Lækna-Tómas lék Dr. Tomas í stórmynd um voðaverk Breivik Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2018 10:35 Tómas Guðbjartsson ásamt einum af aðalleikurum myndarinnar, Jonas Strand Gravli, og Andra Wilberg Orrasyni. Tómas Guðbjartsson Læknirinn Tómas Guðbjartsson fer með hlutverk í Netflix-myndinni 22. Júlí sem segir frá fjöldamorði Anders Behring Breivik í Osló og Útey í Noregi árið 2011. Í árásunum fórust samtals 77 manns, átta í sprengingunni í Osló og 69 í skotárásunum á Útey. Leikstjóri myndarinnar er Paul Greengrass sem hefur leikstýrt þremur Bourne-myndum, með Matt Damon í aðalhlutverki, og stórmyndunum United 93 og Captain Phillips en þessar tvær síðarnefndu eru báðar byggðar á sannsögulegum atburðum líkt og 22. Júlí.Greengrass vann handrit kvikmyndarinnar upp úr bókinni One of Us sem fjallar um ódæði Breivik og eftirmála þeirra.Tómas Guðbjartsson greinir frá aðkomu sinni að myndinni á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann íslenska framleiðslufyrirtækið True North hafa beðið sig um að vera læknisfræðilegan ráðgjafa myndarinnar, en Tómas hefur áður sinnt slíku hlutverki í kvikmyndunum Eiðnum og Good Heart, eftir leikstjórana Baltasar Kormák og Dag Kára. Hann segir Greengrass hafa síðar meir beðið hann um að taka að sér hlutverk bráða- og heilaskurðlæknis í myndinni sem gengur undir nafninu Dr. Tomas. Tómas tók með sér skurðteymi af Landspítalanum og segir tökurnar hafa reynst afar krefjandi fyrir allt teymið. Íslandstenging myndarinnar er mikil því tökur á sjúkrahúsatriðunum fóru fram á sjúkrahúsinu í Keflavík og þá voru atriði sem áttu að gerast á Svalbarða í Noregi tekin upp á Siglufirði. Hryðjuverk í Útey Landspítalinn Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Læknirinn Tómas Guðbjartsson fer með hlutverk í Netflix-myndinni 22. Júlí sem segir frá fjöldamorði Anders Behring Breivik í Osló og Útey í Noregi árið 2011. Í árásunum fórust samtals 77 manns, átta í sprengingunni í Osló og 69 í skotárásunum á Útey. Leikstjóri myndarinnar er Paul Greengrass sem hefur leikstýrt þremur Bourne-myndum, með Matt Damon í aðalhlutverki, og stórmyndunum United 93 og Captain Phillips en þessar tvær síðarnefndu eru báðar byggðar á sannsögulegum atburðum líkt og 22. Júlí.Greengrass vann handrit kvikmyndarinnar upp úr bókinni One of Us sem fjallar um ódæði Breivik og eftirmála þeirra.Tómas Guðbjartsson greinir frá aðkomu sinni að myndinni á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann íslenska framleiðslufyrirtækið True North hafa beðið sig um að vera læknisfræðilegan ráðgjafa myndarinnar, en Tómas hefur áður sinnt slíku hlutverki í kvikmyndunum Eiðnum og Good Heart, eftir leikstjórana Baltasar Kormák og Dag Kára. Hann segir Greengrass hafa síðar meir beðið hann um að taka að sér hlutverk bráða- og heilaskurðlæknis í myndinni sem gengur undir nafninu Dr. Tomas. Tómas tók með sér skurðteymi af Landspítalanum og segir tökurnar hafa reynst afar krefjandi fyrir allt teymið. Íslandstenging myndarinnar er mikil því tökur á sjúkrahúsatriðunum fóru fram á sjúkrahúsinu í Keflavík og þá voru atriði sem áttu að gerast á Svalbarða í Noregi tekin upp á Siglufirði.
Hryðjuverk í Útey Landspítalinn Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein