Skoða Twitternjósnir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2018 08:15 Ef ásakanir á hendur Twitter reynast réttar gæti fyrirtækið þurft að greiða himinháa sekt. Vísir/EPA Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter sætir nú rannsókn persónuverndaryfirvalda á Írlandi vegna þess að miðillinn neitar því að upplýsa notendur um hvaða upplýsingar fyrirtækið skráir þegar notandinn smellir á hlekki á Twitter. Frá þessu var greint á vefsíðu Fortune í gær. Þegar notendur setja hlekki í tíst sín breytir Twitter hlekknum með styttingakerfi sínu, t.co. Á hjálparsíðu Twitter segir að þetta sé gert svo fyrirtækið geti skráð hversu oft smellt er á hvern hlekk og til þess að berjast gegn dreifingu tölvuveira á samfélagsmiðlinum. Michael Veale, netöryggismálarannsakandi hjá University College í Lundúnum, sagði í samtali við Fortune að hann grunaði að Twitter safnaði þó enn frekari upplýsingum þegar notendur smella á hlekki. Mögulega nýtti samfélagsmiðillinn styttingakerfi sitt til þess að fylgja notendum á vafri þeirra og skilja eftir svokallaðar vafrakökur (e. cookies). Evrópusambandið samþykkti nýja löggjöf um meðferð persónulegra gagna árið 2016 og tók hún gildi í maí síðastliðnum. Með tilkomu löggjafarinnar, sem kallast Almenna persónuverndarreglugerðin, eða einfaldlega GDPR, getur hver notandi krafið veffyrirtæki um allar þær upplýsingar sem vefurinn hefur safnað um notandann. Þetta gerði Veale en Twitter neitaði því að útvega upplýsingar sem safnað er við það þegar smellt er á hlekki. Bar því fyrir sig að söfnun þeirra gagna væri flókin og erfið og sagði að GDPR heimilaði neitun á þeim grundvelli. Veale er hins vegar á þeirri skoðun að Twitter rangtúlki löggjöfina. Veale kvartaði svo til írskra persónuverndaryfirvalda og segir Fortune frá því að á fimmtudaginn hafi rannsókn á málinu hafist. Evrópskar höfuðstöðvar Twitter, líkt og annarra tæknifyrirtækja á borð við Google, Facebook, Microsoft og Paypal, eru á Írlandi. Nánar tiltekið í Dyflinni. Þess vegna var kvörtunin send inn þar í landi. Komist yfirvöld á Írlandi að þeirri niðurstöðu að Twitter hafi brotið gegn GDPR-löggjöfinni gæti fyrirtækið átt yfir höfði sér allt að tuttugu milljóna evra sekt, eða sekt sem nemur fjórum prósentum árlegrar veltu ef sú upphæð er hærri. Sé miðað við veltu Twitter á síðasta ári eru fjögur prósent um 83 milljónir evra, andvirði 11 milljarða króna. Áður hafði Veale kvartað yfir því að Facebook hafi neitað að afhenda sambærileg gögn. Sama írska stofnunin hefur það mál nú til rannsóknar. Mál Michaels Veale er þó langt frá því að vera persónuverndarmálið sem Facebook glímir nú við. Persónuverndaryfirvöld á Írlandi rannsaka til að mynda leka á upplýsingum fimmtíu milljóna notenda og gæti fyrirtækið átt yfir höfði sér 1,4 milljarða evra sekt í málinu. Það samsvarar um 190 milljörðum króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter sætir nú rannsókn persónuverndaryfirvalda á Írlandi vegna þess að miðillinn neitar því að upplýsa notendur um hvaða upplýsingar fyrirtækið skráir þegar notandinn smellir á hlekki á Twitter. Frá þessu var greint á vefsíðu Fortune í gær. Þegar notendur setja hlekki í tíst sín breytir Twitter hlekknum með styttingakerfi sínu, t.co. Á hjálparsíðu Twitter segir að þetta sé gert svo fyrirtækið geti skráð hversu oft smellt er á hvern hlekk og til þess að berjast gegn dreifingu tölvuveira á samfélagsmiðlinum. Michael Veale, netöryggismálarannsakandi hjá University College í Lundúnum, sagði í samtali við Fortune að hann grunaði að Twitter safnaði þó enn frekari upplýsingum þegar notendur smella á hlekki. Mögulega nýtti samfélagsmiðillinn styttingakerfi sitt til þess að fylgja notendum á vafri þeirra og skilja eftir svokallaðar vafrakökur (e. cookies). Evrópusambandið samþykkti nýja löggjöf um meðferð persónulegra gagna árið 2016 og tók hún gildi í maí síðastliðnum. Með tilkomu löggjafarinnar, sem kallast Almenna persónuverndarreglugerðin, eða einfaldlega GDPR, getur hver notandi krafið veffyrirtæki um allar þær upplýsingar sem vefurinn hefur safnað um notandann. Þetta gerði Veale en Twitter neitaði því að útvega upplýsingar sem safnað er við það þegar smellt er á hlekki. Bar því fyrir sig að söfnun þeirra gagna væri flókin og erfið og sagði að GDPR heimilaði neitun á þeim grundvelli. Veale er hins vegar á þeirri skoðun að Twitter rangtúlki löggjöfina. Veale kvartaði svo til írskra persónuverndaryfirvalda og segir Fortune frá því að á fimmtudaginn hafi rannsókn á málinu hafist. Evrópskar höfuðstöðvar Twitter, líkt og annarra tæknifyrirtækja á borð við Google, Facebook, Microsoft og Paypal, eru á Írlandi. Nánar tiltekið í Dyflinni. Þess vegna var kvörtunin send inn þar í landi. Komist yfirvöld á Írlandi að þeirri niðurstöðu að Twitter hafi brotið gegn GDPR-löggjöfinni gæti fyrirtækið átt yfir höfði sér allt að tuttugu milljóna evra sekt, eða sekt sem nemur fjórum prósentum árlegrar veltu ef sú upphæð er hærri. Sé miðað við veltu Twitter á síðasta ári eru fjögur prósent um 83 milljónir evra, andvirði 11 milljarða króna. Áður hafði Veale kvartað yfir því að Facebook hafi neitað að afhenda sambærileg gögn. Sama írska stofnunin hefur það mál nú til rannsóknar. Mál Michaels Veale er þó langt frá því að vera persónuverndarmálið sem Facebook glímir nú við. Persónuverndaryfirvöld á Írlandi rannsaka til að mynda leka á upplýsingum fimmtíu milljóna notenda og gæti fyrirtækið átt yfir höfði sér 1,4 milljarða evra sekt í málinu. Það samsvarar um 190 milljörðum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira