„Langflestar“ flugfreyjur Icelandair völdu fullt starf Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2018 11:57 Tilboð Icelandair kom illa við margar flugfreyjur félagsins. Vísir/Vilhelm Meirihluti flugfreyja og flugþjóna í hlutastarfi hjá Icelandair, sem gert var að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna, valdi fyrri kostinn. Þetta kemur fram í skriflegu svari Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa flugfélagsins, við fyrirspurn Vísis. Alls fengu 118 flugfreyjur og þjónar þennan afarkost en Guðjón getur ekki upplýst um nákvæman fjölda þeirra sem þáðu boð um fulla vinnu. Aðeins að um „langflesta“ sé að ræða. Formaður Flugfreyjufélags Íslands, Berglind Hafsteinsdóttir, segir að félagið hafi ekki heldur nákvæmar upplýsingar um þennan fjölda. Flugfreyjufélagið hafi ekki farið þess á leit við félagsmenn sína að þeir gerðu grein fyrir ákvörðun sinni.Sjá einnig: Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Berglind segir þó að upplýsingafulltrúi Icelandair fari með rétt mál. Flestir hafi þegið boðið - en þó ekki allir. Þar að auki, segir Berglind, að flestir þeirra sem þáðu boð um fulla vinnu hafi gert það „með fyrirvara um lögmæti aðgerða í þeirri von að ákvörðunin verði afturkölluð á seinni stigum máls.“ Í samtali við Vísi á sínum tíma sagði starfandi forstjóri Icelandair að gengið yrði frá starfslokum þeirra sem ekki myndu ganga að tilboði flugfélagsins. Þetta eigi þó ekki við þá sem starfað hafa hjá félaginu í þrjátíu ár eða lengur eða náð 55 ára aldri. Þeim bauðst áframhaldandi hlutastarf. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Segir Icelandair ekki hafa sýnt fram á ávinning Flugfreyjuélag Íslands hefur mótmælt ákvörðuninni harðlega. 25. september 2018 08:00 Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44 Flugfreyjur standa frammi fyrir fordæmislausri baráttu Flugfreyjufélag Íslands hefur undirbúið stefnu til Félagsdóms vegna ákvörðunar Icelandair um að flugfreyjur skuli aðeins vinna fullt starf. 20. september 2018 12:23 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Meirihluti flugfreyja og flugþjóna í hlutastarfi hjá Icelandair, sem gert var að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna, valdi fyrri kostinn. Þetta kemur fram í skriflegu svari Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa flugfélagsins, við fyrirspurn Vísis. Alls fengu 118 flugfreyjur og þjónar þennan afarkost en Guðjón getur ekki upplýst um nákvæman fjölda þeirra sem þáðu boð um fulla vinnu. Aðeins að um „langflesta“ sé að ræða. Formaður Flugfreyjufélags Íslands, Berglind Hafsteinsdóttir, segir að félagið hafi ekki heldur nákvæmar upplýsingar um þennan fjölda. Flugfreyjufélagið hafi ekki farið þess á leit við félagsmenn sína að þeir gerðu grein fyrir ákvörðun sinni.Sjá einnig: Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Berglind segir þó að upplýsingafulltrúi Icelandair fari með rétt mál. Flestir hafi þegið boðið - en þó ekki allir. Þar að auki, segir Berglind, að flestir þeirra sem þáðu boð um fulla vinnu hafi gert það „með fyrirvara um lögmæti aðgerða í þeirri von að ákvörðunin verði afturkölluð á seinni stigum máls.“ Í samtali við Vísi á sínum tíma sagði starfandi forstjóri Icelandair að gengið yrði frá starfslokum þeirra sem ekki myndu ganga að tilboði flugfélagsins. Þetta eigi þó ekki við þá sem starfað hafa hjá félaginu í þrjátíu ár eða lengur eða náð 55 ára aldri. Þeim bauðst áframhaldandi hlutastarf.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Segir Icelandair ekki hafa sýnt fram á ávinning Flugfreyjuélag Íslands hefur mótmælt ákvörðuninni harðlega. 25. september 2018 08:00 Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44 Flugfreyjur standa frammi fyrir fordæmislausri baráttu Flugfreyjufélag Íslands hefur undirbúið stefnu til Félagsdóms vegna ákvörðunar Icelandair um að flugfreyjur skuli aðeins vinna fullt starf. 20. september 2018 12:23 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Segir Icelandair ekki hafa sýnt fram á ávinning Flugfreyjuélag Íslands hefur mótmælt ákvörðuninni harðlega. 25. september 2018 08:00
Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44
Flugfreyjur standa frammi fyrir fordæmislausri baráttu Flugfreyjufélag Íslands hefur undirbúið stefnu til Félagsdóms vegna ákvörðunar Icelandair um að flugfreyjur skuli aðeins vinna fullt starf. 20. september 2018 12:23