Líkur á samfloti VR og SGS hafa aukist til mikilla muna Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. október 2018 07:15 Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kynntu kröfugerð SGS á miðvikudaginn. Verði af samfloti við VR myndi það ná til um 100 þúsund félagsmanna. Fréttablaðið/Ernir „Miðað við kröfugerð Starfsgreinasambandsins finnst mér líkurnar á samfloti hafa aukist til mikilla muna. Ég sé mikinn samhljóm milli okkar og ekki nein efnisleg atriði sem við myndum setja okkur upp á móti,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Stjórn VR hefur samþykkt kröfugerð félagsins en hún var í gær kynnt fyrir fulltrúum VR á þingi ASÍ sem fram fer eftir um tvær vikur. Ragnar Þór hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti fyrsta varaforseta ASÍ á þinginu. „Ég vonast til að þingið marki tímamót og það verði dregið strik í sandinn varðandi þau átök sem verið hafa innan verkalýðshreyfingarinnar. Þannig getum við einbeitt okkur að því að fara að vinna saman.“ Kröfugerð VR verður lögð fram til formlegrar samþykktar hjá trúnaðarráði félagsins næstkomandi mánudagskvöld. „Það hafa aldrei jafn margir komið að kröfugerð félagsins. Um 3.700 félagsmenn svöruðu könnun og svo var um 120 manna hópur í baklandinu sem vann úr þeim niðurstöðum.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sem er stærsta aðildarfélag SGS, segir samflot með VR algjört lykilatriði til þess að árangur náist í komandi kjaraviðræðum. „Ég er ánægð með að við náðum að móta svona kröftuga kröfugerð og leyfi mér að vera bjartsýn á framhaldið því þetta eru eðlilegar og sanngjarnar kröfur. Félagsmenn hafa lýst yfir mikilli gleði og ánægju með kröfugerðina.“ Hún segir að samninganefnd SGS muni hitta Samtök atvinnulífsins í næstu viku til að kynna þeim kröfugerðina. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að sér sýnist kröfugerð SGS ekki taka mið af þeim launahækkunum sem orðið hafa á síðustu árum. „Það eyðist sem af er tekið. Laun hafa hækkað um 30 prósent og lægstu laun um 40 prósent á gildistíma núverandi samnings. Þetta hefur skilað sér í 25 prósenta aukningu kaupmáttar.“ Geta fyrirtækja til að standa undir launahækkunum sé nú minni en hún var þegar síðasti kjarasamningur var gerður. „Kröfugerðir verða að taka mið af efnahagslegum raunveruleika. Það gerir kröfugerð SGS ekki.“ Halldór bendir þó á að ýmislegt fleira sé að finna í kröfugerðinni. „Það eru fjölmargir fletir á þessu sem við munum ræða. Ég hef nefnt húsnæðismarkaðinn en einnig styttingu heildarvinnutíma og aukinn sveigjanleika. Það er jákvætt að bæði SA og SGS leggi áherslu á þessi mál. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að bæta lífskjör Íslendinga. Um það snýst verkefnið.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Sjá meira
„Miðað við kröfugerð Starfsgreinasambandsins finnst mér líkurnar á samfloti hafa aukist til mikilla muna. Ég sé mikinn samhljóm milli okkar og ekki nein efnisleg atriði sem við myndum setja okkur upp á móti,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Stjórn VR hefur samþykkt kröfugerð félagsins en hún var í gær kynnt fyrir fulltrúum VR á þingi ASÍ sem fram fer eftir um tvær vikur. Ragnar Þór hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti fyrsta varaforseta ASÍ á þinginu. „Ég vonast til að þingið marki tímamót og það verði dregið strik í sandinn varðandi þau átök sem verið hafa innan verkalýðshreyfingarinnar. Þannig getum við einbeitt okkur að því að fara að vinna saman.“ Kröfugerð VR verður lögð fram til formlegrar samþykktar hjá trúnaðarráði félagsins næstkomandi mánudagskvöld. „Það hafa aldrei jafn margir komið að kröfugerð félagsins. Um 3.700 félagsmenn svöruðu könnun og svo var um 120 manna hópur í baklandinu sem vann úr þeim niðurstöðum.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sem er stærsta aðildarfélag SGS, segir samflot með VR algjört lykilatriði til þess að árangur náist í komandi kjaraviðræðum. „Ég er ánægð með að við náðum að móta svona kröftuga kröfugerð og leyfi mér að vera bjartsýn á framhaldið því þetta eru eðlilegar og sanngjarnar kröfur. Félagsmenn hafa lýst yfir mikilli gleði og ánægju með kröfugerðina.“ Hún segir að samninganefnd SGS muni hitta Samtök atvinnulífsins í næstu viku til að kynna þeim kröfugerðina. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að sér sýnist kröfugerð SGS ekki taka mið af þeim launahækkunum sem orðið hafa á síðustu árum. „Það eyðist sem af er tekið. Laun hafa hækkað um 30 prósent og lægstu laun um 40 prósent á gildistíma núverandi samnings. Þetta hefur skilað sér í 25 prósenta aukningu kaupmáttar.“ Geta fyrirtækja til að standa undir launahækkunum sé nú minni en hún var þegar síðasti kjarasamningur var gerður. „Kröfugerðir verða að taka mið af efnahagslegum raunveruleika. Það gerir kröfugerð SGS ekki.“ Halldór bendir þó á að ýmislegt fleira sé að finna í kröfugerðinni. „Það eru fjölmargir fletir á þessu sem við munum ræða. Ég hef nefnt húsnæðismarkaðinn en einnig styttingu heildarvinnutíma og aukinn sveigjanleika. Það er jákvætt að bæði SA og SGS leggi áherslu á þessi mál. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að bæta lífskjör Íslendinga. Um það snýst verkefnið.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Sjá meira