Íbúar í Vík í Mýrdal óttast ekki eldgos í Kötlu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. október 2018 21:00 Um 350 manns mættu í íþróttahúsið í Vík á Kötluráðstefnunan sem haldin var í dag til að hlusta á fróðlega fyrirlestra um eldfjallið og gosið 12. október 1918. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Vík í Mýrdal óttast ekki eldgos í Kötlu en á sama tíma bera þeir mikla virðingu fyrir eldstöðinni. Um 350 manns komu saman í Vík í dag til að minnast þess að ein öld er frá Kötlugosinu 1918. „Menn eru með viðbragðsáætlanir en það má náttúrulega ekki gleyma því að Kötlugos veldur gríðarlegu tjóni, og þá sér í lagi jökulhlaupum þar sem þau koma niður, “segir Þorsteinn Sæmundsen jarðfræðingur og einn skipuleggjandi ráðstefnunnar. Hann segist vera mjög sáttur við það hvernig unnið er að málum í dag með vöktun á Kötlu. „Veðurstofan heldur uppi mjög öflugu viðvörunarkerfi og bæði Veðurstofuna og háskólinn eru með víðtækar rannsóknir á Kötlu, ekki bar Kötlu, heldur flest öllum eldfjöllum sem við teljum að hætta skapast af á Íslandi.“Fundargestir skemmtu sér vel enda var slegið á létta strengi á ráðstefnunni þó málefnið væri alvarlegt.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hvað segja heimamenn í Vík, óttast þeir eldgos í Kötlu?„Það er enginn hræddur við þetta hér, menn treysta á að öll þessi mælitæki sem eru á jöklinum og að öll vöktunin á þessu gefi talsverðan fyrirvara, þannig að það hafi allir tækifæri og tíma til þess að forða sér af þessu hugsanlega flóðasvæði,“ segir Þórir Kjartansson.Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir að íbúa hafi almennt ekki áhyggjur af eldgosi í Kötlu.Vísir/Magnús hlynur hreiðarsson„Nei ég held að almennt hafi fólki ekki áhyggjur. Ég held að fólk viti af þessu og vilji vita um hana og meira um hana, það er tilbúið að bregðast við en ég held að dagsdaglega hafi fólk ekki áhyggjur af þessu,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Hún er spennandi, ógnandi og athyglisverð. Mér er hlýtt til hennar í sjálfu sér en hún á ekki að koma í bakið á mér. Fólk er ekki hrætt við Kötlu hérna, nei, nei, en við vitum að við þurfum að standa klár og þetta er ógnaratburður, það borgar sig ekki að gera neitt lítið úr því,“ segir Kolbrún Hjörleifsdóttir. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Reykjanesskagi „kominn á tíma“ og búast má við eldgosi hvenær sem er Eldgos gæti orðið hvað úr hverju á Reykjanesskaga, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings, sem rannsakað hefur náttúruvá á svæðinu undanfarin þrjú ár ásamt samstarfsfólki sínu. 5. október 2018 13:00 Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Íbúar í Vík í Mýrdal óttast ekki eldgos í Kötlu en á sama tíma bera þeir mikla virðingu fyrir eldstöðinni. Um 350 manns komu saman í Vík í dag til að minnast þess að ein öld er frá Kötlugosinu 1918. „Menn eru með viðbragðsáætlanir en það má náttúrulega ekki gleyma því að Kötlugos veldur gríðarlegu tjóni, og þá sér í lagi jökulhlaupum þar sem þau koma niður, “segir Þorsteinn Sæmundsen jarðfræðingur og einn skipuleggjandi ráðstefnunnar. Hann segist vera mjög sáttur við það hvernig unnið er að málum í dag með vöktun á Kötlu. „Veðurstofan heldur uppi mjög öflugu viðvörunarkerfi og bæði Veðurstofuna og háskólinn eru með víðtækar rannsóknir á Kötlu, ekki bar Kötlu, heldur flest öllum eldfjöllum sem við teljum að hætta skapast af á Íslandi.“Fundargestir skemmtu sér vel enda var slegið á létta strengi á ráðstefnunni þó málefnið væri alvarlegt.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hvað segja heimamenn í Vík, óttast þeir eldgos í Kötlu?„Það er enginn hræddur við þetta hér, menn treysta á að öll þessi mælitæki sem eru á jöklinum og að öll vöktunin á þessu gefi talsverðan fyrirvara, þannig að það hafi allir tækifæri og tíma til þess að forða sér af þessu hugsanlega flóðasvæði,“ segir Þórir Kjartansson.Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir að íbúa hafi almennt ekki áhyggjur af eldgosi í Kötlu.Vísir/Magnús hlynur hreiðarsson„Nei ég held að almennt hafi fólki ekki áhyggjur. Ég held að fólk viti af þessu og vilji vita um hana og meira um hana, það er tilbúið að bregðast við en ég held að dagsdaglega hafi fólk ekki áhyggjur af þessu,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Hún er spennandi, ógnandi og athyglisverð. Mér er hlýtt til hennar í sjálfu sér en hún á ekki að koma í bakið á mér. Fólk er ekki hrætt við Kötlu hérna, nei, nei, en við vitum að við þurfum að standa klár og þetta er ógnaratburður, það borgar sig ekki að gera neitt lítið úr því,“ segir Kolbrún Hjörleifsdóttir.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Reykjanesskagi „kominn á tíma“ og búast má við eldgosi hvenær sem er Eldgos gæti orðið hvað úr hverju á Reykjanesskaga, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings, sem rannsakað hefur náttúruvá á svæðinu undanfarin þrjú ár ásamt samstarfsfólki sínu. 5. október 2018 13:00 Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59
Reykjanesskagi „kominn á tíma“ og búast má við eldgosi hvenær sem er Eldgos gæti orðið hvað úr hverju á Reykjanesskaga, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings, sem rannsakað hefur náttúruvá á svæðinu undanfarin þrjú ár ásamt samstarfsfólki sínu. 5. október 2018 13:00
Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45