Erfiðir dagar bíða Merkel þegar Bæjarar ganga til kosninga Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2018 11:04 Angela Merkel Þýskalandskanslari og Horst Seehofer innanríkisráðherra. Getty/Michele Tantussi Kjósendur í þýsku sambandsríkjunum Bæjaralandi og Hessen munu kjósa til sambandsþinga á sunnudaginn og benda skoðanakannanir til að ríkisstjórnarflokkarnir bíði afhroð. Marga mánuði tók að setja saman ríkisstjórn í Þýskalandi eftir þingkosningarnar í september á síðasta ári. Að lokum náðist þó samkomulag milli Kristilegra demókrata (CDU), flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokks hans í Bæjaralandi (CSU) og Jafnaðarmannaflokksins (SDP). Allt frá myndun stjórnarinnar hafa flokkarnir deilt hart um ýmis mál og hafa átökin milli Merkel og innanríkisráðherrans Horst Seehofer, leiðtoga CSU, um innflytjendamál verið sérstaklega mikið í umræðunni.Stefnir í að flokkarnir bíði afhroðKannanir benda til að í Bæjaralandi muni CSU einungis fá um 35 prósent atkvæða, en flokkurinn hefur þar stýrt og náð hreinum meirihluta í marga áratugi. Flótti kjósenda CSU hefur leitt til aukins fylgis bæði Alternativ für Deutschland (AfD) sem berst gegn straumi innflytjenda til landsins, og Græningja (Bündnis 90/Die Grünen). Ljóst er að niðurstaða kosninganna í Bæjaralandi mun hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Verði niðurstaða kosninganna slæm fyrir CSU kann svo að fara að Seehofer hverfi úr leiðtogastóli og embætti innanríkisráðherra. Fari svo kann nýr leiðtogi CSU að verða enn harðari í afstöðu sinni til innflytjendamála, sem myndi skapa enn frekari núning innan ríkisstjórnarsamstarfsins. Í Hessen benda skoðanakannanir sömuleiðis til að CDU og Jafnaðarmenn missi mikið fylgi. Samflokksmenn Merkel, meðal annars þingmaðurinn Norbert Röttgen, segja nauðsynlegt að stjórn Merkel breyti um stefnu í ýmsum málum. Landsþing CDU fer fram í desember þar sem kosið verður um hvort Merkel skuli áfram leiða flokkinn. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Fleiri fréttir Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Sjá meira
Kjósendur í þýsku sambandsríkjunum Bæjaralandi og Hessen munu kjósa til sambandsþinga á sunnudaginn og benda skoðanakannanir til að ríkisstjórnarflokkarnir bíði afhroð. Marga mánuði tók að setja saman ríkisstjórn í Þýskalandi eftir þingkosningarnar í september á síðasta ári. Að lokum náðist þó samkomulag milli Kristilegra demókrata (CDU), flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokks hans í Bæjaralandi (CSU) og Jafnaðarmannaflokksins (SDP). Allt frá myndun stjórnarinnar hafa flokkarnir deilt hart um ýmis mál og hafa átökin milli Merkel og innanríkisráðherrans Horst Seehofer, leiðtoga CSU, um innflytjendamál verið sérstaklega mikið í umræðunni.Stefnir í að flokkarnir bíði afhroðKannanir benda til að í Bæjaralandi muni CSU einungis fá um 35 prósent atkvæða, en flokkurinn hefur þar stýrt og náð hreinum meirihluta í marga áratugi. Flótti kjósenda CSU hefur leitt til aukins fylgis bæði Alternativ für Deutschland (AfD) sem berst gegn straumi innflytjenda til landsins, og Græningja (Bündnis 90/Die Grünen). Ljóst er að niðurstaða kosninganna í Bæjaralandi mun hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Verði niðurstaða kosninganna slæm fyrir CSU kann svo að fara að Seehofer hverfi úr leiðtogastóli og embætti innanríkisráðherra. Fari svo kann nýr leiðtogi CSU að verða enn harðari í afstöðu sinni til innflytjendamála, sem myndi skapa enn frekari núning innan ríkisstjórnarsamstarfsins. Í Hessen benda skoðanakannanir sömuleiðis til að CDU og Jafnaðarmenn missi mikið fylgi. Samflokksmenn Merkel, meðal annars þingmaðurinn Norbert Röttgen, segja nauðsynlegt að stjórn Merkel breyti um stefnu í ýmsum málum. Landsþing CDU fer fram í desember þar sem kosið verður um hvort Merkel skuli áfram leiða flokkinn.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Fleiri fréttir Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Sjá meira