Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Sveinn Arnarsson skrifar 10. október 2018 06:30 Byggðalögin Patreksfjörður og Bíldudalur eru hluti af sveitarfélaginu Vesturbyggð. Fréttablaðið/Pjetur Vestfirðir Eftir áratuga neikvæða byggðaþróun á Vestfjörðum hafa aukin umsvif laxeldis í fjórðungnum snúið neikvæðri þróun í jákvæða. Íbúum fjölgar, sér í lagi í Vesturbyggð, og almenn jákvæðni ríkir með tilkomu þessarar nýju atvinnugreinar. Ef íbúaþróun er skoðuð síðustu átján árin má sjá að fækkun er í öllum sveitarfélögum í fjórðungnum. Hins vegar, ef við skoðum síðustu átta ár sést að Vesturbyggð sker sig úr hvað varðar byggðaþróun og hefur fjölgun orðið í sveitarfélaginu um tíu prósent á þessum tíma. Jafnframt, ef við skoðum þróunina frá árinu 2016 sést að það fjölgar í öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum ef frá eru talin sveitarfélögin á Ströndum, Árneshreppur og Strandabyggð. Á þessum þremur árum hefur laxeldi vaxið hratt og skapað fjölda nýrra starfa í fjórðungnum, sér í lagi á sunnanverðum Vestfjörðum, sem hafa átt í erfiðleikum síðustu áratugina.Rebekka Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Vesturbyggðar.Samfélögin fyrir vestan standa frammi fyrir þeim veruleika að ef laxeldi myndi leggjast af á Vestfjörðum myndu um 300 störf hverfa úr fjórðungnum sem myndi skapa erfiða stöðu fyrir bæði sveitarfélög og íbúa á svæðinu. Rebekka Hilmarsdóttir, nýráðinn sveitarstjóri Vesturbyggðar, segir laxeldi skipta höfuðmáli fyrir framþróun og vöxt byggðanna, bæði á sunnanverðum Vestfjörðum og í Ísafjarðardjúpi. Laxeldinu fylgi mikil umsvif sem sunnanverðir Vestfirðir hafi ekki séð áður í byggðasögu Vestfjarða. „Laxeldi hefur gjörbreytt stöðunni í Vesturbyggð. Íbúasamsetningin hefur einnig breyst því hingað til okkar hafa streymt barnafjölskyldur og menntunarstig hefur hækkað. Því skiptir þessi atvinnugrein sköpum fyrir okkur.“ Bíldudalur, byggðarlag innan Vesturbyggðar, er meðal brothættra byggða á vegum Byggðastofnunar. Íbúaþróun þar hefur snúist við allra síðustu ár, með bjartari horfum í atvinnulífi staðarins. Miklar breytingar hafa orðið vegna starfsemi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, en þar starfar fjöldi íbúa byggðarlagsins. Starfsemi fyrirtækisins hefur aukist jafnt og þétt allt frá árinu 2012 og er það nú orðið stærsti vinnuveitandi staðarins. „Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir íbúa. Hér áður fyrr var sveitarfélagið stærsti vinnustaðurinn en Arnarlax hefur farið fram úr bænum hvað það varðar. Þetta hefur áhrif á afkomu sveitarfélagsins og íbúa. Við sjáum það í Vesturbyggð að tekjur sveitarfélagsins hafa aukist mikið samfara uppgangi í laxeldinu,“ segir Rebekka.Helga Vala Helgadóttir (S) „Hvernig ætlum við að réttlæta það í framtíðinni að hafa klárað þetta mál með þessum hætti? Hvaða fordæmi erum við að setja inn í framtíðina, herra forseti? Í þessu einstaka máli er ekkert fjallað um efnishlið málsins. […] Í þessu máli er ekki um stórtjón að ræða.“Halla Signý Kristjánsdóttir (B) „Hér er um að ræða byggðavá sem við verðum að bregðast við og við getum gert það með þessum einfalda hætti og virkjað það meðalhóf sem er í stjórnsýslunni. [...] Hvað annað eigum við að gera?“Inga Sæland (F) „Ég er ekki komin hér til að verja laxeldi. Það er alveg á hreinu. Ég kem hér til að verja brothætta byggð sem er brothætt í kjölfar þessa frábæra framsals kvótans á sínum tíma. Við eigum hér brothættar byggðir allt í kringum landið.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (C) „Almannahagsmunirnir eru samfélagsins fyrir vestan og einnig fyrir okkur öll. […] Við viljum halda landinu okkar í byggð. Þá ber okkur að taka alvarlega aðstæður sem ógna tilveru fjölskyldna, sama hvar á landinu það er.“ Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Strandabyggð Vesturbyggð Tengdar fréttir 310 milljóna hagnaður Fiskisunds Fjárfestingafélagið Fiskisund, sem er næststærsti eigandi Arnarlax með 8,4 prósenta hlut, hagnaðist um ríflega 310 milljónir króna á síðasta ári, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins. 10. október 2018 06:30 Fiskeldisfrumvarpið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum Frumvarp sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra um rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækja til bráðabirgða var samþykkt um hálf tólf leytið i kvöld með 45 atkvæðum. Sex þingmenn sátu hjá. 9. október 2018 23:32 Stjórnvöld björguðu lánalínu Arctic Fish á síðustu stundu Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar veitir ráðherra heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi til laxeldisfyrirtækja. 9. október 2018 06:30 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Vestfirðir Eftir áratuga neikvæða byggðaþróun á Vestfjörðum hafa aukin umsvif laxeldis í fjórðungnum snúið neikvæðri þróun í jákvæða. Íbúum fjölgar, sér í lagi í Vesturbyggð, og almenn jákvæðni ríkir með tilkomu þessarar nýju atvinnugreinar. Ef íbúaþróun er skoðuð síðustu átján árin má sjá að fækkun er í öllum sveitarfélögum í fjórðungnum. Hins vegar, ef við skoðum síðustu átta ár sést að Vesturbyggð sker sig úr hvað varðar byggðaþróun og hefur fjölgun orðið í sveitarfélaginu um tíu prósent á þessum tíma. Jafnframt, ef við skoðum þróunina frá árinu 2016 sést að það fjölgar í öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum ef frá eru talin sveitarfélögin á Ströndum, Árneshreppur og Strandabyggð. Á þessum þremur árum hefur laxeldi vaxið hratt og skapað fjölda nýrra starfa í fjórðungnum, sér í lagi á sunnanverðum Vestfjörðum, sem hafa átt í erfiðleikum síðustu áratugina.Rebekka Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Vesturbyggðar.Samfélögin fyrir vestan standa frammi fyrir þeim veruleika að ef laxeldi myndi leggjast af á Vestfjörðum myndu um 300 störf hverfa úr fjórðungnum sem myndi skapa erfiða stöðu fyrir bæði sveitarfélög og íbúa á svæðinu. Rebekka Hilmarsdóttir, nýráðinn sveitarstjóri Vesturbyggðar, segir laxeldi skipta höfuðmáli fyrir framþróun og vöxt byggðanna, bæði á sunnanverðum Vestfjörðum og í Ísafjarðardjúpi. Laxeldinu fylgi mikil umsvif sem sunnanverðir Vestfirðir hafi ekki séð áður í byggðasögu Vestfjarða. „Laxeldi hefur gjörbreytt stöðunni í Vesturbyggð. Íbúasamsetningin hefur einnig breyst því hingað til okkar hafa streymt barnafjölskyldur og menntunarstig hefur hækkað. Því skiptir þessi atvinnugrein sköpum fyrir okkur.“ Bíldudalur, byggðarlag innan Vesturbyggðar, er meðal brothættra byggða á vegum Byggðastofnunar. Íbúaþróun þar hefur snúist við allra síðustu ár, með bjartari horfum í atvinnulífi staðarins. Miklar breytingar hafa orðið vegna starfsemi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, en þar starfar fjöldi íbúa byggðarlagsins. Starfsemi fyrirtækisins hefur aukist jafnt og þétt allt frá árinu 2012 og er það nú orðið stærsti vinnuveitandi staðarins. „Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir íbúa. Hér áður fyrr var sveitarfélagið stærsti vinnustaðurinn en Arnarlax hefur farið fram úr bænum hvað það varðar. Þetta hefur áhrif á afkomu sveitarfélagsins og íbúa. Við sjáum það í Vesturbyggð að tekjur sveitarfélagsins hafa aukist mikið samfara uppgangi í laxeldinu,“ segir Rebekka.Helga Vala Helgadóttir (S) „Hvernig ætlum við að réttlæta það í framtíðinni að hafa klárað þetta mál með þessum hætti? Hvaða fordæmi erum við að setja inn í framtíðina, herra forseti? Í þessu einstaka máli er ekkert fjallað um efnishlið málsins. […] Í þessu máli er ekki um stórtjón að ræða.“Halla Signý Kristjánsdóttir (B) „Hér er um að ræða byggðavá sem við verðum að bregðast við og við getum gert það með þessum einfalda hætti og virkjað það meðalhóf sem er í stjórnsýslunni. [...] Hvað annað eigum við að gera?“Inga Sæland (F) „Ég er ekki komin hér til að verja laxeldi. Það er alveg á hreinu. Ég kem hér til að verja brothætta byggð sem er brothætt í kjölfar þessa frábæra framsals kvótans á sínum tíma. Við eigum hér brothættar byggðir allt í kringum landið.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (C) „Almannahagsmunirnir eru samfélagsins fyrir vestan og einnig fyrir okkur öll. […] Við viljum halda landinu okkar í byggð. Þá ber okkur að taka alvarlega aðstæður sem ógna tilveru fjölskyldna, sama hvar á landinu það er.“
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Strandabyggð Vesturbyggð Tengdar fréttir 310 milljóna hagnaður Fiskisunds Fjárfestingafélagið Fiskisund, sem er næststærsti eigandi Arnarlax með 8,4 prósenta hlut, hagnaðist um ríflega 310 milljónir króna á síðasta ári, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins. 10. október 2018 06:30 Fiskeldisfrumvarpið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum Frumvarp sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra um rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækja til bráðabirgða var samþykkt um hálf tólf leytið i kvöld með 45 atkvæðum. Sex þingmenn sátu hjá. 9. október 2018 23:32 Stjórnvöld björguðu lánalínu Arctic Fish á síðustu stundu Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar veitir ráðherra heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi til laxeldisfyrirtækja. 9. október 2018 06:30 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
310 milljóna hagnaður Fiskisunds Fjárfestingafélagið Fiskisund, sem er næststærsti eigandi Arnarlax með 8,4 prósenta hlut, hagnaðist um ríflega 310 milljónir króna á síðasta ári, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins. 10. október 2018 06:30
Fiskeldisfrumvarpið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum Frumvarp sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra um rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækja til bráðabirgða var samþykkt um hálf tólf leytið i kvöld með 45 atkvæðum. Sex þingmenn sátu hjá. 9. október 2018 23:32
Stjórnvöld björguðu lánalínu Arctic Fish á síðustu stundu Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar veitir ráðherra heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi til laxeldisfyrirtækja. 9. október 2018 06:30