Erlent

Troyer lést af völdum áfengiseitrunar

Atli Ísleifsson skrifar
Verne Troyer varð 49 ára.
Verne Troyer varð 49 ára. Getty/Tibrina Hobson
Bandaríski leikarinn Verne Troyer lést af völdum áfengiseitunar og hefur dánardómstjóri úrskurðað að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Frá þessu segir í frétt BBC.

Leikarinn, sem þekktastur var fyrir hlutverk sitt sem Mini-Me í myndunum um Austin Powers, lést í apríl síðastliðnum, 49 ára að aldri.

Troyer, sem var 81 sentimetri á hæð, fór einnig með hlutverk Priphook í fyrstu myndinni um Harry Potter.

Leikarinn hafði oft rætt opinskátt um glímu sína við áfengisfíkn og fór í meðferð á síðasta ári.


Tengdar fréttir

Stjörnurnar minnast „Mini Me“

Leikarinn Verne Troyer sem var best þekktur fyrir að leika klón Dr. Evil í Austin Powers-myndunum sem Dr. Evil kallaði Mini-Me lést um helgina og hafa fjölmargar stjörnur minnst hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×