin í þágu þjóðarinnar. Srivaddhanaprabha stofnaði King Power árið 1989, þá fríhafnarverslun í miðbæ Bangok. Árið 1995 fékk King Power einkarétt á fríhafnarverslun á Don Mueang flugvellinum sem var á þeim tíma aðal flugvöllur Bangkok. Í dag er King Power með nánast einokun á fríhafnarverslun í Tælandi. Þrettán-faldaði virði Leicester á átta árumStuðningsmenn Leicester kunnu vel að meta eigandannvísir/gettyÁrið 2010 keypti Asian Football Investments, fjárfestingahópur í eigu Srivaddhanaprabha, fótboltafélagið Leicester City af viðskiptajöfrinum Milan Mandaric. Mandaric var hluti af AFI og hélt stöðu sinni sem stjórnarformaður þar til í febrúar 2011 þegar Srivaddhanaprabha tók við af honum. Á fimm árum náði Srivaddhanaprabha að koma Leicester upp í ensku úrvalsdeildina, borga upp allar skuldir félagsins og fagnaði svo Englandsmeistaratitlinum vorið 2016 eftir eitt mesta öskubuskuævintýristímabil síðustu ára. Hann keypti Leicester á 39 milljónir punda. Í úttekt sem KPMG gerði í maí síðast liðinn var félagið metið á 523 milljónir punda sem er meira heldur en verðmæti ítölsku risanna Inter og AC Mílanó. Árið 2017 keypti King Power belgíska félagið OH Leuven. Byggði veldi sitt með nánd við pólitíkusaSrivaddhanaprabha var nokkuð umdeildur innan viðskiptasamfélagsins í Tælandivísir/gettyBreska blaðið Guardian birti umfjöllun um Srivaddhanaprabha vorið 2016. Þar var haft eftir nafnlausri heimild innan viðskiptasamfélagsins í Bangkok að „Vichai byggði veldi sitt á því að umgangast stjórnmálamenn. Það er leiðin til þess að verða ríkur. Fyrir það var hann bara meðaljón.“ Samkvæmt lista Forbes var Srivaddhanaprabha fjórði ríkasti Tælendingurinn árið 2018 og var verðmæti hans 2,9 milljarðar punda. Srivaddhanaprabha var í miklu áliti á meðal elítunnar í Tælandi þar sem hann gerði mikið í því að bera boðskap Tælands um heiminn. Til dæmis um það flaug hann tælenskum munkum til Englands og lét þá blessa heimavöll Leicester sem og leikmennina. Gjafmildur og hógvær vínunnandiSrivaddhanaprabha var á bak við tjöldin í stærsta íþróttaævintýri síðustu áravísir/gettyÁ verðlaunakvöldi Leicester eftir Englandsmeistaratímabilið 2015-16 var tilkynnt að Srivaddhanaprabha hefði styrkt sjúkrahús í borginni um eina milljón punda og gaf hann öllum leikmönnum liðsins nýja BMW bifreið í þakkir fyrir afrekið. Þrátt fyrir gjafmildi var Srivaddhanaprabha ekki mikið fyrir sviðsljósið og lítið er vitað um hann og hans einkalíf. Hann bjó í London en átti einnig eign í Berkskíri þar sem hann átti nokkra hesta. Hann flaug í þyrlu sinni til og frá öllum heimaleikjum Leicester. Hann sást oft á viðburðum með meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar og hann naut lífs breska aðalsins vel. Sál Leicester CityÞyrla Srivaddhanaprabha tók á loft af miðjum vellinum á laugardagskvöld eins og hún hafði gert marg oft áður. Örfáum augnablikum síðar féll hún til jarðar á bílastæði fyrir utan leikvanginn með hörmulegum afleiðingum.vísir/gettyEftir að fréttir bárust af slysinu á laugardagskvöld hafa ýmis stór nöfn í fótboltasamfélaginu, sem og í heiminum öllum, sent frá sér samúðarkveðjur til Srivaddhanaprabha-fjölskyldunnar og er ljóst að Vichai var mjög vel liðinn í herbúðum Leicester City. Hæst heyrðist í danska landsliðsmarkverðinum Kasper Schmeichel. Hann sást hlaupa í átt að þyrlunni þegar slysið varð og er sagður hafa setið á vellinum og grátið langt fram á aðfaranótt sunnudags. „Hjarta mitt er brostið og ég er algjörlega í rusli,“ sagði Schmeichel meðal annars í kveðju sinni.pic.twitter.com/sV5uJhJSsO — Kasper Schmeichel (@kschmeichel1) October 28, 2018 Vilhjálmur prins, hertoginn af Cambridge, sagðist hafa verið heppinn að fá að kynnast Srivaddhanaprabha. „Framlag hans til íþróttarinnar í gegnum töfratímabil Leicester 2016 var svo stórt að það hreif allan heiminn. Hans verður saknað af stuðningsmönnum íþrótarinnar og öllum sem urðu þeirrar lukku aðhljótandi að þekkja hann,“ sagði hertoginn.A statement from The Duke of Cambridge on the tragic helicopter crash at Leicester City Football Club pic.twitter.com/UVQvzpUxBv — Kensington Palace (@KensingtonRoyal) October 29, 2018 Framherjinn Jamie Vardy átti erfitt með að finna réttu orðin en sagði „fyrir mér ert þú goðsögn. Ótrúlegur maður sem var sál Leicester City.“ Forsetisráðherra Bretlands Theresa May sendi fjölskyldu og vinum þeirra sem létust samúðarkveðjur og sagði sorgina sem ríkir vitnisburð um hversu mörg líf þeir sem voru um borð höfðu áhrif á.Words can’t describe how I feel. A truly great, kind, loving man who will be missed so much by everyone. I will never forget the Chairman’s support, not only during my time @LCFC but also during the World Cup RIP #TheBosspic.twitter.com/66aGjGGwX9 — Harry Maguire (@HarryMaguire93) October 28, 2018 Einn þekktasti stuðningsmaður Leicester, fyrrum landsliðsframherji Englands Gary Lineker, er stjórnandi uppgjörsþáttarins Match of the Day sem er í loftinu á BBC á laugardagskvöldum. „Við förum venjulega í loftið og segjum ykkur frá leikjunum sem við munum fjalla um í þættinum. Þetta er hins vegar ekki venjulegur laugardagur,“ sagði Lineker þegar hann opnaði þáttin og sagði svo þjóðinni frá því sem gerst hafði fyrr um kvöldið. Hann sagði síðar frá því á Twitter að þetta hafi verið erfiðasti þáttur sem hann hafi tekið upp á ferlinum.You were far too kind and supportive. Thank you for all you did for the club, for always encouraging the team and coming all the way to watch me play at the world cup. Rest on sir #thebosspic.twitter.com/RY3fjz3TLD — Ndidi Wilfred (@Ndidi25) October 28, 2018 Alls létu fimm manns lífið í slysinu. Srivaddhanaprabha, aðstoðarmenn hans tveir Nursara Suknamai og Kaveporn Punpari, flugmaðurinn Eric Swaffer og kona hans Izabela Roza Lechowicz. Rannsókn á orsökum slyssins er enn ekki lokið og ekki ljóst hvað hafi ollið falli þyrlunnar. Enski boltinn Fréttaskýringar Taíland Tengdar fréttir Eigandi Leicester einn af fimm sem fórust Leicester City hefur staðfest að eigandi knattspyrnufélagsins, Vichai Srivaddhanaprabha, hafi verið í borð í þyrlu hans sem brotlenti fyrir utan leikvang liðsins King Power Stadium í gærkvöldi. 28. október 2018 22:47 Þyrla eiganda Leicester brotlenti fyrir utan leikvang liðsins Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power, eftir leik Leicester gegn West Ham í kvöld. 27. október 2018 20:14 Hjartnæm kveðja Kasper Schmeichel: ,,Þú breyttir fótboltanum" Eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City, Vichai Srivaddhanaprabha, lést í hræðilegu þyrluslysi fyrir utan leikvang félagsins eftir leik liðsins gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. 29. október 2018 10:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Eigandi Leicester City Vichai Srivaddhanaprabha lést á laugardagskvöld þegar þyrla hans brotlenti fyrir utan King Power leikvanginn í Leicester. Srivaddhanaprabha forðaðist sviðsljósið, var heiðraður af konungi Tælands og borgaði upp skuldir Leicester á innan við fimm árum. Vichai Raksriaksorn fæddist 4. apríl 1958 í Bangkok, Tælandi og var því sextugur að aldri. Hann skilur eftir sig eiginkonu Aimon og fjögur börn. Hann fékk nafnið Srivaddhanaprabha árið 2012 og var það gjöf frá þáverandi konungi Tælands Bhumibol Adulyadej. Konungurinn gaf fjölskyldunni nafnið fyrir verk unnin í þágu þjóðarinnar. Srivaddhanaprabha stofnaði King Power árið 1989, þá fríhafnarverslun í miðbæ Bangok. Árið 1995 fékk King Power einkarétt á fríhafnarverslun á Don Mueang flugvellinum sem var á þeim tíma aðal flugvöllur Bangkok. Í dag er King Power með nánast einokun á fríhafnarverslun í Tælandi. Þrettán-faldaði virði Leicester á átta árumStuðningsmenn Leicester kunnu vel að meta eigandannvísir/gettyÁrið 2010 keypti Asian Football Investments, fjárfestingahópur í eigu Srivaddhanaprabha, fótboltafélagið Leicester City af viðskiptajöfrinum Milan Mandaric. Mandaric var hluti af AFI og hélt stöðu sinni sem stjórnarformaður þar til í febrúar 2011 þegar Srivaddhanaprabha tók við af honum. Á fimm árum náði Srivaddhanaprabha að koma Leicester upp í ensku úrvalsdeildina, borga upp allar skuldir félagsins og fagnaði svo Englandsmeistaratitlinum vorið 2016 eftir eitt mesta öskubuskuævintýristímabil síðustu ára. Hann keypti Leicester á 39 milljónir punda. Í úttekt sem KPMG gerði í maí síðast liðinn var félagið metið á 523 milljónir punda sem er meira heldur en verðmæti ítölsku risanna Inter og AC Mílanó. Árið 2017 keypti King Power belgíska félagið OH Leuven. Byggði veldi sitt með nánd við pólitíkusaSrivaddhanaprabha var nokkuð umdeildur innan viðskiptasamfélagsins í Tælandivísir/gettyBreska blaðið Guardian birti umfjöllun um Srivaddhanaprabha vorið 2016. Þar var haft eftir nafnlausri heimild innan viðskiptasamfélagsins í Bangkok að „Vichai byggði veldi sitt á því að umgangast stjórnmálamenn. Það er leiðin til þess að verða ríkur. Fyrir það var hann bara meðaljón.“ Samkvæmt lista Forbes var Srivaddhanaprabha fjórði ríkasti Tælendingurinn árið 2018 og var verðmæti hans 2,9 milljarðar punda. Srivaddhanaprabha var í miklu áliti á meðal elítunnar í Tælandi þar sem hann gerði mikið í því að bera boðskap Tælands um heiminn. Til dæmis um það flaug hann tælenskum munkum til Englands og lét þá blessa heimavöll Leicester sem og leikmennina. Gjafmildur og hógvær vínunnandiSrivaddhanaprabha var á bak við tjöldin í stærsta íþróttaævintýri síðustu áravísir/gettyÁ verðlaunakvöldi Leicester eftir Englandsmeistaratímabilið 2015-16 var tilkynnt að Srivaddhanaprabha hefði styrkt sjúkrahús í borginni um eina milljón punda og gaf hann öllum leikmönnum liðsins nýja BMW bifreið í þakkir fyrir afrekið. Þrátt fyrir gjafmildi var Srivaddhanaprabha ekki mikið fyrir sviðsljósið og lítið er vitað um hann og hans einkalíf. Hann bjó í London en átti einnig eign í Berkskíri þar sem hann átti nokkra hesta. Hann flaug í þyrlu sinni til og frá öllum heimaleikjum Leicester. Hann sást oft á viðburðum með meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar og hann naut lífs breska aðalsins vel. Sál Leicester CityÞyrla Srivaddhanaprabha tók á loft af miðjum vellinum á laugardagskvöld eins og hún hafði gert marg oft áður. Örfáum augnablikum síðar féll hún til jarðar á bílastæði fyrir utan leikvanginn með hörmulegum afleiðingum.vísir/gettyEftir að fréttir bárust af slysinu á laugardagskvöld hafa ýmis stór nöfn í fótboltasamfélaginu, sem og í heiminum öllum, sent frá sér samúðarkveðjur til Srivaddhanaprabha-fjölskyldunnar og er ljóst að Vichai var mjög vel liðinn í herbúðum Leicester City. Hæst heyrðist í danska landsliðsmarkverðinum Kasper Schmeichel. Hann sást hlaupa í átt að þyrlunni þegar slysið varð og er sagður hafa setið á vellinum og grátið langt fram á aðfaranótt sunnudags. „Hjarta mitt er brostið og ég er algjörlega í rusli,“ sagði Schmeichel meðal annars í kveðju sinni.pic.twitter.com/sV5uJhJSsO — Kasper Schmeichel (@kschmeichel1) October 28, 2018 Vilhjálmur prins, hertoginn af Cambridge, sagðist hafa verið heppinn að fá að kynnast Srivaddhanaprabha. „Framlag hans til íþróttarinnar í gegnum töfratímabil Leicester 2016 var svo stórt að það hreif allan heiminn. Hans verður saknað af stuðningsmönnum íþrótarinnar og öllum sem urðu þeirrar lukku aðhljótandi að þekkja hann,“ sagði hertoginn.A statement from The Duke of Cambridge on the tragic helicopter crash at Leicester City Football Club pic.twitter.com/UVQvzpUxBv — Kensington Palace (@KensingtonRoyal) October 29, 2018 Framherjinn Jamie Vardy átti erfitt með að finna réttu orðin en sagði „fyrir mér ert þú goðsögn. Ótrúlegur maður sem var sál Leicester City.“ Forsetisráðherra Bretlands Theresa May sendi fjölskyldu og vinum þeirra sem létust samúðarkveðjur og sagði sorgina sem ríkir vitnisburð um hversu mörg líf þeir sem voru um borð höfðu áhrif á.Words can’t describe how I feel. A truly great, kind, loving man who will be missed so much by everyone. I will never forget the Chairman’s support, not only during my time @LCFC but also during the World Cup RIP #TheBosspic.twitter.com/66aGjGGwX9 — Harry Maguire (@HarryMaguire93) October 28, 2018 Einn þekktasti stuðningsmaður Leicester, fyrrum landsliðsframherji Englands Gary Lineker, er stjórnandi uppgjörsþáttarins Match of the Day sem er í loftinu á BBC á laugardagskvöldum. „Við förum venjulega í loftið og segjum ykkur frá leikjunum sem við munum fjalla um í þættinum. Þetta er hins vegar ekki venjulegur laugardagur,“ sagði Lineker þegar hann opnaði þáttin og sagði svo þjóðinni frá því sem gerst hafði fyrr um kvöldið. Hann sagði síðar frá því á Twitter að þetta hafi verið erfiðasti þáttur sem hann hafi tekið upp á ferlinum.You were far too kind and supportive. Thank you for all you did for the club, for always encouraging the team and coming all the way to watch me play at the world cup. Rest on sir #thebosspic.twitter.com/RY3fjz3TLD — Ndidi Wilfred (@Ndidi25) October 28, 2018 Alls létu fimm manns lífið í slysinu. Srivaddhanaprabha, aðstoðarmenn hans tveir Nursara Suknamai og Kaveporn Punpari, flugmaðurinn Eric Swaffer og kona hans Izabela Roza Lechowicz. Rannsókn á orsökum slyssins er enn ekki lokið og ekki ljóst hvað hafi ollið falli þyrlunnar.
Enski boltinn Fréttaskýringar Taíland Tengdar fréttir Eigandi Leicester einn af fimm sem fórust Leicester City hefur staðfest að eigandi knattspyrnufélagsins, Vichai Srivaddhanaprabha, hafi verið í borð í þyrlu hans sem brotlenti fyrir utan leikvang liðsins King Power Stadium í gærkvöldi. 28. október 2018 22:47 Þyrla eiganda Leicester brotlenti fyrir utan leikvang liðsins Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power, eftir leik Leicester gegn West Ham í kvöld. 27. október 2018 20:14 Hjartnæm kveðja Kasper Schmeichel: ,,Þú breyttir fótboltanum" Eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City, Vichai Srivaddhanaprabha, lést í hræðilegu þyrluslysi fyrir utan leikvang félagsins eftir leik liðsins gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. 29. október 2018 10:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Eigandi Leicester einn af fimm sem fórust Leicester City hefur staðfest að eigandi knattspyrnufélagsins, Vichai Srivaddhanaprabha, hafi verið í borð í þyrlu hans sem brotlenti fyrir utan leikvang liðsins King Power Stadium í gærkvöldi. 28. október 2018 22:47
Þyrla eiganda Leicester brotlenti fyrir utan leikvang liðsins Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power, eftir leik Leicester gegn West Ham í kvöld. 27. október 2018 20:14
Hjartnæm kveðja Kasper Schmeichel: ,,Þú breyttir fótboltanum" Eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City, Vichai Srivaddhanaprabha, lést í hræðilegu þyrluslysi fyrir utan leikvang félagsins eftir leik liðsins gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. 29. október 2018 10:30