Ólíklegt að Bandaríkjadalur gefi eftir á næstunni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 10. október 2018 06:30 Íslenska krónan hefur veikst um tæp 18 prósent gagnvart Bandaríkjadal frá lokum mars á sama tíma og krónan hefur veikst um tæp níu prósent gagnvart evru. Vísir/Getty Styrking Bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni á síðustu mánuðum hefur jákvæð áhrif á ferðaþjónustu hér á landi að mati aðalhagfræðings Kviku banka sem telur ólíklegt að styrkingin gangi til baka á næstunni. Íslenska krónan hefur veikst um tæp 18 prósent gagnvart Bandaríkjadal frá lokum mars á sama tíma og krónan hefur veikst um tæp níu prósent gagnvart evru. „Stóra skýringin er sú að það hafa orðið skil í þróun peningamála beggja vegna Atlantshafsins. Bandaríski seðlabankinn hefur hækkað vexti og hætt magnbundinni íhlutun en lítið hefur gerst í Evrópu,“ segir Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka. Kristrún segir þróunina jákvæða fyrir útflutningsgreinar og þá sérstaklega ferðaþjónustu. „Bandaríkjamenn hafa drifið áfram ferðaþjónustuna að undanförnu. Ef krónan veikist vegna innlendra þátta, og dollarinn styrkist í ofanálag, þá eykst kaupmáttur Bandaríkjamanna á Íslandi.“ Hins vegar verði innflutningur á bandarískum vörum og ferðir til Bandaríkjanna dýrari. Þá hafi vaxtahækkanir bandaríska seðlabankans orðið til þess að draga úr vaxtamun á milli Bandaríkjanna og Íslands. „Minnkun vaxtamunar gæti dregið úr eftirsókn bandarískra fjárfesta í íslenska vexti og þar með innflæði á verðbréfamarkaðinn.“ Kristrún segir að styrkingu Bandaríkjadals megi einnig rekja til vandræða í nýmarkaðsríkjum á borð við Argentínu og Tyrkland. Þar hafi fjármagn flætt úr landi og í dollaraeignir. „Ákveðinn spírall getur skapast, þar sem fjármagn leitar í dollaraeignir vegna vanda nýmarkaðsríkja sem styrkir dollarann, en styrkingin ýtir enn frekar undir vanda ríkjanna því þau skulda að miklu leyti í dollar. Ég held að það sé ólíklegt að styrkingin á dollarnum gangi til baka á næstunni þar sem mikið fjármagn getur enn leitað frá nýmarkaðsríkjunum og vaxtahækkanir eru ekki á dagskrá í Evrópu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Styrking Bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni á síðustu mánuðum hefur jákvæð áhrif á ferðaþjónustu hér á landi að mati aðalhagfræðings Kviku banka sem telur ólíklegt að styrkingin gangi til baka á næstunni. Íslenska krónan hefur veikst um tæp 18 prósent gagnvart Bandaríkjadal frá lokum mars á sama tíma og krónan hefur veikst um tæp níu prósent gagnvart evru. „Stóra skýringin er sú að það hafa orðið skil í þróun peningamála beggja vegna Atlantshafsins. Bandaríski seðlabankinn hefur hækkað vexti og hætt magnbundinni íhlutun en lítið hefur gerst í Evrópu,“ segir Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka. Kristrún segir þróunina jákvæða fyrir útflutningsgreinar og þá sérstaklega ferðaþjónustu. „Bandaríkjamenn hafa drifið áfram ferðaþjónustuna að undanförnu. Ef krónan veikist vegna innlendra þátta, og dollarinn styrkist í ofanálag, þá eykst kaupmáttur Bandaríkjamanna á Íslandi.“ Hins vegar verði innflutningur á bandarískum vörum og ferðir til Bandaríkjanna dýrari. Þá hafi vaxtahækkanir bandaríska seðlabankans orðið til þess að draga úr vaxtamun á milli Bandaríkjanna og Íslands. „Minnkun vaxtamunar gæti dregið úr eftirsókn bandarískra fjárfesta í íslenska vexti og þar með innflæði á verðbréfamarkaðinn.“ Kristrún segir að styrkingu Bandaríkjadals megi einnig rekja til vandræða í nýmarkaðsríkjum á borð við Argentínu og Tyrkland. Þar hafi fjármagn flætt úr landi og í dollaraeignir. „Ákveðinn spírall getur skapast, þar sem fjármagn leitar í dollaraeignir vegna vanda nýmarkaðsríkja sem styrkir dollarann, en styrkingin ýtir enn frekar undir vanda ríkjanna því þau skulda að miklu leyti í dollar. Ég held að það sé ólíklegt að styrkingin á dollarnum gangi til baka á næstunni þar sem mikið fjármagn getur enn leitað frá nýmarkaðsríkjunum og vaxtahækkanir eru ekki á dagskrá í Evrópu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira