Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Grindavík 93-88 │Nýliðarnir með fyrsta sigurinn Gunnhildur Lind Hansdóttir skrifar 11. október 2018 22:45 Vísir/Eyþór Nýliðar Skallagríms sigruðu Grindvíkinga á heimavelli í annarri umferð Domino’s deildar og nældu sér í fyrstu stig vetrarins. Fjósið var þéttsetið og góð stemning í Borgnesingum. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og voru áræðnir á vörn gestanna á upphafsmínútunum. Bjarni Guðmann fór mikinn fyrir sínum mönnum og hélt vagninum gangandi en þeir bláklæddu slepptu þeim þó ekki of langt frá sér. Illa gekk að koma boltanum í körfuna í byrjun annars leikhluta. Grindvíkingar náðu þó að minnka muninn í eitt stig en alltaf leiddu Borgnesingar og skiptust liðin þannig á að skora á milli sín. Hálfleiks tölur, 43-39, fyrir Skallagrími. Í þriðja leikhluta setti Matej tóninn fyrir heimamenn þegar hann smellti þristi niður stuttu eftir að flautað var til seinni hálfleiks og skoruðu Borgnesingar fyrstu átta stig leikhlutans þangað til Sigtryggur Arnar náði að stoppa fyrrum liðsfélaga sína með sniðskoti. Heimamenn stjórnuðu tempóinu í leiknum og þegar haldið var í loka leikhlutann þá leiddu þeir gulklæddu með 16 stigum.* Terrell Vinson og Sigtryggur Arnar héldu lífi í Grindvíkingum í þeirra sóknaraðgerðum. Þeir ásamt liðsfélögum sínum skelltu í lás í vörn og gerðu Skallagrímsmönnum erfitt fyrir sem ekki skoruðu fyrr en um fjórum mínútum í leikhlutann. Hægt og rólega nálguðust gestirnir Borgnesinga sem leiddu með níu stigum þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiktíma. Ólafur Ólafsson átti svo gífurlega mikilvægar körfur á um fimm sekúndna kafla þar sem hann skoraði fimm stig og minnkaði muninn í eitt stig. Ekki dugði það til og kláruðu Skallagrímsmenn leikinn á vítalínunni. Lokatölur, 93-88.Af hverju vann Skallagrímur? Skallagrímsmenn spiluðu vel saman í kvöld og mikil liðsheild ríkjandi hjá Borgnesingum. Ásamt því að spila hörku vörn þá voru þeir að klára sín færi sannfærandi og dreifðu stigaskori allt frá inn í teig sem og fyrir utan þriggja stiga línuna. Þeir létu ekki áhlaup gestanna hafa stóráhrif á sig og náðu að svara flestum aðgerðum þeirra.Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá gestunum að temja nýliðana í Skallagrími sem stjórnuðu hraða leiksins eins og herforingjar. Sigtryggur Arnar og Ólafur Ólafsson voru seinir í gang, sóknarlega, en snéru blaðinu við í síðari hálfleik og var allt annað að sjá til þeirra. Þetta eru aftur á móti leikmenn sem Grindavík þarfnast í 40 mínútur, ekki bara 20 mínútur.Hverjir stóðu upp úr? Bjarni Guðmann var áberandi hjá Skallagrímsmönnum í fyrri hálfleik og má sjá að hann hefur farið miklum framförum frá síðasta tímabili, þá sérstaklega sóknarlega. Hann var stigahæstur í hálfleik með 11 stig og kláraði leikinn með 14 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar. Eyjólfur Ásberg var hvergi síðri. Hann var stigahæstur með 23 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Allir byrjunarliðsmenn Skallagríms voru með tveggja stafa stigaskor. Hjá gestunum var Terrell Vinson langbestur með 27 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar. Hann aftur á móti lenti illa á hnéinu rétt undir leikslok og var borinn af velli. Jordy Kuiper og Sigtryggur Arnar voru með sitthvor 18 stigin.Hvað gerist næst? Skallagrímsmenn munu næst mæta leikmönnum Stjörnunnar í Garðabæ á meðan Grindvíkingar taka á móti nágrönnum sínum í Keflavík.Skallagrímur-Grindavík 93-88 (24-18, 19-21, 31-19, 19-30) Skallagrímur: Eyjólfur Ásberg Halldórsson 23/6 fráköst/5 stoðsendingar, Aundre Jackson 22/9 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 14/9 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 12/9 fráköst/6 stoðsendingar, Matej Buovac 11, Davíð Ásgeirsson 7, Kristján Örn Ómarsson 4/4 fráköst.Grindavík: Terrell Vinson 27/10 fráköst/3 varin skot, Jordy Kuiper 18/11 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 18/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmir Kristjánsson 8, Johann Arni Olafsson 5, Michael Liapis 2.Finnur Jónsson: sáttur með sína menn Þjálfari Skallagríms, Finnur Jónsson, var að vonum sáttur með sína leikmenn og stigin tvö eftir leik. „Ég er hrikalega sáttur og það er gott að fá fyrstu stigin þó það hafi sett ljótan blett á leikinn þessi skelfilegu meiðsli hjá Terrell Vinson hérna í lokin.” Skallagrímsmenn fengu á sig yfir 100 stig í fyrstu umferð Domino’s deildar en töluverður munur var að sjá á varnarleik liðsins frá því í Vesturbænum. „Við ætluðum að bæta okkar varnarleik þar sem við drulluðum á okkur eftir fyrsta leik gegn KR. Við einbeittum okkur að vörninni í kvöld og mér fannst það ganga vel í dag, pínu vesen á okkur þarna í lokin en heilt yfir fannst mér við vera að spila hörkuvörn,” segir Finnur að endingu.Eyjólfur Ásberg: klaufar að vinna ekki stærra Eyjólfur Ásberg átti góðan leik fyrir Borgnesinga og sagðist að leik loknum vera ánægður með leik sinna manna. „Það voru fullt af góðum köflum hjá okkur. Pínu klaufar að vinna þetta ekki stærra þar sem við komumst í 17 stiga forskot í 3. leikhluta. Við förum að verja þetta forskot í staðin fyrir að sækja og það býður hættunni heim,” útskýrir Eyjólfur. Sigtryggur Arnar, fyrrum leikmaður Skallagríms, og Eyjólfur pössuðu mikið upp á hvorn annan í kvöld og mátti sjá hörku keppni á milli gömlu liðsfélagana. „Það er geggjað að fá að mæta honum aftur, frábær leikmaður. Við erum náttúrulega búnir að taka nokkrum sinnum one-on-one hérna í þessum sal og ég kann ágætlega á hann en það er erfitt að stoppa hann. Ég reyndi að hægja á honum eins og ég gat og það fór bara ágætlega held ég,” segir Eyjólfur brattur að lokumDaníel Guðni: Súrt að sjá leikmanninn okkar meiðast Daníel Guðni, aðstoðarþjálfari Grindavíkur, fór í hlutverk aðalþjálfara þar sem Jóhann Þór var nánast nýkominn úr aðgerð á hnéi. „Það er súrt að tapa og súrt að sjá leikmanninn okkar meiðast,” segir Daníel aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik en Terrell Vinson lenti illa á hnéi þegar um 30 sekúndur voru eftir af leiktíma og þurfti að vera borinn af velli. Þrátt fyrir að hafa elt nánast allann leikinn þá áttu Grindvíkingar gott áhlaup í lokin og minnkuðu muninn í eitt stig þegar um 10 sekúndur voru eftir. „Ég og Jóhann tókum gott tal við strákana. Við þurftum bara að herða tökin í vörninni sem við gerðum mest megnis. Að auki þurftum við að samstilla okkur sóknarlega. Við vorum alltof mikið að leyfa Skallagrími að ýta okkur út úr okkar sóknaraðgerðum, sem við teljum að virki á móti þeim. Það fór svo að ganga upp í fjórða leikhluta og ákvafinn kom í kjölfarið í vörninni,” bætir Daníel við. Aðstoðarþjálfarinn segir lítið hafa komið á óvart frá Borgnesingum. „Þeir eru duglegir að hlaupa völlinn. Þeir eru duglegir að skipta á skrínum og hjálpa, bara mjög duglegir og það mun fleyta þeim langt. Leikmenn eins og Bjarni og Eyjólfur eru búnir að taka þvílíkum framförum og voru frábærir hér í kvöld. Þeir eiga alveg eftir að koma meira á óvart í vetur,” segir hann að lokum við blaðamann Vísis. Dominos-deild karla
Nýliðar Skallagríms sigruðu Grindvíkinga á heimavelli í annarri umferð Domino’s deildar og nældu sér í fyrstu stig vetrarins. Fjósið var þéttsetið og góð stemning í Borgnesingum. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og voru áræðnir á vörn gestanna á upphafsmínútunum. Bjarni Guðmann fór mikinn fyrir sínum mönnum og hélt vagninum gangandi en þeir bláklæddu slepptu þeim þó ekki of langt frá sér. Illa gekk að koma boltanum í körfuna í byrjun annars leikhluta. Grindvíkingar náðu þó að minnka muninn í eitt stig en alltaf leiddu Borgnesingar og skiptust liðin þannig á að skora á milli sín. Hálfleiks tölur, 43-39, fyrir Skallagrími. Í þriðja leikhluta setti Matej tóninn fyrir heimamenn þegar hann smellti þristi niður stuttu eftir að flautað var til seinni hálfleiks og skoruðu Borgnesingar fyrstu átta stig leikhlutans þangað til Sigtryggur Arnar náði að stoppa fyrrum liðsfélaga sína með sniðskoti. Heimamenn stjórnuðu tempóinu í leiknum og þegar haldið var í loka leikhlutann þá leiddu þeir gulklæddu með 16 stigum.* Terrell Vinson og Sigtryggur Arnar héldu lífi í Grindvíkingum í þeirra sóknaraðgerðum. Þeir ásamt liðsfélögum sínum skelltu í lás í vörn og gerðu Skallagrímsmönnum erfitt fyrir sem ekki skoruðu fyrr en um fjórum mínútum í leikhlutann. Hægt og rólega nálguðust gestirnir Borgnesinga sem leiddu með níu stigum þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiktíma. Ólafur Ólafsson átti svo gífurlega mikilvægar körfur á um fimm sekúndna kafla þar sem hann skoraði fimm stig og minnkaði muninn í eitt stig. Ekki dugði það til og kláruðu Skallagrímsmenn leikinn á vítalínunni. Lokatölur, 93-88.Af hverju vann Skallagrímur? Skallagrímsmenn spiluðu vel saman í kvöld og mikil liðsheild ríkjandi hjá Borgnesingum. Ásamt því að spila hörku vörn þá voru þeir að klára sín færi sannfærandi og dreifðu stigaskori allt frá inn í teig sem og fyrir utan þriggja stiga línuna. Þeir létu ekki áhlaup gestanna hafa stóráhrif á sig og náðu að svara flestum aðgerðum þeirra.Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá gestunum að temja nýliðana í Skallagrími sem stjórnuðu hraða leiksins eins og herforingjar. Sigtryggur Arnar og Ólafur Ólafsson voru seinir í gang, sóknarlega, en snéru blaðinu við í síðari hálfleik og var allt annað að sjá til þeirra. Þetta eru aftur á móti leikmenn sem Grindavík þarfnast í 40 mínútur, ekki bara 20 mínútur.Hverjir stóðu upp úr? Bjarni Guðmann var áberandi hjá Skallagrímsmönnum í fyrri hálfleik og má sjá að hann hefur farið miklum framförum frá síðasta tímabili, þá sérstaklega sóknarlega. Hann var stigahæstur í hálfleik með 11 stig og kláraði leikinn með 14 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar. Eyjólfur Ásberg var hvergi síðri. Hann var stigahæstur með 23 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Allir byrjunarliðsmenn Skallagríms voru með tveggja stafa stigaskor. Hjá gestunum var Terrell Vinson langbestur með 27 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar. Hann aftur á móti lenti illa á hnéinu rétt undir leikslok og var borinn af velli. Jordy Kuiper og Sigtryggur Arnar voru með sitthvor 18 stigin.Hvað gerist næst? Skallagrímsmenn munu næst mæta leikmönnum Stjörnunnar í Garðabæ á meðan Grindvíkingar taka á móti nágrönnum sínum í Keflavík.Skallagrímur-Grindavík 93-88 (24-18, 19-21, 31-19, 19-30) Skallagrímur: Eyjólfur Ásberg Halldórsson 23/6 fráköst/5 stoðsendingar, Aundre Jackson 22/9 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 14/9 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 12/9 fráköst/6 stoðsendingar, Matej Buovac 11, Davíð Ásgeirsson 7, Kristján Örn Ómarsson 4/4 fráköst.Grindavík: Terrell Vinson 27/10 fráköst/3 varin skot, Jordy Kuiper 18/11 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 18/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmir Kristjánsson 8, Johann Arni Olafsson 5, Michael Liapis 2.Finnur Jónsson: sáttur með sína menn Þjálfari Skallagríms, Finnur Jónsson, var að vonum sáttur með sína leikmenn og stigin tvö eftir leik. „Ég er hrikalega sáttur og það er gott að fá fyrstu stigin þó það hafi sett ljótan blett á leikinn þessi skelfilegu meiðsli hjá Terrell Vinson hérna í lokin.” Skallagrímsmenn fengu á sig yfir 100 stig í fyrstu umferð Domino’s deildar en töluverður munur var að sjá á varnarleik liðsins frá því í Vesturbænum. „Við ætluðum að bæta okkar varnarleik þar sem við drulluðum á okkur eftir fyrsta leik gegn KR. Við einbeittum okkur að vörninni í kvöld og mér fannst það ganga vel í dag, pínu vesen á okkur þarna í lokin en heilt yfir fannst mér við vera að spila hörkuvörn,” segir Finnur að endingu.Eyjólfur Ásberg: klaufar að vinna ekki stærra Eyjólfur Ásberg átti góðan leik fyrir Borgnesinga og sagðist að leik loknum vera ánægður með leik sinna manna. „Það voru fullt af góðum köflum hjá okkur. Pínu klaufar að vinna þetta ekki stærra þar sem við komumst í 17 stiga forskot í 3. leikhluta. Við förum að verja þetta forskot í staðin fyrir að sækja og það býður hættunni heim,” útskýrir Eyjólfur. Sigtryggur Arnar, fyrrum leikmaður Skallagríms, og Eyjólfur pössuðu mikið upp á hvorn annan í kvöld og mátti sjá hörku keppni á milli gömlu liðsfélagana. „Það er geggjað að fá að mæta honum aftur, frábær leikmaður. Við erum náttúrulega búnir að taka nokkrum sinnum one-on-one hérna í þessum sal og ég kann ágætlega á hann en það er erfitt að stoppa hann. Ég reyndi að hægja á honum eins og ég gat og það fór bara ágætlega held ég,” segir Eyjólfur brattur að lokumDaníel Guðni: Súrt að sjá leikmanninn okkar meiðast Daníel Guðni, aðstoðarþjálfari Grindavíkur, fór í hlutverk aðalþjálfara þar sem Jóhann Þór var nánast nýkominn úr aðgerð á hnéi. „Það er súrt að tapa og súrt að sjá leikmanninn okkar meiðast,” segir Daníel aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik en Terrell Vinson lenti illa á hnéi þegar um 30 sekúndur voru eftir af leiktíma og þurfti að vera borinn af velli. Þrátt fyrir að hafa elt nánast allann leikinn þá áttu Grindvíkingar gott áhlaup í lokin og minnkuðu muninn í eitt stig þegar um 10 sekúndur voru eftir. „Ég og Jóhann tókum gott tal við strákana. Við þurftum bara að herða tökin í vörninni sem við gerðum mest megnis. Að auki þurftum við að samstilla okkur sóknarlega. Við vorum alltof mikið að leyfa Skallagrími að ýta okkur út úr okkar sóknaraðgerðum, sem við teljum að virki á móti þeim. Það fór svo að ganga upp í fjórða leikhluta og ákvafinn kom í kjölfarið í vörninni,” bætir Daníel við. Aðstoðarþjálfarinn segir lítið hafa komið á óvart frá Borgnesingum. „Þeir eru duglegir að hlaupa völlinn. Þeir eru duglegir að skipta á skrínum og hjálpa, bara mjög duglegir og það mun fleyta þeim langt. Leikmenn eins og Bjarni og Eyjólfur eru búnir að taka þvílíkum framförum og voru frábærir hér í kvöld. Þeir eiga alveg eftir að koma meira á óvart í vetur,” segir hann að lokum við blaðamann Vísis.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti