Vilja fagna fimmtíu árum frá „einvígi aldarinnar“ með heimsmeistaramóti á Íslandi Gissur Sigurðsson skrifar 11. október 2018 12:30 Bobby Fischer á Íslandi árið 1972. Getty Images Hugmyndir eru uppi um að halda heimsmeistaramót í skák hér á landi árið 2022 þegar 50 ár verða liðin frá svonefndu einvígi aldarinnar á milli þeirra Boris Spassky og Bobby Fisher í Laugardalshöllinni sem vakti heimsathygli. Hugmyndin hefur þegar verið kynnt fyrir nýkjörnum forseta Alþjóðaskáksambandsins og verður hún rædd nánar þegar hann kemur hingað til lands í tengslum við Reykjavíkurskákmótið á næstunni. Greint var frá málinu í Morgunblaðinu. Nýi forseti Fide er Rússinn Arkady Vladimirovich Dvorkovich. Hann er vel tengdur Vladimír Pútín forseta. En hvernig leist honum á hugmyndina? Gunnar Björnsson, er forseti Skáksambands Íslands „Hann tók bara vel í hugmyndina og fannst náttúrulega bráðsniðugt að minnast einvígis aldarinnar á þennan hátt.“ Íslendingar stuttu Dvorkovich til forsetaembættisins, en ætli Skáksambandið njóti þess? Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.Vísir „Ég held að það skipti ekki öllu máli. Aðalatriðið er að hugmyndin er góð. Mér líst líka vel á þennan mann. Held að hann verði góður leiðtogi fyrir FIDE.“ Þegar skákeinvígið 1972 var haldið var keppnin boðin út. Er kerfið óbreytt? „Það hefur ekki verið síðustu ár. Menn hafa meira verið að handvelja. Komi til þess að bjóða í einvígið er mjög mikilvægt að við undirbúum okkur vel, gerum gott boð og hreppum hnossið.“ En er hægt að keppa við olíuríkin? „Já já, því ekki? Þetta einvígi kostar, þær tölur sem ég hef heyrt, fjórar til fimm milljónir evra. Með góðum stuðningi ríkis og borgar og einkafyrirtækja held ég að þetta sé alveg gerlegt fyrir okkur,“ segir Gunnar björnsson forseti Skáksambands Íslands. Þegar einvígi aldarinnar var haldið, lét FIDE bjóða í einvígið, eða verðlaunafé til keppenda, og lenti Ísland í þriðja sæti. Spassky vildi tefla á Íslandi en Fischer i Júgóslavíu. Eftir nokkurt þjark skarst breski auðmaðurinn Slater í leikinn og tvöfaldaði íslenska tilboðið sem þar með var orðið hæst, og varð til þess að einvígið var haldið hér. Skák Einvígi aldarinnar HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Hugmyndir eru uppi um að halda heimsmeistaramót í skák hér á landi árið 2022 þegar 50 ár verða liðin frá svonefndu einvígi aldarinnar á milli þeirra Boris Spassky og Bobby Fisher í Laugardalshöllinni sem vakti heimsathygli. Hugmyndin hefur þegar verið kynnt fyrir nýkjörnum forseta Alþjóðaskáksambandsins og verður hún rædd nánar þegar hann kemur hingað til lands í tengslum við Reykjavíkurskákmótið á næstunni. Greint var frá málinu í Morgunblaðinu. Nýi forseti Fide er Rússinn Arkady Vladimirovich Dvorkovich. Hann er vel tengdur Vladimír Pútín forseta. En hvernig leist honum á hugmyndina? Gunnar Björnsson, er forseti Skáksambands Íslands „Hann tók bara vel í hugmyndina og fannst náttúrulega bráðsniðugt að minnast einvígis aldarinnar á þennan hátt.“ Íslendingar stuttu Dvorkovich til forsetaembættisins, en ætli Skáksambandið njóti þess? Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.Vísir „Ég held að það skipti ekki öllu máli. Aðalatriðið er að hugmyndin er góð. Mér líst líka vel á þennan mann. Held að hann verði góður leiðtogi fyrir FIDE.“ Þegar skákeinvígið 1972 var haldið var keppnin boðin út. Er kerfið óbreytt? „Það hefur ekki verið síðustu ár. Menn hafa meira verið að handvelja. Komi til þess að bjóða í einvígið er mjög mikilvægt að við undirbúum okkur vel, gerum gott boð og hreppum hnossið.“ En er hægt að keppa við olíuríkin? „Já já, því ekki? Þetta einvígi kostar, þær tölur sem ég hef heyrt, fjórar til fimm milljónir evra. Með góðum stuðningi ríkis og borgar og einkafyrirtækja held ég að þetta sé alveg gerlegt fyrir okkur,“ segir Gunnar björnsson forseti Skáksambands Íslands. Þegar einvígi aldarinnar var haldið, lét FIDE bjóða í einvígið, eða verðlaunafé til keppenda, og lenti Ísland í þriðja sæti. Spassky vildi tefla á Íslandi en Fischer i Júgóslavíu. Eftir nokkurt þjark skarst breski auðmaðurinn Slater í leikinn og tvöfaldaði íslenska tilboðið sem þar með var orðið hæst, og varð til þess að einvígið var haldið hér.
Skák Einvígi aldarinnar HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira