Hatursorðræða gegn konum ekki liðin
Mál Kristins Sigurjónssonar hafa vakið mikla athygli en hann var rekinn frá Háskóla Reykjavíkur í kjölfar ummæla hans sem af skólastjórnendum eru túlkuð sem hatursorðræða í garð kvenna. Lögmaður Kristins, Jón Steinar Gunnlaugsson, hefur ritað rektor HR bréf þar sem hann gefur honum kost á að draga uppsögnina til baka eða mæta sér fyrir dómsstólum öðrum kosti. Ljóst virðist af viðbrögðum Ara Kristins Jónssonar, rektors HR, að hann muni standa við uppsögnina og því stefnir í dómsmál.Í HR er að finna félag sem kallast sys/tra, félag kvenna við tölvunarfræðideild HR. Varaformaður þess, Sjöfn Óskarsdóttir, hefur sent yfirlýsingu sem hún, félagar í sys/tra og nokkrir aðrir nemendur, lýsa yfir mikilli ánægju með stefnu þá sem Ari Kristinn rektor hefur tekið.
„Við viljum að sjónarmið nemenda komi fram og sem dæmi myndum ekki treysta okkur til að mæta í tíma og fá leiðsögn frá kennara sem hefði opinberlega birt hatursorðræðu gegn konum á hvaða vettvangi sem er. Slík orðræða er ekki „almenn skoðun“ og fengi sem dæmi aldrei stuðning hér á landi ef svona væri talað um minnihlutahóp, t.d. vegna litarhafts. Það flokkast ekki undir málfrelsi að viðhafa hatursorðræðu gagnvart konum eða öðrum hópum,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni sem sjá má í heild sinni hér neðar.
Yfirlýsingin
Við undirrituð, nemendur við Háskólann í Reykjavík, viljum koma eftirfarandi á framfæri.Nemendur í HR gera þá kröfu til kennara að þeir beri virðingu fyrir nemendum af báðum kynjum og að hægt sé að treysta því að allir hafi sömu stöðu þegar kemur að kennslu, einkunnum, aðstoð við nám og annað. Hatursorðræða gagnvart konum og öðrum á ekki að líðast í háskólastarfi.
Við viljum að sjónarmið nemenda komi fram og sem dæmi myndum ekki treysta okkur til að mæta í tíma og fá leiðsögn frá kennara sem hefði opinberlega birt hatursorðræðu gegn konum á hvaða vettvangi sem er. Slík orðræða er ekki „almenn skoðun“ og fengi sem dæmi aldrei stuðning hér á landi ef svona væri talað um minnihlutahóp, t.d. vegna litarhafts. Það flokkast ekki undir málfrelsi að viðhafa hatursorðræðu gagnvart konum eða öðrum hópum.
Við erum mjög ánægð með viðbrögð HR í nýlegu máli lektors háskólans sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarið og styðjum þau eindregið. Við þökkum HR kærlega fyrir að bregðast skjótt við og fyrir að setja hagsmuni okkar nemenda í forgang."
Sjöfn Óskarsdóttir, nemi við HR og varaformaður /sys/tra, félag kvenna við tölvunarfræðideild HR S.
Elín Vilbergsdóttir, nemi við HR og fjölmiðlafulltrúi /sys/tra
Laufey Inga Stefánsdóttir, nemi við HR og viðburðastjóri /sys/tra
Theodóra Líf Káradóttir, nemi við HR og ritari /sys/tra
Arna Rut Arnarsdóttir, nemi við HR og nýnemi /sys/tra
Petra Kristín Frantz, nemi við HR og gjaldkeri /sys/tra
Hugrún Hannesdóttir, nemi við HR og formaður /sys/tra
Edit Ómarsdóttir, nemi við HR
Arna Björg Jónasardóttir, nemi við HR
Grétar Örn Hjartarson, nemi við HR
Birkir Kárason, nemi við HR
Sigurður Sturla Bjarnarsson, nemi við HR
Katrín Elfa Arnarsdóttir, nemi við HR
Oddný Karen Arnardóttir, nemi við HR
Logi Steinn Ásgeirsson, nemi við HR
Róbert Elís Villalobos, nemi við HR
Lilja Ýr Guðmundsdóttir, nemi við HR
Erla Kristín Arnalds, nemi við HR