Stjarnan með fullt hús stiga Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. október 2018 21:13 Rodriguez átti frábæran leik gegn Keflavík í fyrstu umferð og hélt uppteknum hætti áfram í kvöld Vísir Stjarnan vann sinn annan leik í röð þegar liðið lagði nýliða KR í kvöld. Skallagrímur vann nauman sigur á Breiðabliki í Borgarnesi. Stjarnan vann sterkan útisigur á Keflavík í fyrstu umferð Domino's deildar kvenna í síðustu viku. Liðið mætti nýliðum KR í Vesturbænum í kvöld. Það stefndi í mikinn yfirburðasigur Stjörnunnar eftir fyrsta leikhlutann. Í honum náði KR aðeins að setja niður fjögur stig á meðan Stjarnan skoraði 19. KR-ingar unnu þó annan leikhluta og náðu að laga stöðuna aðeins, 27-39 staðan í hálfleik. Í fjórða leikhluta náðu heimakonur að töfra fram endurkomu en hún dugði ekki til, Stjarnan fór með fjögurra stiga sigur 74-78. Í Fjósinu í Borgarnesi byrjaði leikur heimakvenna í Skallagrími og Breiðabliks aðeins jafnari, en Skallagrímur var þó með átta stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann og níu stiga forystu, 43-34, þegar flautað var til hálfleiks. Gestirnir úr Kópavogi unnu þriðja leikhlutann með einu stigi en náðu að höggva vel í forskot heimakvenna í þeim fjórða. Kelly Faris jafnaði leikinn af vítalínunni þegar fjórar mínútur voru eftir. Síðustu mínúturnar var leikurinn í járnum. Ragnheiður Björk Einarsdóttir kom Blikum yfir en Skallagrímur skoraði næstu þrjár körfur og var með fjögurra stiga forystu þegar 40 sekúndur lifðu af leiknum. Faris setti þriggja stiga körfu og minnkaði muninn í eitt stig en lengra komust Blikar ekki, eins stigs sigur Skallagríms 76-75 staðreynd.Skallagrímur-Breiðablik 76-75 (25-17, 18-17, 21-22, 12-19) Skallagrímur: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 24/11 fráköst/5 stoðsendingar, Shequila Joseph 20/11 fráköst/3 varin skot, Bryesha Blair 14/4 fráköst, Maja Michalska 9/4 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 4/7 fráköst, Arna Hrönn Ámundadóttir 3, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 2.Breiðablik: Kelly Faris 28/10 fráköst, Björk Gunnarsdótir 15/4 fráköst/7 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 14/9 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 9/11 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 7, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 2/4 fráköst.KR-Stjarnan 74-78 (4-19, 23-20, 19-22, 28-17) KR: Kiana Johnson 30/6 fráköst, Orla O'Reilly 24/14 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 9, Vilma Kesanen 6/4 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 3/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2. Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 38/15 fráköst, Maria Florencia Palacios 20/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 8/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5, Vigdís María Þórhallsdóttir 3, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Sólrún Sæmundsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Stjarnan vann sinn annan leik í röð þegar liðið lagði nýliða KR í kvöld. Skallagrímur vann nauman sigur á Breiðabliki í Borgarnesi. Stjarnan vann sterkan útisigur á Keflavík í fyrstu umferð Domino's deildar kvenna í síðustu viku. Liðið mætti nýliðum KR í Vesturbænum í kvöld. Það stefndi í mikinn yfirburðasigur Stjörnunnar eftir fyrsta leikhlutann. Í honum náði KR aðeins að setja niður fjögur stig á meðan Stjarnan skoraði 19. KR-ingar unnu þó annan leikhluta og náðu að laga stöðuna aðeins, 27-39 staðan í hálfleik. Í fjórða leikhluta náðu heimakonur að töfra fram endurkomu en hún dugði ekki til, Stjarnan fór með fjögurra stiga sigur 74-78. Í Fjósinu í Borgarnesi byrjaði leikur heimakvenna í Skallagrími og Breiðabliks aðeins jafnari, en Skallagrímur var þó með átta stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann og níu stiga forystu, 43-34, þegar flautað var til hálfleiks. Gestirnir úr Kópavogi unnu þriðja leikhlutann með einu stigi en náðu að höggva vel í forskot heimakvenna í þeim fjórða. Kelly Faris jafnaði leikinn af vítalínunni þegar fjórar mínútur voru eftir. Síðustu mínúturnar var leikurinn í járnum. Ragnheiður Björk Einarsdóttir kom Blikum yfir en Skallagrímur skoraði næstu þrjár körfur og var með fjögurra stiga forystu þegar 40 sekúndur lifðu af leiknum. Faris setti þriggja stiga körfu og minnkaði muninn í eitt stig en lengra komust Blikar ekki, eins stigs sigur Skallagríms 76-75 staðreynd.Skallagrímur-Breiðablik 76-75 (25-17, 18-17, 21-22, 12-19) Skallagrímur: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 24/11 fráköst/5 stoðsendingar, Shequila Joseph 20/11 fráköst/3 varin skot, Bryesha Blair 14/4 fráköst, Maja Michalska 9/4 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 4/7 fráköst, Arna Hrönn Ámundadóttir 3, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 2.Breiðablik: Kelly Faris 28/10 fráköst, Björk Gunnarsdótir 15/4 fráköst/7 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 14/9 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 9/11 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 7, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 2/4 fráköst.KR-Stjarnan 74-78 (4-19, 23-20, 19-22, 28-17) KR: Kiana Johnson 30/6 fráköst, Orla O'Reilly 24/14 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 9, Vilma Kesanen 6/4 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 3/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2. Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 38/15 fráköst, Maria Florencia Palacios 20/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 8/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5, Vigdís María Þórhallsdóttir 3, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Sólrún Sæmundsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira