Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Heimir Már Pétursson skrifar 10. október 2018 19:15 Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækk Formenn nítján félaga innan Starfsgreinasambandsins komu saman til fundar í dag til að leggja lokahönd á kröfugerð sambandsins fyrir komandi samninga í stað þeirra sem renna út um áramótin. Fundurinn var nýbyrjaður þegar eldvarnarkerfi húss Alþýðusambandsins og Eflingar fór í gang og öllum var gert að yfirgefa húsið. Hvort það sé til marks um hitann í komandi kjaraviðræðum skal hins vegar ósagt látið, en ljóst er að launakrafan er langt fyrir ofan það sem Samtök atvinnulífsins hafa talað um. Krafist er að lágmarkslaun og þar með lægsti taxti verði 425 þúsund krónur í lok samningstímans sem verði þrjú ár. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins telur félögin ekki spenna bogann of hátt. „Og við erum líka að tala um að ef stjórnvöld koma myndarlega á móti okkur geti þessi tala breyst. Ég tel að við séum ekki að spenna bogann of hátt. Við teljum raunhæft að ná þessu á þriggja ára tímabili,“ segir Björn. Þá verði um krónutöluhækkanir að ræða með tryggingum fyrir því að það skili sér ekki í enn meiri prósentuhækkunum þeirra hæst launuðu án bóta. Sérstök ungmennalaun fyrir 18 ára og eldri afnumin og miðað við grunnlaun þess í stað.Fundargestir þurftu að gjöra svo vel að drífa sig út af fundi þegar brunabjalla hringdi.Vísir/SigurjónÞið viljið einnig gera breytingar á vinnuvikunni. Telur þú líklegt að þær kröfur nái í gegn?„Það er mikil krafa hjá okkar félagsmönnum að stytta vinnuvikuna. Okkar krafa er að hún fari á samningstímanum í 32 tíma,“ segir Björn. Og þá án þess að laun lækki.Þá verði vinnuskylda í vaktavinnu 80 prósent af dagvinnutíma og fyrir það greidd full laun. Orlofsdögum verði fjölgað úr 24 í 25, orlofs- og desemberuppbætur verði hækkaðar, bætt inn tveimur vetrarfrídögum og 1. maí skilgreindur sem stórhátíðardagur. En félögin gera líka miklar kröfur á ríkisvaldið. Persónuafsláttur verði tvöfaldaður á lægstu laun og hann verði þrepaskiptur.„Þannig að það geti þýtt að þeir sem eru með hærri laun fái kannski minni eða engan persónuafslátt. Við viljum líka hækka hátekjuskatt, fjármagnstekjuskatt og ýmislegt annað til að borga þetta. Þannig að við erum líka með lausnir á því hvernig við viljum fjármagna það sem við erum að fara fram á,“ segir Björn.Þá verði gerðar breytingar á vaxta- og barnabótakerfinu.Kröfugerð Starfsgreinasambandsins má nálgasthéroghér. Kjaramál Tengdar fréttir Ný breiðfylking að myndast innan verkalýðshreyfingarinnar Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins. 5. október 2018 20:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækk Formenn nítján félaga innan Starfsgreinasambandsins komu saman til fundar í dag til að leggja lokahönd á kröfugerð sambandsins fyrir komandi samninga í stað þeirra sem renna út um áramótin. Fundurinn var nýbyrjaður þegar eldvarnarkerfi húss Alþýðusambandsins og Eflingar fór í gang og öllum var gert að yfirgefa húsið. Hvort það sé til marks um hitann í komandi kjaraviðræðum skal hins vegar ósagt látið, en ljóst er að launakrafan er langt fyrir ofan það sem Samtök atvinnulífsins hafa talað um. Krafist er að lágmarkslaun og þar með lægsti taxti verði 425 þúsund krónur í lok samningstímans sem verði þrjú ár. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins telur félögin ekki spenna bogann of hátt. „Og við erum líka að tala um að ef stjórnvöld koma myndarlega á móti okkur geti þessi tala breyst. Ég tel að við séum ekki að spenna bogann of hátt. Við teljum raunhæft að ná þessu á þriggja ára tímabili,“ segir Björn. Þá verði um krónutöluhækkanir að ræða með tryggingum fyrir því að það skili sér ekki í enn meiri prósentuhækkunum þeirra hæst launuðu án bóta. Sérstök ungmennalaun fyrir 18 ára og eldri afnumin og miðað við grunnlaun þess í stað.Fundargestir þurftu að gjöra svo vel að drífa sig út af fundi þegar brunabjalla hringdi.Vísir/SigurjónÞið viljið einnig gera breytingar á vinnuvikunni. Telur þú líklegt að þær kröfur nái í gegn?„Það er mikil krafa hjá okkar félagsmönnum að stytta vinnuvikuna. Okkar krafa er að hún fari á samningstímanum í 32 tíma,“ segir Björn. Og þá án þess að laun lækki.Þá verði vinnuskylda í vaktavinnu 80 prósent af dagvinnutíma og fyrir það greidd full laun. Orlofsdögum verði fjölgað úr 24 í 25, orlofs- og desemberuppbætur verði hækkaðar, bætt inn tveimur vetrarfrídögum og 1. maí skilgreindur sem stórhátíðardagur. En félögin gera líka miklar kröfur á ríkisvaldið. Persónuafsláttur verði tvöfaldaður á lægstu laun og hann verði þrepaskiptur.„Þannig að það geti þýtt að þeir sem eru með hærri laun fái kannski minni eða engan persónuafslátt. Við viljum líka hækka hátekjuskatt, fjármagnstekjuskatt og ýmislegt annað til að borga þetta. Þannig að við erum líka með lausnir á því hvernig við viljum fjármagna það sem við erum að fara fram á,“ segir Björn.Þá verði gerðar breytingar á vaxta- og barnabótakerfinu.Kröfugerð Starfsgreinasambandsins má nálgasthéroghér.
Kjaramál Tengdar fréttir Ný breiðfylking að myndast innan verkalýðshreyfingarinnar Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins. 5. október 2018 20:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Ný breiðfylking að myndast innan verkalýðshreyfingarinnar Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins. 5. október 2018 20:00