Fertugsþroskinn þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 11. október 2018 07:00 Í vor gekk ég í gegnum fullorðinsafmæli. Ég er orðin nógu lífsreynd til að vita að manneskjan verður ekki endilega vitrari við það eitt að eldast, ekki frekar en konur læra að prjóna við það eitt að verða barnshafandi, eins og ég hélt. Fertug skil ég þó sumt betur en áður. Fertugri finnst mér ekki vandræðalegt að eiga engin önnur áhugamál en að borða. Ég skil að með því að birta myndir af mat á Instagram verður máltíð að löglegu áhugamáli. Ég veit að það næsta sem ég kemst vegan í lífinu er að panta 10 kjötbollur í IKEA en ekki 15. Mér finnst æðislegt að vakna snemma um helgar. Ég skil að andlitið er lengur að vakna en áður og þess vegna er ég þakklátari fyrir gott kaffi. Mánaðarlega mun það alltaf koma mér jafnmikið á óvart að byrja á blæðingum. Og fertug hef ég sætt mig við að ég mun úr þessu sennilega ekki ná tökum á kúnstinni að bakka bíl eða leggja. Fertugar konur eiga dýpri vinkvennasambönd. Við skiljum hver aðra. Skilningurinn stafar ekki síst af áratugasamveru á karókíbörum. Ég hef meðtekið að verslunarferðir erlendis ganga ekki betur vegna verðlags heldur vegna þess að þá eru prómill í blóðinu. Þolinmæði fyrir leiðindum og hávaða hefur minnkað. Djúp sannfæring fyrir því að panflaututónlist ætti að varða skóggangi hefur eðlilega bara vaxið með árunum. Falleg handklæði og handsápur gleðja fertugar konur dæmalaust mikið og ég vil eyða í sjampó. Ég skil að litlu hlutirnir eru þeir stóru. Fertug sé ég skýrar hvað ég vil og vil ekki. Og ég hef slitið sambandi við augnlækninn sem vildi taka samtalið um lesgleraugu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í vor gekk ég í gegnum fullorðinsafmæli. Ég er orðin nógu lífsreynd til að vita að manneskjan verður ekki endilega vitrari við það eitt að eldast, ekki frekar en konur læra að prjóna við það eitt að verða barnshafandi, eins og ég hélt. Fertug skil ég þó sumt betur en áður. Fertugri finnst mér ekki vandræðalegt að eiga engin önnur áhugamál en að borða. Ég skil að með því að birta myndir af mat á Instagram verður máltíð að löglegu áhugamáli. Ég veit að það næsta sem ég kemst vegan í lífinu er að panta 10 kjötbollur í IKEA en ekki 15. Mér finnst æðislegt að vakna snemma um helgar. Ég skil að andlitið er lengur að vakna en áður og þess vegna er ég þakklátari fyrir gott kaffi. Mánaðarlega mun það alltaf koma mér jafnmikið á óvart að byrja á blæðingum. Og fertug hef ég sætt mig við að ég mun úr þessu sennilega ekki ná tökum á kúnstinni að bakka bíl eða leggja. Fertugar konur eiga dýpri vinkvennasambönd. Við skiljum hver aðra. Skilningurinn stafar ekki síst af áratugasamveru á karókíbörum. Ég hef meðtekið að verslunarferðir erlendis ganga ekki betur vegna verðlags heldur vegna þess að þá eru prómill í blóðinu. Þolinmæði fyrir leiðindum og hávaða hefur minnkað. Djúp sannfæring fyrir því að panflaututónlist ætti að varða skóggangi hefur eðlilega bara vaxið með árunum. Falleg handklæði og handsápur gleðja fertugar konur dæmalaust mikið og ég vil eyða í sjampó. Ég skil að litlu hlutirnir eru þeir stóru. Fertug sé ég skýrar hvað ég vil og vil ekki. Og ég hef slitið sambandi við augnlækninn sem vildi taka samtalið um lesgleraugu.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar