Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 87-102 │Stjarnan vann grannaslaginn Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 11. október 2018 23:00 vísir/bára Stjarnan vann Breiðablik 87-92 í Dominos deild karla í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur en Stjörnumenn kláruðu þetta í fjórða leikhluta. Stjarnan komst yfir í upphafi leiks en ungu bakverðirnir Arnór Hermannsson og Hilmar Pétursson gerðu öll tíu stigin þegar Blikar tóku 10-4 áhlaup og komu Blikum yfir 19-16. Blikar hefðu getað farið í stærri forystu eftir fyrsta leikhluta en Dúi Þór Jónsson skoraði 7 stig á seinustu mínútu leikhlutans fyrir Stjörnuna og hélt forystuna Blika í fjórum stigum, 27-23 fyrir Blikum. Antti Kanervo kom Stjörnunni yfir í stöðunni 32-33, Kanervo hrökk í gang í öðrum leikhluta þar sem hann setti 11 stig. Liðin skiptust á forystum út fyrri hálfleik en Stjarnan voru yfir í hálfleik 44-47. Leikurinn hélt sama taki í þriðja leikhluta, liðin skiptust á forystum og leikmenn voru að setja niður stór skot. Snorri Vignisson tók 8-0 áhlaup fyrir Blika og kom þeim yfir 54-50. Stjörnumenn komu sér fljótlega aftur yfir og liðin skiptust á forystum þangað til að leikhlutinn kláraðist og Stjarnan yfir 72-74. Stjörnumenn fóru hinsvegar af stað í fjórða leikhluta og slepptu aldrei aftur forystunni. Hlynur og Ægir fóru í tvö boltahindrunarkerfi í röð saman þar sem Ægir gefur á Hlyn og Hlynur hendir niður þristum, eftir þessa þrista var staðan 74-89 og leikurinn eiginlega búinn. Blikar reyndu smá að klóra sig tilbaka í lokinn en minnkuðu forystuna aldrei niður úr tveggja stafa tölu.Afhverju vann Stjarnan? Stjarnan er með gríðarlega reynslumikla leikmenn sem stigu upp þegar þeir þurftu. Blikar eru nýliðar og þurfa að læra að klára leiki ef þeir ætla að halda sér í deild þeirra bestu.Hverjir stóðu upp úr? Antti Kanervo var gjörsamlega geggjaður í liði Stjörnunnar í dag, setti niður skotin sín, spilaði hörku vörn og ég mæli með að horfa á fótavinnuna hans þegar hann kemur af hindrunum. Ægir og Hlynur kláruðu þetta í fjórða leikhluta og eiga hrós skilið fyrir þá frammistöðu. Tómas Þórður kom sterkur inn af bekknum í liði Stjörnunnar sóknarlega. Snorri Vignisson var bestur í liði Breiðabliks í kvöld, frábær leikmaður sem þarf ekki endilega að skora til að hafa áhrif á leikinn en í dag bætti hann líka við 19 stigum. Hvað gekk illa? Stjörnumenn voru oft seinir í róteringunum sínum varnarlega og fengu Blikar nóg af opnum skotum fyrir utan. Blikar pössuðu ekki boltann nógu vel í kvöld og voru oft að kasta honum frá sér á mikilvægum tímapunktum. Hvað gerist næst? Stjarnan er nú með tvo sigra eftir fyrstu tvo leiki deildarinnar en Blikar með tvö töp. Stjörnumenn fá Skallagrím í heimsókn á föstudaginn á meðan Blikar fara í Breiðholtið í leit að fyrsta sigrinum í úrvalsdeild.Breiðablik-Stjarnan 87-102 (27-23, 17-24, 28-27, 15-28) Breiðablik: Christian Covile 22/6 fráköst, Snorri Vignisson 19/13 fráköst, Arnór Hermannsson 10/7 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 10/9 fráköst/3 varin skot, Sveinbjörn Jóhannesson 9, Bjarni Geir Gunnarsson 6, Árni Elmar Hrafnsson 6, Hilmar Pétursson 5/4 fráköst. Stjarnan: Antti Kanervo 29, Hlynur Elías Bæringsson 15/11 fráköst/7 stoðsendingar, Paul Anthony Jones III 14/7 fráköst, Collin Anthony Pryor 13/6 fráköst, Dúi Þór Jónsson 10, Tómas Þórður Hilmarsson 6/7 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Ægir Þór Steinarsson 6/5 fráköst/11 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 3.Arnar Guðjóns: Þurfum að vera betri en það sem við vorum í kvöld. „Við vorum ekki góðir í kvöld sko, ég er ekki alveg nógu ánægður með frammistöðuna bara. Fullt kredit á Blikana þeir voru einfaldlega miklu, miklu duglegri en við í kvöld. Við settum skot í restina og náðum loksins að tengja meira en eina góða vörn saman en Blikarnir voru rosalega flottir og við vorum bara lélegir varnarlega. Þeir skora 87 stig á okkur er bara skelfilegt og þeir skoruðu úr öllum regnbogans litum, ég er ekki ánægður með þetta,” sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir leik kvöldsins. „Hann er skotmaður og skotmaður skora ekki alltaf, það er bara þannig. Hann gerir helling fyrir liðið á öðrum vígstöðvum líka. Ég var mjög ánægður með hann í síðasta leik líka, hann hitti ekki en hann tók rétt skot það er það sem þetta snýst um, ef þú ert góður skotmaður þá skýturðu þegar þú ert opinn og í góðu flæði sóknarlega. Það gerði hann í kvöld og það gerði hann líka fyrir viku síðan, en hann hinsvegar hjálpar okkur varnarlega og ég er ánægður með hann. Ég er ánægður með leikmennina okkar en við þurfum að vera betri en það sem við vorum í kvöld,” sagði Arnar um Antii Kanervo leikmann sinn.Pétur: Þurfum að finna út hvernig við náum að hanga í 40 mínútur „Það er betra að vera jafn í þrjá heldur en að vera jafn í einn og missa það í öðrum leikhluta og leikurinn er svo búinn. Við þurfum að finna út hvernig við náum að hanga í 40 mínútur í þessu,” sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Breiðabliks aðspurður afhverju hans lið missti þetta frá sér í fjórða leikhluta í kvöld. „Eflaust, en það er uppleggið, menn verða ekki betri í að spila hratt nema að þeir æfi sig í því og það eru búnir tveir leikir og það eru tuttugu leikir eftir. Við ætlum að reyna að spila á þessu tempói,” sagði Pétur þegar hann var spurður háa tempóið sem Blikar spila á gæti verið hluti af ástæðunni fyrir að þeir missi leikinn í fjórða leikhluta. „Nei í sjálfu sér ekki, við leggjum upp með að spila körfubolta. Svo treysti ég þeim til þess að gera það. Ef það er eitthvað sem er eitthvað vesen varnarlega eða sóknarlega reyni ég að aðstoða við það en við erum ekkert að reyna það eitthvað frekar,” sagði Pétur aðspurður hvort sendingar yfir allan völlinn sé eitthvað sem Blikar leggja upp með en þeir töpuðu boltanum í leiknum þar sem þeir sentu boltann tvisvar frá eigin endalínu fram yfir endalínuna hinum megin á vellinum.Hlynur: Erfitt að eiga við þá „Antti hélt okkur inni í seinni hálfleik þegar þeir hitnuðu, ætli lykillinn hafi ekki verið þegar við náðum stjórn á þeim. Þeir voru bara mjög aggresívir og óhræddir, spiluðu fullir af sjálfstrausti. Það var bara erfitt að eiga við þá, það kom okkur ekkert á óvart en þeir voru beittari en við til að byrja með,” sagði Hlynur Bæringsson leikmaður Stjörnunnar aðspurður hver lykillinn að sigrinum hafi verið. „Já örugglega, ég held að við höfum náð þessu upp í 15 stig og það var lítið eftir, þá misstu þeir kannski dálítið vonina, maður fann það dálítið á þeim eftir það en mér fannst við vera komnir með control á leiknum á undan því. Við áttum í basli með að ná þeim, við vorum ekki að stoppa boltann snemma og við vorum bara soft á löngum köflum. Það var bara erfitt að eiga við þá, kannski var það svona loka touchið,” sagði Hlynur aðspurður hvort þristarnir tveir sem hann situr niður til að koma Stjörnunni yfir 74-89 hafi verið rotthögg í leiknum. „Hann er bara geggjaður leikmaður, hann er bara pjúra leikstjórnandi sem hugsar mikið um liðsfélaga sína sem stýrir hraðanum og gerir það mjög vel. Hann setur bolta pressu og stýrir allri vörninni okkar, það er bara alveg geggjað sko,” sagði Hlynur um Ægi Þór Steinarsson liðsfélaga sinn. Dominos-deild karla
Stjarnan vann Breiðablik 87-92 í Dominos deild karla í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur en Stjörnumenn kláruðu þetta í fjórða leikhluta. Stjarnan komst yfir í upphafi leiks en ungu bakverðirnir Arnór Hermannsson og Hilmar Pétursson gerðu öll tíu stigin þegar Blikar tóku 10-4 áhlaup og komu Blikum yfir 19-16. Blikar hefðu getað farið í stærri forystu eftir fyrsta leikhluta en Dúi Þór Jónsson skoraði 7 stig á seinustu mínútu leikhlutans fyrir Stjörnuna og hélt forystuna Blika í fjórum stigum, 27-23 fyrir Blikum. Antti Kanervo kom Stjörnunni yfir í stöðunni 32-33, Kanervo hrökk í gang í öðrum leikhluta þar sem hann setti 11 stig. Liðin skiptust á forystum út fyrri hálfleik en Stjarnan voru yfir í hálfleik 44-47. Leikurinn hélt sama taki í þriðja leikhluta, liðin skiptust á forystum og leikmenn voru að setja niður stór skot. Snorri Vignisson tók 8-0 áhlaup fyrir Blika og kom þeim yfir 54-50. Stjörnumenn komu sér fljótlega aftur yfir og liðin skiptust á forystum þangað til að leikhlutinn kláraðist og Stjarnan yfir 72-74. Stjörnumenn fóru hinsvegar af stað í fjórða leikhluta og slepptu aldrei aftur forystunni. Hlynur og Ægir fóru í tvö boltahindrunarkerfi í röð saman þar sem Ægir gefur á Hlyn og Hlynur hendir niður þristum, eftir þessa þrista var staðan 74-89 og leikurinn eiginlega búinn. Blikar reyndu smá að klóra sig tilbaka í lokinn en minnkuðu forystuna aldrei niður úr tveggja stafa tölu.Afhverju vann Stjarnan? Stjarnan er með gríðarlega reynslumikla leikmenn sem stigu upp þegar þeir þurftu. Blikar eru nýliðar og þurfa að læra að klára leiki ef þeir ætla að halda sér í deild þeirra bestu.Hverjir stóðu upp úr? Antti Kanervo var gjörsamlega geggjaður í liði Stjörnunnar í dag, setti niður skotin sín, spilaði hörku vörn og ég mæli með að horfa á fótavinnuna hans þegar hann kemur af hindrunum. Ægir og Hlynur kláruðu þetta í fjórða leikhluta og eiga hrós skilið fyrir þá frammistöðu. Tómas Þórður kom sterkur inn af bekknum í liði Stjörnunnar sóknarlega. Snorri Vignisson var bestur í liði Breiðabliks í kvöld, frábær leikmaður sem þarf ekki endilega að skora til að hafa áhrif á leikinn en í dag bætti hann líka við 19 stigum. Hvað gekk illa? Stjörnumenn voru oft seinir í róteringunum sínum varnarlega og fengu Blikar nóg af opnum skotum fyrir utan. Blikar pössuðu ekki boltann nógu vel í kvöld og voru oft að kasta honum frá sér á mikilvægum tímapunktum. Hvað gerist næst? Stjarnan er nú með tvo sigra eftir fyrstu tvo leiki deildarinnar en Blikar með tvö töp. Stjörnumenn fá Skallagrím í heimsókn á föstudaginn á meðan Blikar fara í Breiðholtið í leit að fyrsta sigrinum í úrvalsdeild.Breiðablik-Stjarnan 87-102 (27-23, 17-24, 28-27, 15-28) Breiðablik: Christian Covile 22/6 fráköst, Snorri Vignisson 19/13 fráköst, Arnór Hermannsson 10/7 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 10/9 fráköst/3 varin skot, Sveinbjörn Jóhannesson 9, Bjarni Geir Gunnarsson 6, Árni Elmar Hrafnsson 6, Hilmar Pétursson 5/4 fráköst. Stjarnan: Antti Kanervo 29, Hlynur Elías Bæringsson 15/11 fráköst/7 stoðsendingar, Paul Anthony Jones III 14/7 fráköst, Collin Anthony Pryor 13/6 fráköst, Dúi Þór Jónsson 10, Tómas Þórður Hilmarsson 6/7 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Ægir Þór Steinarsson 6/5 fráköst/11 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 3.Arnar Guðjóns: Þurfum að vera betri en það sem við vorum í kvöld. „Við vorum ekki góðir í kvöld sko, ég er ekki alveg nógu ánægður með frammistöðuna bara. Fullt kredit á Blikana þeir voru einfaldlega miklu, miklu duglegri en við í kvöld. Við settum skot í restina og náðum loksins að tengja meira en eina góða vörn saman en Blikarnir voru rosalega flottir og við vorum bara lélegir varnarlega. Þeir skora 87 stig á okkur er bara skelfilegt og þeir skoruðu úr öllum regnbogans litum, ég er ekki ánægður með þetta,” sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir leik kvöldsins. „Hann er skotmaður og skotmaður skora ekki alltaf, það er bara þannig. Hann gerir helling fyrir liðið á öðrum vígstöðvum líka. Ég var mjög ánægður með hann í síðasta leik líka, hann hitti ekki en hann tók rétt skot það er það sem þetta snýst um, ef þú ert góður skotmaður þá skýturðu þegar þú ert opinn og í góðu flæði sóknarlega. Það gerði hann í kvöld og það gerði hann líka fyrir viku síðan, en hann hinsvegar hjálpar okkur varnarlega og ég er ánægður með hann. Ég er ánægður með leikmennina okkar en við þurfum að vera betri en það sem við vorum í kvöld,” sagði Arnar um Antii Kanervo leikmann sinn.Pétur: Þurfum að finna út hvernig við náum að hanga í 40 mínútur „Það er betra að vera jafn í þrjá heldur en að vera jafn í einn og missa það í öðrum leikhluta og leikurinn er svo búinn. Við þurfum að finna út hvernig við náum að hanga í 40 mínútur í þessu,” sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Breiðabliks aðspurður afhverju hans lið missti þetta frá sér í fjórða leikhluta í kvöld. „Eflaust, en það er uppleggið, menn verða ekki betri í að spila hratt nema að þeir æfi sig í því og það eru búnir tveir leikir og það eru tuttugu leikir eftir. Við ætlum að reyna að spila á þessu tempói,” sagði Pétur þegar hann var spurður háa tempóið sem Blikar spila á gæti verið hluti af ástæðunni fyrir að þeir missi leikinn í fjórða leikhluta. „Nei í sjálfu sér ekki, við leggjum upp með að spila körfubolta. Svo treysti ég þeim til þess að gera það. Ef það er eitthvað sem er eitthvað vesen varnarlega eða sóknarlega reyni ég að aðstoða við það en við erum ekkert að reyna það eitthvað frekar,” sagði Pétur aðspurður hvort sendingar yfir allan völlinn sé eitthvað sem Blikar leggja upp með en þeir töpuðu boltanum í leiknum þar sem þeir sentu boltann tvisvar frá eigin endalínu fram yfir endalínuna hinum megin á vellinum.Hlynur: Erfitt að eiga við þá „Antti hélt okkur inni í seinni hálfleik þegar þeir hitnuðu, ætli lykillinn hafi ekki verið þegar við náðum stjórn á þeim. Þeir voru bara mjög aggresívir og óhræddir, spiluðu fullir af sjálfstrausti. Það var bara erfitt að eiga við þá, það kom okkur ekkert á óvart en þeir voru beittari en við til að byrja með,” sagði Hlynur Bæringsson leikmaður Stjörnunnar aðspurður hver lykillinn að sigrinum hafi verið. „Já örugglega, ég held að við höfum náð þessu upp í 15 stig og það var lítið eftir, þá misstu þeir kannski dálítið vonina, maður fann það dálítið á þeim eftir það en mér fannst við vera komnir með control á leiknum á undan því. Við áttum í basli með að ná þeim, við vorum ekki að stoppa boltann snemma og við vorum bara soft á löngum köflum. Það var bara erfitt að eiga við þá, kannski var það svona loka touchið,” sagði Hlynur aðspurður hvort þristarnir tveir sem hann situr niður til að koma Stjörnunni yfir 74-89 hafi verið rotthögg í leiknum. „Hann er bara geggjaður leikmaður, hann er bara pjúra leikstjórnandi sem hugsar mikið um liðsfélaga sína sem stýrir hraðanum og gerir það mjög vel. Hann setur bolta pressu og stýrir allri vörninni okkar, það er bara alveg geggjað sko,” sagði Hlynur um Ægi Þór Steinarsson liðsfélaga sinn.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti