Andskoti hart að vera enn að standa í þessu tíu árum seinna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2018 09:00 Agnes og Jói hafa verið í Noregi undanfarin sjö ár. Agnes Arnardóttir og Jóhannes Sigursveinsson ætla að taka einn dag í einu og reyna að taka slaginn á Íslandi eftir það sem þau kalla sjö ára útlegð í Noregi. Agnes er orðin verkefnastjóri hjá Vestfjarðarstofu á Þingeyri en hjónin fóru illa út úr hruninu haustið 2008. „Ég er komin heim og búin að fá vinnu. Jói er enn úti en kemur heim í lok mánaðar. Hann á enn eftir að fá vinnu,“ segir Agnes í samtali við Vísi. Hún leigir íbúð en þarf að fá uppáskrift til að mega það enda þau hjónin á vanskilaskrá eftir að hafa misst húsið sitt á sínum tíma. „Það er andskoti hart að vera enn að standa í þessu tíu árum seinna,“ segir Agnes. Þau hjónin sögðu sögu sína í þættinum Nýja Ísland á Stöð 2 á dögunum. Agnes Arnardóttir er flutt á Þingeyri.Vísir Ólýsanlegt hve erfitt var að standa ekki í skilum Þau Agnes og Jóhannes tóku myntkörfulán hjá Landsbankanum fyrir hrun til að byggja húsnæði undir gólfefnaverslun sína á Akureyri. Eftir hrun hækkaði lánið og samningar við bankann skiluðu litlu. Þau stóðu frammi fyrir því að leggja heimilið að veði í samningsgerðinni. Þá þyrftu þau að skipta um kennitölu, eitthvað sem Agnes gat ekki hugsað sér. „Hvernig átti ég að fara að bjarga mínum eigin rassi og láta aðra bera skellinn? Það hvarfalaði bara ekki að mér.“ Hún hafi reynt að semja við bankann um að greiða 64 milljóna króna lán á 25 árum með eðlilegum vöxtum.„Ég ætla ekki að lýsa því hve erfitt það var að geta ekki staðið í skilum. Það var hrikalega erfitt.“Agnes og Jói bera Landsbankanum ekki vel söguna.vísir/vilhelmÞau völdu að leggja heimilið að veði fyrir fyrirtæki sitt. Næstu ár skipust þau á að fara til Noregs að vinna. Agnes á sumrin og Jóhannes á veturna. „2013 þá skelltum við í lás og játuðum okkur sigruð. Tókum Norrænu og yfirgáfum landið.“Í júlí síðastliðnum voru þau komin í erfiða stöðu. Bæði atvinnulaus og mikil óvissa um framhaldið. Heimilið var tekið af þeim þegar þau yfirgáfu Ísland 2013. Jóhannes fékk hjartaáfall og tók tólf mínútur að „ná honum til baka“. Í framhaldinu fékk hann uppsagnarbréf. Þau lýsa erfiðleikum sínum við að snúa aftur til Íslands. Þau séu útskúfuð, á vanskilaskrá af því þau misstu heimili sitt og fyrirtæki.„Ég lenti í slag við bankana og missti allt. Húsið og fyrirtækið. Þau eru liðin mörg ár,“ segir Agnes. „Menn fá uppreisn æru fyrir hræðilegri hluti en að hafa fengið lán í Landsbankanum,“ segir Agnes. Þau segjast eiga erfitt með að lesa í blöðunum um hin og þessi fyrirtækin sem lifi áfram á kennitöluflakki.„Maður les í blöðunum að menn og konur með fyrirtæki geti skipt um kennitölur bara eins og að skipta um skítuga sokka, og alltaf haldið áfram,“ segir Jóhannes. „Svo er fólk sem neitar að skipta um kennitölu og reynir að halda haus, reynir að borga sínar skuldir, semja um að borga sínar skuldir. Það er sett á kaldan klaka. Það er sett í útlegð.“Jóhannes lýsir símtali sem hann fékk um árið þar sem hann var beðinn um að gefa upp söluhagnað á húsinu þeirra norðan heiða. „Þeir höfðu reiknað út að ég ætti að borga 2,5 milljónir í söluskatt. Bankinn hirti bara húsið, ég hef aldrei fengið neitt uppgjör,“ segir Jóhannes. Hann hafi skrifað „þjófnaður“ á skattskýrsluna.„Við sitjum hérna og vitum ekkert hvað við eigum að gera. Við erum á svörtum lista. Þetta er svo fáránlegt dæmi þetta hrun, það lenti á saklausu fólki.“Rætt er við þau Agnes og Jóhannes í síðari hluta myndarinnar Nýja Ísland sem sjá má hér að neðan. Sem fyrr segir eru þau nú flutt til Íslands og búa á Þingeyri. Umfjöllunin um Agnes og Jóhann hefst eftir 23 mínútur í spilaranum. Tíu ár frá hruni Tengdar fréttir Stefnuvottarnir koma alltaf um kvöldmatarleytið Tíu árum eftir hrun vita Björn Arnarson og Halla Sigrún Gylfadóttir, hjón með tvö börn í hálfkláruðu húsi, loksins hvað þau skulda Arion banka. 5. október 2018 11:00 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjá meira
Agnes Arnardóttir og Jóhannes Sigursveinsson ætla að taka einn dag í einu og reyna að taka slaginn á Íslandi eftir það sem þau kalla sjö ára útlegð í Noregi. Agnes er orðin verkefnastjóri hjá Vestfjarðarstofu á Þingeyri en hjónin fóru illa út úr hruninu haustið 2008. „Ég er komin heim og búin að fá vinnu. Jói er enn úti en kemur heim í lok mánaðar. Hann á enn eftir að fá vinnu,“ segir Agnes í samtali við Vísi. Hún leigir íbúð en þarf að fá uppáskrift til að mega það enda þau hjónin á vanskilaskrá eftir að hafa misst húsið sitt á sínum tíma. „Það er andskoti hart að vera enn að standa í þessu tíu árum seinna,“ segir Agnes. Þau hjónin sögðu sögu sína í þættinum Nýja Ísland á Stöð 2 á dögunum. Agnes Arnardóttir er flutt á Þingeyri.Vísir Ólýsanlegt hve erfitt var að standa ekki í skilum Þau Agnes og Jóhannes tóku myntkörfulán hjá Landsbankanum fyrir hrun til að byggja húsnæði undir gólfefnaverslun sína á Akureyri. Eftir hrun hækkaði lánið og samningar við bankann skiluðu litlu. Þau stóðu frammi fyrir því að leggja heimilið að veði í samningsgerðinni. Þá þyrftu þau að skipta um kennitölu, eitthvað sem Agnes gat ekki hugsað sér. „Hvernig átti ég að fara að bjarga mínum eigin rassi og láta aðra bera skellinn? Það hvarfalaði bara ekki að mér.“ Hún hafi reynt að semja við bankann um að greiða 64 milljóna króna lán á 25 árum með eðlilegum vöxtum.„Ég ætla ekki að lýsa því hve erfitt það var að geta ekki staðið í skilum. Það var hrikalega erfitt.“Agnes og Jói bera Landsbankanum ekki vel söguna.vísir/vilhelmÞau völdu að leggja heimilið að veði fyrir fyrirtæki sitt. Næstu ár skipust þau á að fara til Noregs að vinna. Agnes á sumrin og Jóhannes á veturna. „2013 þá skelltum við í lás og játuðum okkur sigruð. Tókum Norrænu og yfirgáfum landið.“Í júlí síðastliðnum voru þau komin í erfiða stöðu. Bæði atvinnulaus og mikil óvissa um framhaldið. Heimilið var tekið af þeim þegar þau yfirgáfu Ísland 2013. Jóhannes fékk hjartaáfall og tók tólf mínútur að „ná honum til baka“. Í framhaldinu fékk hann uppsagnarbréf. Þau lýsa erfiðleikum sínum við að snúa aftur til Íslands. Þau séu útskúfuð, á vanskilaskrá af því þau misstu heimili sitt og fyrirtæki.„Ég lenti í slag við bankana og missti allt. Húsið og fyrirtækið. Þau eru liðin mörg ár,“ segir Agnes. „Menn fá uppreisn æru fyrir hræðilegri hluti en að hafa fengið lán í Landsbankanum,“ segir Agnes. Þau segjast eiga erfitt með að lesa í blöðunum um hin og þessi fyrirtækin sem lifi áfram á kennitöluflakki.„Maður les í blöðunum að menn og konur með fyrirtæki geti skipt um kennitölur bara eins og að skipta um skítuga sokka, og alltaf haldið áfram,“ segir Jóhannes. „Svo er fólk sem neitar að skipta um kennitölu og reynir að halda haus, reynir að borga sínar skuldir, semja um að borga sínar skuldir. Það er sett á kaldan klaka. Það er sett í útlegð.“Jóhannes lýsir símtali sem hann fékk um árið þar sem hann var beðinn um að gefa upp söluhagnað á húsinu þeirra norðan heiða. „Þeir höfðu reiknað út að ég ætti að borga 2,5 milljónir í söluskatt. Bankinn hirti bara húsið, ég hef aldrei fengið neitt uppgjör,“ segir Jóhannes. Hann hafi skrifað „þjófnaður“ á skattskýrsluna.„Við sitjum hérna og vitum ekkert hvað við eigum að gera. Við erum á svörtum lista. Þetta er svo fáránlegt dæmi þetta hrun, það lenti á saklausu fólki.“Rætt er við þau Agnes og Jóhannes í síðari hluta myndarinnar Nýja Ísland sem sjá má hér að neðan. Sem fyrr segir eru þau nú flutt til Íslands og búa á Þingeyri. Umfjöllunin um Agnes og Jóhann hefst eftir 23 mínútur í spilaranum.
Tíu ár frá hruni Tengdar fréttir Stefnuvottarnir koma alltaf um kvöldmatarleytið Tíu árum eftir hrun vita Björn Arnarson og Halla Sigrún Gylfadóttir, hjón með tvö börn í hálfkláruðu húsi, loksins hvað þau skulda Arion banka. 5. október 2018 11:00 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjá meira
Stefnuvottarnir koma alltaf um kvöldmatarleytið Tíu árum eftir hrun vita Björn Arnarson og Halla Sigrún Gylfadóttir, hjón með tvö börn í hálfkláruðu húsi, loksins hvað þau skulda Arion banka. 5. október 2018 11:00