McGregor þurfti að játa sig sigraðann í stærsta bardaga í sögu UFC aðfaranótt sunnudagsins þegar að hann var hengdur í fjórðu lotu á móti Khabib Nurmagomedov í Las Vegas.
Svona læknisbönn eru daglegt brauð í UFC en í heildina voru þrettán bardagakappar sem að börðust sama kvöld settir í tímabundið bann frá æfingum og keppni.
McGregor má ekki taka á því á æfingum fyrr en 28. október og hann má ekki berjast aftur fyrr en 6. nóvember. Það stendur þó ekkert til að hann berjist aftur svo snemma.
Enn á eftir að greiða almennilega úr látunum sem urðu eftir bardagann þegar að Khabib stökk út úr búrinu og réðst að félaga Conor og á sama tíma fóru vinir Khabib inn í búrið og réðust á Conor sjálfan.
Dagestaninn hefur beðist afsökunar en íþróttanefnd Nevadaríkis hélt eftir verðlaunafé hans fyrir bardagann á meðan Conor fékk sínar 57 milljónir dollara fyrir að tapa að honum loknum.