Hægriflokkurinn vill stýra einn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2018 08:15 Tillögu Ulfs Kristersson hefur ekki verið vel tekið en illa gengur að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð. Vísir/EPA Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Moderaterna), sagði í gær að flokkur hans væri tilbúinn til þess að mynda einn minnihlutastjórn án aðkomu hinna flokkanna í hægriblokkinni. Kristersson lagði til að hinir hægriflokkarnir gætu varið stjórnina vantrausti. Stjórnmálaskýrendur í Svíþjóð töldu þetta útspil Kristerssons til þess gert að komast hjá því að vinna með Svíþjóðardemókrötum. Rúmur mánuður er nú liðinn frá kosningum og enn hefur ekki tekist að mynda stjórn. Einfaldasta útskýringin er sú að hvorki hægri- né vinstriblokkin náði meirihluta þar sem þjóðernishyggjuflokkurinn Svíþjóðardemókratar náði 62 þingsætum. „Hvorki Svíþjóðardemókratar né Vinstriflokkurinn ættu að hafa nokkra aðkomu að ríkisstjórn,“ sagði Kristersson í langri Facebook-færslu. Vinstriflokkurinn fékk 21 sæti og er hluti af vinstriblokkinni. Nokkrir þingmenn og sitjandi ráðherrar í starfsstjórn Jafnaðarmannaflokksins, stærsta flokks vinstriblokkarinnar, höfnuðu þessari tillögu Kristerssons í gær. „Með þessari tillögu sýnir Kristersson sitt rétta andlit. Hann vill mynda hægristjórn með stuðningi öfgamanna. Sú stjórn hefði minnsta umboð nokkurrar ríkisstjórnar í fjörutíu ár og væri sú hægrisinnaðasta í níutíu ár,“ sagði Morgan Johansson innanríkisráðherra í tísti. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, sagði að tillagan væri út í hött. „Það er algjörlega órökrétt að við myndum styðja myndun ríkisstjórnar sem gefur það út að við fengjum ekki að hafa nein áhrif. Það mun að sjálfsögðu ekki gerast.“ Þingmenn og leiðtogar hinna hægriflokkanna, Miðflokksins, Frjálslynda flokksins og Kristilegra demókrata, höfðu lítið tjáð sig um tillögu Kristerssons þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Michael Arthursson, þingmaður Miðflokksins, sagði þó við sænska ríkisútvarpið, SVT, að það væri óheppilegt að rætt væri um slíkar tillögur á opinberum vettvangi. Þær ætti frekar að ræða innan hægriblokkarinnar. Heimildarmaður úr Frjálslynda flokknum sagði hins vegar við Expressen að tillaga Kristerssons ylli flokksmönnum áhyggjum. Færsla Kristerssons hefði komið Jan Björklund formanni á óvart og að það væri undarleg taktík að ræða ekki við formanninn áður en slík færsla væri birt. Andreas Norlén, forseti þingsins og þingmaður Hægriflokksins, gaf Kristersson stjórnarmyndunarumboðið þann 2. október síðastliðinn. Umboðið gildir til tveggja vikna og hefur Kristersson því frest fram á þriðjudag til að mynda ríkisstjórn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Moderaterna), sagði í gær að flokkur hans væri tilbúinn til þess að mynda einn minnihlutastjórn án aðkomu hinna flokkanna í hægriblokkinni. Kristersson lagði til að hinir hægriflokkarnir gætu varið stjórnina vantrausti. Stjórnmálaskýrendur í Svíþjóð töldu þetta útspil Kristerssons til þess gert að komast hjá því að vinna með Svíþjóðardemókrötum. Rúmur mánuður er nú liðinn frá kosningum og enn hefur ekki tekist að mynda stjórn. Einfaldasta útskýringin er sú að hvorki hægri- né vinstriblokkin náði meirihluta þar sem þjóðernishyggjuflokkurinn Svíþjóðardemókratar náði 62 þingsætum. „Hvorki Svíþjóðardemókratar né Vinstriflokkurinn ættu að hafa nokkra aðkomu að ríkisstjórn,“ sagði Kristersson í langri Facebook-færslu. Vinstriflokkurinn fékk 21 sæti og er hluti af vinstriblokkinni. Nokkrir þingmenn og sitjandi ráðherrar í starfsstjórn Jafnaðarmannaflokksins, stærsta flokks vinstriblokkarinnar, höfnuðu þessari tillögu Kristerssons í gær. „Með þessari tillögu sýnir Kristersson sitt rétta andlit. Hann vill mynda hægristjórn með stuðningi öfgamanna. Sú stjórn hefði minnsta umboð nokkurrar ríkisstjórnar í fjörutíu ár og væri sú hægrisinnaðasta í níutíu ár,“ sagði Morgan Johansson innanríkisráðherra í tísti. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, sagði að tillagan væri út í hött. „Það er algjörlega órökrétt að við myndum styðja myndun ríkisstjórnar sem gefur það út að við fengjum ekki að hafa nein áhrif. Það mun að sjálfsögðu ekki gerast.“ Þingmenn og leiðtogar hinna hægriflokkanna, Miðflokksins, Frjálslynda flokksins og Kristilegra demókrata, höfðu lítið tjáð sig um tillögu Kristerssons þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Michael Arthursson, þingmaður Miðflokksins, sagði þó við sænska ríkisútvarpið, SVT, að það væri óheppilegt að rætt væri um slíkar tillögur á opinberum vettvangi. Þær ætti frekar að ræða innan hægriblokkarinnar. Heimildarmaður úr Frjálslynda flokknum sagði hins vegar við Expressen að tillaga Kristerssons ylli flokksmönnum áhyggjum. Færsla Kristerssons hefði komið Jan Björklund formanni á óvart og að það væri undarleg taktík að ræða ekki við formanninn áður en slík færsla væri birt. Andreas Norlén, forseti þingsins og þingmaður Hægriflokksins, gaf Kristersson stjórnarmyndunarumboðið þann 2. október síðastliðinn. Umboðið gildir til tveggja vikna og hefur Kristersson því frest fram á þriðjudag til að mynda ríkisstjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira