Lækna-Tómas lék Dr. Tomas í stórmynd um voðaverk Breivik Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2018 10:35 Tómas Guðbjartsson ásamt einum af aðalleikurum myndarinnar, Jonas Strand Gravli, og Andra Wilberg Orrasyni. Tómas Guðbjartsson Læknirinn Tómas Guðbjartsson fer með hlutverk í Netflix-myndinni 22. Júlí sem segir frá fjöldamorði Anders Behring Breivik í Osló og Útey í Noregi árið 2011. Í árásunum fórust samtals 77 manns, átta í sprengingunni í Osló og 69 í skotárásunum á Útey. Leikstjóri myndarinnar er Paul Greengrass sem hefur leikstýrt þremur Bourne-myndum, með Matt Damon í aðalhlutverki, og stórmyndunum United 93 og Captain Phillips en þessar tvær síðarnefndu eru báðar byggðar á sannsögulegum atburðum líkt og 22. Júlí.Greengrass vann handrit kvikmyndarinnar upp úr bókinni One of Us sem fjallar um ódæði Breivik og eftirmála þeirra.Tómas Guðbjartsson greinir frá aðkomu sinni að myndinni á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann íslenska framleiðslufyrirtækið True North hafa beðið sig um að vera læknisfræðilegan ráðgjafa myndarinnar, en Tómas hefur áður sinnt slíku hlutverki í kvikmyndunum Eiðnum og Good Heart, eftir leikstjórana Baltasar Kormák og Dag Kára. Hann segir Greengrass hafa síðar meir beðið hann um að taka að sér hlutverk bráða- og heilaskurðlæknis í myndinni sem gengur undir nafninu Dr. Tomas. Tómas tók með sér skurðteymi af Landspítalanum og segir tökurnar hafa reynst afar krefjandi fyrir allt teymið. Íslandstenging myndarinnar er mikil því tökur á sjúkrahúsatriðunum fóru fram á sjúkrahúsinu í Keflavík og þá voru atriði sem áttu að gerast á Svalbarða í Noregi tekin upp á Siglufirði. Hryðjuverk í Útey Landspítalinn Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Læknirinn Tómas Guðbjartsson fer með hlutverk í Netflix-myndinni 22. Júlí sem segir frá fjöldamorði Anders Behring Breivik í Osló og Útey í Noregi árið 2011. Í árásunum fórust samtals 77 manns, átta í sprengingunni í Osló og 69 í skotárásunum á Útey. Leikstjóri myndarinnar er Paul Greengrass sem hefur leikstýrt þremur Bourne-myndum, með Matt Damon í aðalhlutverki, og stórmyndunum United 93 og Captain Phillips en þessar tvær síðarnefndu eru báðar byggðar á sannsögulegum atburðum líkt og 22. Júlí.Greengrass vann handrit kvikmyndarinnar upp úr bókinni One of Us sem fjallar um ódæði Breivik og eftirmála þeirra.Tómas Guðbjartsson greinir frá aðkomu sinni að myndinni á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann íslenska framleiðslufyrirtækið True North hafa beðið sig um að vera læknisfræðilegan ráðgjafa myndarinnar, en Tómas hefur áður sinnt slíku hlutverki í kvikmyndunum Eiðnum og Good Heart, eftir leikstjórana Baltasar Kormák og Dag Kára. Hann segir Greengrass hafa síðar meir beðið hann um að taka að sér hlutverk bráða- og heilaskurðlæknis í myndinni sem gengur undir nafninu Dr. Tomas. Tómas tók með sér skurðteymi af Landspítalanum og segir tökurnar hafa reynst afar krefjandi fyrir allt teymið. Íslandstenging myndarinnar er mikil því tökur á sjúkrahúsatriðunum fóru fram á sjúkrahúsinu í Keflavík og þá voru atriði sem áttu að gerast á Svalbarða í Noregi tekin upp á Siglufirði.
Hryðjuverk í Útey Landspítalinn Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira