Klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. október 2018 21:30 Klónað gæludýr er eins og eineggja tvíburi upprunalega eintaksins en samspil erfða og umhverfis leiðir til þess að persónuleikinn getur verið gjörólíkur, að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrsti íslenski hundurinn verður líklega klónaður innan tíðar en slíkt kostar um sex milljónir króna. Hundurinn Sámur, sem er í eigu fyrrverandi forsetahjónanna Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorritar Moussaief, verður mögulega fyrsti klónaði íslenski hundurinn. Ólafur greindi frá því um helgina að sýni hefðu verið tekin úr Sámi og send til rannsóknarstofu í Texas. Samkvæmt verðskrá kostar 50 þúsund Bandaríkjadali, eða 6 milljónir króna, að klóna hund hjá Viagen Pets í Texas.Forstjóri Íslenskrar erfðagreininar segir klón í rauninni vera eineggja tvíbura. Samspil erfða og umhverfis geti þó leitt til ólíkra einstaklinga þar sem klónið kemur til á öðrum tíma. „Þá ertu að búa til erfðaeintak sem elst upp við annars konar kringumstæður. Þannig að ég held að Dorrit ætti ekkert að verða hissa þó að klónið af Sámi bíti hana. Þar sem klónið af Sámi gæti komið til með að haga sér svolítið öðruvísi," segir Kári Stefánsson.Dorrit og Sámur árið 2012.Fréttablaðið/StefánHann segir erfitt að nálgast upplýsingar um áreiðanleika tækninnar og tölfræði um slys við ræktunina. „Hversu stór hluti þessara tilrauna leiðir til þess að það fæðist vanskaplingur, ég veit það ekki, en er viss um að það er ekki mikið undir 10%," segir Kári. Frá því að kindin Dolly var klónuð fyrst dýra árið 1996 hafa um tuttugu tegundir verið klónaðar og þótti það sæta tíðindum þegar apar voru klónaðir í fyrsta sinn í janúar vegna skyldleika þeirra við menn. Kári telur ekki nokkurn vafa leika á því að tæknilega sé hægt að klóna manneskju. „Mér finnst þetta, þegar kemur að gæludýrum, vera að mestu leyti tækni til þess að dekra við sjálfa sig ef menn eru í þeirri efnahagslegu aðstöðu að geta það. Þegar kemur að því að klóna fólk erum við komin inn á miklu flóknara sprengjusvæði þegar kemur að viðkvæmum álitaefnum, og það eitthvað sem ég vona að menn geri ekki," segir Kári. Tengdar fréttir Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: „Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“ Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. 28. október 2018 11:11 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Klónað gæludýr er eins og eineggja tvíburi upprunalega eintaksins en samspil erfða og umhverfis leiðir til þess að persónuleikinn getur verið gjörólíkur, að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrsti íslenski hundurinn verður líklega klónaður innan tíðar en slíkt kostar um sex milljónir króna. Hundurinn Sámur, sem er í eigu fyrrverandi forsetahjónanna Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorritar Moussaief, verður mögulega fyrsti klónaði íslenski hundurinn. Ólafur greindi frá því um helgina að sýni hefðu verið tekin úr Sámi og send til rannsóknarstofu í Texas. Samkvæmt verðskrá kostar 50 þúsund Bandaríkjadali, eða 6 milljónir króna, að klóna hund hjá Viagen Pets í Texas.Forstjóri Íslenskrar erfðagreininar segir klón í rauninni vera eineggja tvíbura. Samspil erfða og umhverfis geti þó leitt til ólíkra einstaklinga þar sem klónið kemur til á öðrum tíma. „Þá ertu að búa til erfðaeintak sem elst upp við annars konar kringumstæður. Þannig að ég held að Dorrit ætti ekkert að verða hissa þó að klónið af Sámi bíti hana. Þar sem klónið af Sámi gæti komið til með að haga sér svolítið öðruvísi," segir Kári Stefánsson.Dorrit og Sámur árið 2012.Fréttablaðið/StefánHann segir erfitt að nálgast upplýsingar um áreiðanleika tækninnar og tölfræði um slys við ræktunina. „Hversu stór hluti þessara tilrauna leiðir til þess að það fæðist vanskaplingur, ég veit það ekki, en er viss um að það er ekki mikið undir 10%," segir Kári. Frá því að kindin Dolly var klónuð fyrst dýra árið 1996 hafa um tuttugu tegundir verið klónaðar og þótti það sæta tíðindum þegar apar voru klónaðir í fyrsta sinn í janúar vegna skyldleika þeirra við menn. Kári telur ekki nokkurn vafa leika á því að tæknilega sé hægt að klóna manneskju. „Mér finnst þetta, þegar kemur að gæludýrum, vera að mestu leyti tækni til þess að dekra við sjálfa sig ef menn eru í þeirri efnahagslegu aðstöðu að geta það. Þegar kemur að því að klóna fólk erum við komin inn á miklu flóknara sprengjusvæði þegar kemur að viðkvæmum álitaefnum, og það eitthvað sem ég vona að menn geri ekki," segir Kári.
Tengdar fréttir Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: „Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“ Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. 28. október 2018 11:11 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: „Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“ Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. 28. október 2018 11:11