Karlar á miðjum aldri mestu dónarnir Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. október 2018 07:45 Stöðuverðirnir sem rætt var við eru sammála um að karlar á aldrinum 50-70 ára séu mestu dónarnir í garð þeirra. Fréttablaðið Stöðuverðir segja frá ofbeldi, líflátshótunum, áreitni og algjörri lítilsvirðingu sem þeir fá frá samborgurum sínum fyrir það eitt að sinna starfi sínu. Þeir glími margir við mikla vanlíðan vegna framkomu fólks í sinn garð. Stöðuverðir hafa eftirlit með gjaldskyldum bílastæðum og leggja gjald á þau ökutæki sem ekki hafa greitt fyrir bílastæði. Einnig hafa stöðuverðir eftirlit með ökutækjum sem lagt er ólöglega og sinna eftirliti með virkni gjaldmæla. Starf stöðuvarða útheimtir mikil samskipti við almenning en það er ekki endilega alltaf einfalt. Frá því greina þrír stöðuverðir sem blaðamaður fær að hitta gegn nafnleynd. Tvær konur og einn karl. Sem við skulum kalla Margréti, Jóhönnu og Einar. Margrét hefur unnið sem stöðuvörður í um fjögur ár. Jóhanna hefur svipaðan starfsaldur. Einar hefur lengstan starfsaldur og hefur unnið sem stöðuvörður í nærri því áratug. Stöðuverðirnir geta ekki talað við blaðamann nema gegn fullum trúnaði. Ástæðan er sú að þeir verða fyrir stöðugri áreitni vegna vinnu sinnar, hótunum og jafnvel ofbeldi. Yfirmaður þeirra leggst alfarið gegn því að þeir tali undir nafni. Þau sjálf útskýra að þótt þau vilji ræða hreinskilnislega um veruleika sinn þá búi þau við svo mikla áreitni að þau treysti sér hreinlega ekki til þess. Margrét glímir við kvíða í kjölfar hótana og áreitni og hefur þurft að sækja sér aðstoð hjá sálfræðingi vegna starfs síns.Margrét: Ég held að flestir skilji hvers vegna við getum ekki komið fram undir nafni. Einar segir margt hafa breyst frá því að hann hóf störf. Tæknin dragi lítillega úr áreitninni sem stöðuverðir verða fyrir.Einar: Tæknin og mælarnir hafa breyst mikið. Allt til hins betra og tæknin styður betur við okkar störf. Þegar við fórum að nota símana þá gat maður útskýrt fyrir fólki og sagt: Nei, ég get ekki tekið þetta til baka. Gjaldið er farið í heimabankann, ég get ekkert gert fyrir þig núna. Áður þá bað fólk mann um að rífa miðana og það var allt reynt.Jóhanna: Eldri karlar sem muna gamla kerfið eru vissir í sinni sök. Þú getur víst tekið þetta til baka. Það er allt hægt. Þeir skilja ekki að þeir fá ekki lengur sínu framgengt en reyna samt.Fékk ekki hjálp frá lögregluMargrét: Einu sinni leitaði ég til lögreglu. Vegna manns sem greip í mig og hélt mér fastri. Öskraði á félaga sinn að ég væri nýja kærastan sín. Ég ákvað að greina lögreglu frá þessu því mér var mjög brugðið. Þar fékk ég að heyra að það væri ekki ólöglegt að snerta fólk. Ég fékk enga hjálp frá lögreglunni þó að þetta hafi verið skráð í kerfið hjá þeim. Ég hef líka fengið líflátshótun. Það var fyrstu vikuna í starfi. Ég bauð manni sem hafði lagt bílnum þvert upp á gangstétt góðan daginn. Má bjóða þér að færa þig? spurði ég hann og benti á fjölda auðra bílastæða á móti. Þar voru svona fimmtíu auð bílastæði. Hann fer út úr bílnum og segir við mig: Ef þú kemur við bílinn minn þá drep ég þig. Kærastan hans brást öðruvísi við, reiddist honum og færði bílinn.Bílastæðasjóður notast ekki við orðið stöðumælavörður heldur stöðuvörður þar sem starf þeirra er fjölbreyttara en að gæta stöðumæla.FréttablaðiðHrækja, öskra og æpaFékkstu stuðning hér?Margrét: Já, ég fékk stuðning frá vinnufélögum mínum. Á það get ég alltaf treyst. En næst þegar ég þarf að tala við rannsóknarlögreglumann þá tek ég einhvern með mér. Ég fann að ég var greinilega ekki nógu sterk til þess að deila við rannsóknarlögreglumann um hvort hótanirnar og áreitnin væru tilefni til þess láta lögreglu vita.Jóhanna: Lögreglan gerir ekki neitt. Ég er að fara að skrifa á bíl sem hefur verið lagt upp á miðja gangstétt. Það er maður hangandi á glugga á annarri hæð að mála. Sér mig og byrjar að hrópa til mín hræðileg fúkyrði. Ég læt sem ég taki ekki eftir því og held áfram að bílnum. Þá kemur hann hlaupandi niður til mín og byrjar að öskra og æpa. Þú ert alltaf að skrifa á bílinn minn. Þetta er einkalóðin mín og ég má alveg leggja hér. Hann heldur svona áfram og hrækir svo tvisvar á mig. Það eru tvö vitni að þessu sem koma samt ekki til mín fyrr en hann er farinn. Þeim þykir þetta miður og biðja mig afsökunar fyrir hans hönd. Allan tímann hugsa ég: Af hverju komið þið ekki út að aðstoða mig? Ég kom í vinnuna í sjokki og segi yfirmanni mínum frá því hvað hafi skeð. Þau segja mér að fara heim. Það var samt ákveðið að ég skyldi kæra atvikið. Ég fékk svipuð viðbrögð og hún. Ég fékk hringingu frá lögreglunni daginn eftir. Og sagt að þar sem ég hefði engin vitni þá væri ekkert hægt að gera. Ertu ekki sátt? Er þetta ekki bara í fína lagi? spurði lögreglumaðurinn. Ég var hissa og greindi yfirmanni mínum frá símtalinu. Yfirmaður minn hafði strax samband við lögregluna og ég var þá boðuð í skýrslutöku daginn eftir. Þá sagði hann enn og aftur að ég hefði ekki vitni. Ég ítrekaði að þarna hefðu verið tvö vitni og hann sagðist reyna að tala við annað þeirra. Viðbrögðin sem við fáum eru: Æi, byrja þau að væla. Mig langaði svo að benda þeim á að við værum í raun og veru að vinna þeirra vinnu. Létta þeim störfin. En ég þagði.Margrét: Við berum hins vegar fulla virðingu fyrir störfum lögreglumanna og viljum hafa þá í góðu sambandi við okkur. Við þurfum að geta treyst á þá. Það er mikilvægt að taka fram að það eru alls ekki allir lögreglumenn sem haga sér svona. Hefur hræðileg áhrif á sálarlífiðJóhanna: Það er hræðilegt að láta hrækja á sig. En það er líka hræðilegt að láta öskra á sig um hábjartan dag. Þú hefur ekki tilverurétt, helvítið þitt. Hálfviti. Ógeð. Þetta hefur hræðileg áhrif á sálarlífið.Margrét: Ég held að stór hluti okkar sem erum að vinna hér sé á kvíðalyfjum. Við erum að glíma við einhvers konar kvíða og stundum þunglyndi. Það er þannig séð takmarkað hvað við fáum af aðstoð. Við fáum einn til tvo sálfræðitíma eftir svona atvik.Jóhanna: Mér hefur aldrei verið boðið það en kannski ég athugi málið. Að fá á sig svona svívirðingar og fá svo svona lág laun. Einar: Ég held að það sé verra að vera kona í þessu starfi. En mér var einu sinni hótað lífláti. Þetta var einhver fasteignasali sem öskraði á eftir mér að hann ætlaði að stúta mér. Einu sinni vorum við tveir saman á bíl. Einn þeirra sem fengu á sig gjald elti okkur og keyrði í veg fyrir bílinn okkar til að stöðva okkur. Fólk gengur svo ótrúlega langt. Við fórum til lögreglunnar og gáfum skýrslu þar sem skilaði auðvitað engu.Margrét: Það hefur bara einu sinni að ég held verið sakfellt fyrir árás á stöðuvörð. Þetta er erfitt. Maður er í samskiptum við einhvern og maður sér það ekki fyrir hvenær manneskja er að fara að snappa.Jóhanna: Í Bretlandi var gerð tilraun og lögreglumönnum á götuvakt úthlutað myndavélum. Það dró stórlega úr árásum og áreitni. En við megum ekki vera með myndavélar, Persónuvernd bannar það alfarið.Það er margt sem lagt er á stöðuverði borgarinnar.FréttablaðiðMinni áreitni á veturna Stöðuverðir eru úti í öllum veðrum og leggja ekki niður störf nema að gefin hafi verið út stormviðvörun og almenningur varaður við að vera á ferð.Jóhanna: Við erum mjög vel útbúin og fáum hlýjan fatnað þannig að við kippum okkur ekki upp við vond veður. Ég man reyndar eftir því þegar ég var að byrja að eitt haustið lögðust margar lægðir yfir landið trekk í trekk. Held þær hafi orðið 27. Þá vorum við tvisvar eða þrisvar heima við. Þótt við hefðum sett miða á bílrúður þá hefðu þeir bara fokið af.Margrét: Mér finnst veturnir betri árstími. Ég get verið meira klædd, þá sést minna í líkama minn. Þá hríðfellur kynferðisleg áreitni í minn garð. Tvær mínútur eru teygjanlegt hugtakHver er frumlegasta afsökunin sem þið hafi heyrt?Jóhanna: Það er allt undir sólinni. Mann langar stundum að segja: Fyrirgefðu, en heyrir þú í sjálfum þér?Margrét: Mér finnst stundum eins og fólk sé ekkert frumlegt. Maður fær að heyra það sama aftur og aftur. Ég var bara í burtu í tvær mínútur. Ég var að sækja pening.Jóhanna: Tvær mínútur eru teygjanlegt hugtak í okkar starfi. Fólk veit ekki að við göngum stundum fram hjá, tökum mynd. Svo komum við til baka 10 mínútum seinna og þá skrifum við gjald. Þá kemur fólk öskrandi og segir, ég var að leggja hér og var bara að ná í pening.Margrét: En stundum er fólk ósköp einlægt. Sérstaklega yngra fólk. Ég man eftir strák sem hafði lagt bílnum hálfum upp á stétt. Ég var komin til að sekta og hann horfði á mig hvolpaaugum og sagðist vera nýbúinn að fá bílprófið. Hann væri hrikalega lélegur í að leggja. Þá kenndi ég honum að leggja bílnum, bakka í stæðið. Sem hann og gerði og fékk ekki gjald. Áreita og ógnaJóhanna: Siðferði fólks er stundum mjög ábótavant og allra leiðinlegast í okkar starfi er að grípa fullfrískt fólk í stæði fyrir fatlaða. Ég man sérstaklega eftir manni sem lagði í stæði fyrir fatlaða við Laugardalshöll. Hann var með dóttur sína í framsætinu. Fyrir aftan voru um það bil 200 laus stæði á bílaplani. Þessi maður rökræddi hins vegar við mig þegar ég sagðist myndu þurfa að skrifa á hann gjald og sagðist samt ætla að leggja bílnum í stæðið. Hvað var þessi faðir að kenna dóttur sinni? Maður spyr sig. Það er líka bannað að stöðva í stæði fyrir fatlaða. Fólk stöðvar oft bílinn uppi á stétt eða í stæði fyrir hreyfihamlaða og heldur að það sé í fullum rétti. En það er bæði bannað að stöðva og leggja.Einar: Nei, ég þekki minn rétt, hefur fólk stundum sagt við mann þega það hefur stöðvað bílinn í stæði fyrir fatlaða.Margrét: Og sumir juða bílnum fram og til baka og þræta fyrir. Segjast þá hvorki hafa lagt bílnum né stöðvað. En það gildir ekki.Jóhanna: Þá hugsar maður auðvitað, ertu fimm ára? Allt þetta rugl til að sleppa við að setja fimmtíukall í stöðumæli eða ganga stutta vegalengd? Maður hristir bara hausinn. Ég hef oft verið að velta því fyrir mér að ef fólk myndi beita þessari orku og hugviti, sem það notar að finna þessar smugur til að komast hjá því að setja í stöðumæli eða sleppa við sekt, til að gera eitthvað gagnlegt þá væri þjóðfélagið í góðum málum. Við erum öll sammála um það hér að það eru helst karlar á aldrinum fimmtíu til sjötugs sem áreita og ógna. Þeir eru mestu dónarnir. En því miður eru stundum eldri konur líka dónalegar við okkur.Margrét: Já, þetta eru eiginlega alltaf karlar á þessum aldri og maður finnur fyrir því hvað þeir líta niður á mann. En ég hef líka lent í leiðindum við eldri konur. Okkur finnst eldri kynslóðin sýna meiri lítilsvirðingu. Og oft algjöra lítilsvirðingu.Sumir freistast til þess að greiða ekki fyrir stæðin sem þeir nýta sér. Þá kemur til kasta stöðuvarða.Undantekningin Að minnsta kosti á einum stað í Reykjavík gera stöðuverðir ekkert veður út af því þegar fólk öskrar á þá. Það er við Landspítalann við Hringbraut.Margrét: Þetta er erfiðasta hverfið í Reykjavík. Ég hef oft lent í því að fólk verður reitt og þarf að fá útrás. Þá tek ég því bara og leyfi fólki að öskra á mig. Við skiljum hvernig fólki líður. En þetta er sárt.Jóhanna: Þarna er fólk að fara í geislameðferð við lífshættulegum sjúkdómi og þarna erum við góðir boxpúðar. Það er lítið sem maður getur sagt og fólk vill ekki hlusta. Þetta eru tilfinningar fólks og það þarf að fá útrás. Vinátta og frelsiHvað er gott við að vera stöðuvörður? Það er ekki nema eðlilegt að blaðamaður spyrji að því.Jóhanna: Mér finnst gott að ganga um Reykjavík. Ég sé alltaf eitthvað áhugavert og tek oft myndir af skemmtilegum hlutum sem ég sé. Það eru svo margir faldir gimsteinar í borginni sem enginn veit um.Margrét: Það sem heldur mér í þessu starfi er fólkið sem er að vinna hér. Við erum öll góðir vinir. Ég held að ástæðan sé sú að við upplifum stundum að samfélagið sé á móti okkur. Við þurfum oft að tala um það sem gerist. Við erum samheldinn hópur. Ég gæti heldur ekki verið í vinnu þar sem ég þyrfti að vera inni á sama stað á hverjum degi. Ég vil hafa frelsi, ég er líka mikill dýravinur og klappa öllum kisum sem verða á vegi mínum. Dýrin dæma ekki.Jóhanna: Það er líka ákveðið frelsi og sveigjanleiki sem fæst í starfinu þrátt fyrir að vinnudagurinn sé langur, frá 9-18. Ef þú þarft að skreppa til læknis, ekkert mál. Tannlæknis, ekkert mál. Það getur komið sér vel.Einar: Það er gott að ráða sér sjálfur. Við fáum úthlutað hverfi í hverri viku sem við sjáum svo um. Það er enginn yfirmaður að horfa yfir öxlina á okkur. Við erum alltaf á rólegu rölti og ég nýti tímann og hlusta á góð hlaðvörp. Sumir hlusta á hljóðbækur.Þannig að það eru margir víðlesnir stöðuverðir á ferð?Einar: Já, heldur betur. Lykillinn sem gleymdistEigið þið einhverja skemmtilega sögu úr starfinu?Einar: Alla vega eina áhugaverða. Einu sinni gleymdi stöðumælavörður sem var að tæma kassana lyklinum í. Einhver tók hann og gekk svo á milli stöðumæla í borginni í einhvern tíma á eftir. Það var nú smá hasar á skrifstofunni þá.Margrét: Og ekki má gleyma fólkinu sem kemur okkur til aðstoðar. Ég var að skrifa stöðubrotagjald á bíl uppi á miðri gangstétt þegar eigandi bílsins ógnaði mér. Hellti sér yfir mig og öskraði hástöfum. Þá kom kona á hjóli og hvessti sig við manninn: Hættu að áreita fólk í vinnunni. Honum var mjög brugðið.Dugði þetta?Margrét: Nei, hann hélt áfram þegar hún var farin, elti mig niður götuna og hélt áfram að drulla yfir mig. En ég er svo þakklát henni. Það linar áfallið og dregur úr lítilsvirðingunni þegar fólk kemur manni svona til hjálpar.Og hverjir eru í uppáhaldi hjá ykkur?Margrét: Það er hressa fólkið sem tekur því sem við segjum. Rífst ekki. Mest yngra fólk á milli tvítugs og þrítugs. Það notar oft húmorinn og veit upp á sig sökina.Einar: Það er líka einstaka sinnum sem fólk hrósar eða heilsar vinalega. Það er fínt.Jóhanna: Fólk sem býr við götur þar sem er mikill átroðningur bíla er vanalega bara afar glatt að sjá okkur mæta á vettvang.Jóhanna: Við höfum oft velt því fyrir okkur af hverju stöðuverðir eru ekki hluti af lögregluliði. Þannig er það víða. Við fengjum meiri virðingu. Við erum stundum spurð: Af hverju færðu þér ekki almennilega vinnu.Hverju svarið þið þá?Jóhanna: Ég svara alltaf því til að ég sé í almennilegri vinnu þótt starf okkar væri betra ef fólk kæmi vel fram við okkur og ef launin væru hærri.Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs.Stöðuverðir þurfa að bera neyðarhnapp „Mér finnst frásagnir stöðuvarðanna vera raunsæjar, því miður er starfsumhverfi þeirra mun erfiðara en margra annarra, meðal annars vegna framkomu almennings í þeirra garð,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. „Það er mikil starfsmannavelta hjá okkur, það eru ekki allir sem eru til í að sætta sig við svona framkomu við vinnu sína. Það er í raun ótrúlegt að segja frá því að það eru nokkrir stöðuverðir með um og yfir 10 ára starfsreynslu,“ segir Kolbrún sem segir að þótt frásögn stöðuvarðanna sé afar sláandi telji hún að það hafi dregið úr áreitni og hótunum síðustu ár. „Það er að segja, það eru ekki eins margir í þessum hópi. Viðhorf til gjaldskyldu og lagningar ökutækja er að breytast til batnaðar.“ Stöðuverðir bera neyðarhnapp. Þeir sem hóta stöðuvörðum geta hins vegar gert ráð fyrir því að allt sem þeir hafa í frammi sé tekið upp. Þá geta stöðuverðir komist beint í samband við neyðarlínuna með því að nota hnappinn. Hnappurinn hefur þó ekki nýst þeim nógu vel. „Neyðarhnappurinn hefur ekki verið notaður til að kalla eftir aðstoð lengi, í einhverjum tilfellum er það vegna þess að sá sem lendir í þessu fer í panikk og hugsar ekki rökrétt fyrr en eftir á. Það eru þó haldnar skrár yfir öll svona tilvik. Sönnunarbyrðin getur verið erfið í svona málum þegar um alvarlegar hótanir er að ræða, vörðurinn oftar en ekki einn á ferð á meðan sá sem hótar er jafnvel með einhverjum sem bakka hann upp. Í svona tilvikum stendur þeim til boða sálfræðimeðferð, fjöldi skipta fer eftir aðstæðum hverju sinni. Þau ræða málin líka sín á milli og við yfirmenn og aðra samstarfsmenn,“ segir Kolbrún. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Sjá meira
Stöðuverðir segja frá ofbeldi, líflátshótunum, áreitni og algjörri lítilsvirðingu sem þeir fá frá samborgurum sínum fyrir það eitt að sinna starfi sínu. Þeir glími margir við mikla vanlíðan vegna framkomu fólks í sinn garð. Stöðuverðir hafa eftirlit með gjaldskyldum bílastæðum og leggja gjald á þau ökutæki sem ekki hafa greitt fyrir bílastæði. Einnig hafa stöðuverðir eftirlit með ökutækjum sem lagt er ólöglega og sinna eftirliti með virkni gjaldmæla. Starf stöðuvarða útheimtir mikil samskipti við almenning en það er ekki endilega alltaf einfalt. Frá því greina þrír stöðuverðir sem blaðamaður fær að hitta gegn nafnleynd. Tvær konur og einn karl. Sem við skulum kalla Margréti, Jóhönnu og Einar. Margrét hefur unnið sem stöðuvörður í um fjögur ár. Jóhanna hefur svipaðan starfsaldur. Einar hefur lengstan starfsaldur og hefur unnið sem stöðuvörður í nærri því áratug. Stöðuverðirnir geta ekki talað við blaðamann nema gegn fullum trúnaði. Ástæðan er sú að þeir verða fyrir stöðugri áreitni vegna vinnu sinnar, hótunum og jafnvel ofbeldi. Yfirmaður þeirra leggst alfarið gegn því að þeir tali undir nafni. Þau sjálf útskýra að þótt þau vilji ræða hreinskilnislega um veruleika sinn þá búi þau við svo mikla áreitni að þau treysti sér hreinlega ekki til þess. Margrét glímir við kvíða í kjölfar hótana og áreitni og hefur þurft að sækja sér aðstoð hjá sálfræðingi vegna starfs síns.Margrét: Ég held að flestir skilji hvers vegna við getum ekki komið fram undir nafni. Einar segir margt hafa breyst frá því að hann hóf störf. Tæknin dragi lítillega úr áreitninni sem stöðuverðir verða fyrir.Einar: Tæknin og mælarnir hafa breyst mikið. Allt til hins betra og tæknin styður betur við okkar störf. Þegar við fórum að nota símana þá gat maður útskýrt fyrir fólki og sagt: Nei, ég get ekki tekið þetta til baka. Gjaldið er farið í heimabankann, ég get ekkert gert fyrir þig núna. Áður þá bað fólk mann um að rífa miðana og það var allt reynt.Jóhanna: Eldri karlar sem muna gamla kerfið eru vissir í sinni sök. Þú getur víst tekið þetta til baka. Það er allt hægt. Þeir skilja ekki að þeir fá ekki lengur sínu framgengt en reyna samt.Fékk ekki hjálp frá lögregluMargrét: Einu sinni leitaði ég til lögreglu. Vegna manns sem greip í mig og hélt mér fastri. Öskraði á félaga sinn að ég væri nýja kærastan sín. Ég ákvað að greina lögreglu frá þessu því mér var mjög brugðið. Þar fékk ég að heyra að það væri ekki ólöglegt að snerta fólk. Ég fékk enga hjálp frá lögreglunni þó að þetta hafi verið skráð í kerfið hjá þeim. Ég hef líka fengið líflátshótun. Það var fyrstu vikuna í starfi. Ég bauð manni sem hafði lagt bílnum þvert upp á gangstétt góðan daginn. Má bjóða þér að færa þig? spurði ég hann og benti á fjölda auðra bílastæða á móti. Þar voru svona fimmtíu auð bílastæði. Hann fer út úr bílnum og segir við mig: Ef þú kemur við bílinn minn þá drep ég þig. Kærastan hans brást öðruvísi við, reiddist honum og færði bílinn.Bílastæðasjóður notast ekki við orðið stöðumælavörður heldur stöðuvörður þar sem starf þeirra er fjölbreyttara en að gæta stöðumæla.FréttablaðiðHrækja, öskra og æpaFékkstu stuðning hér?Margrét: Já, ég fékk stuðning frá vinnufélögum mínum. Á það get ég alltaf treyst. En næst þegar ég þarf að tala við rannsóknarlögreglumann þá tek ég einhvern með mér. Ég fann að ég var greinilega ekki nógu sterk til þess að deila við rannsóknarlögreglumann um hvort hótanirnar og áreitnin væru tilefni til þess láta lögreglu vita.Jóhanna: Lögreglan gerir ekki neitt. Ég er að fara að skrifa á bíl sem hefur verið lagt upp á miðja gangstétt. Það er maður hangandi á glugga á annarri hæð að mála. Sér mig og byrjar að hrópa til mín hræðileg fúkyrði. Ég læt sem ég taki ekki eftir því og held áfram að bílnum. Þá kemur hann hlaupandi niður til mín og byrjar að öskra og æpa. Þú ert alltaf að skrifa á bílinn minn. Þetta er einkalóðin mín og ég má alveg leggja hér. Hann heldur svona áfram og hrækir svo tvisvar á mig. Það eru tvö vitni að þessu sem koma samt ekki til mín fyrr en hann er farinn. Þeim þykir þetta miður og biðja mig afsökunar fyrir hans hönd. Allan tímann hugsa ég: Af hverju komið þið ekki út að aðstoða mig? Ég kom í vinnuna í sjokki og segi yfirmanni mínum frá því hvað hafi skeð. Þau segja mér að fara heim. Það var samt ákveðið að ég skyldi kæra atvikið. Ég fékk svipuð viðbrögð og hún. Ég fékk hringingu frá lögreglunni daginn eftir. Og sagt að þar sem ég hefði engin vitni þá væri ekkert hægt að gera. Ertu ekki sátt? Er þetta ekki bara í fína lagi? spurði lögreglumaðurinn. Ég var hissa og greindi yfirmanni mínum frá símtalinu. Yfirmaður minn hafði strax samband við lögregluna og ég var þá boðuð í skýrslutöku daginn eftir. Þá sagði hann enn og aftur að ég hefði ekki vitni. Ég ítrekaði að þarna hefðu verið tvö vitni og hann sagðist reyna að tala við annað þeirra. Viðbrögðin sem við fáum eru: Æi, byrja þau að væla. Mig langaði svo að benda þeim á að við værum í raun og veru að vinna þeirra vinnu. Létta þeim störfin. En ég þagði.Margrét: Við berum hins vegar fulla virðingu fyrir störfum lögreglumanna og viljum hafa þá í góðu sambandi við okkur. Við þurfum að geta treyst á þá. Það er mikilvægt að taka fram að það eru alls ekki allir lögreglumenn sem haga sér svona. Hefur hræðileg áhrif á sálarlífiðJóhanna: Það er hræðilegt að láta hrækja á sig. En það er líka hræðilegt að láta öskra á sig um hábjartan dag. Þú hefur ekki tilverurétt, helvítið þitt. Hálfviti. Ógeð. Þetta hefur hræðileg áhrif á sálarlífið.Margrét: Ég held að stór hluti okkar sem erum að vinna hér sé á kvíðalyfjum. Við erum að glíma við einhvers konar kvíða og stundum þunglyndi. Það er þannig séð takmarkað hvað við fáum af aðstoð. Við fáum einn til tvo sálfræðitíma eftir svona atvik.Jóhanna: Mér hefur aldrei verið boðið það en kannski ég athugi málið. Að fá á sig svona svívirðingar og fá svo svona lág laun. Einar: Ég held að það sé verra að vera kona í þessu starfi. En mér var einu sinni hótað lífláti. Þetta var einhver fasteignasali sem öskraði á eftir mér að hann ætlaði að stúta mér. Einu sinni vorum við tveir saman á bíl. Einn þeirra sem fengu á sig gjald elti okkur og keyrði í veg fyrir bílinn okkar til að stöðva okkur. Fólk gengur svo ótrúlega langt. Við fórum til lögreglunnar og gáfum skýrslu þar sem skilaði auðvitað engu.Margrét: Það hefur bara einu sinni að ég held verið sakfellt fyrir árás á stöðuvörð. Þetta er erfitt. Maður er í samskiptum við einhvern og maður sér það ekki fyrir hvenær manneskja er að fara að snappa.Jóhanna: Í Bretlandi var gerð tilraun og lögreglumönnum á götuvakt úthlutað myndavélum. Það dró stórlega úr árásum og áreitni. En við megum ekki vera með myndavélar, Persónuvernd bannar það alfarið.Það er margt sem lagt er á stöðuverði borgarinnar.FréttablaðiðMinni áreitni á veturna Stöðuverðir eru úti í öllum veðrum og leggja ekki niður störf nema að gefin hafi verið út stormviðvörun og almenningur varaður við að vera á ferð.Jóhanna: Við erum mjög vel útbúin og fáum hlýjan fatnað þannig að við kippum okkur ekki upp við vond veður. Ég man reyndar eftir því þegar ég var að byrja að eitt haustið lögðust margar lægðir yfir landið trekk í trekk. Held þær hafi orðið 27. Þá vorum við tvisvar eða þrisvar heima við. Þótt við hefðum sett miða á bílrúður þá hefðu þeir bara fokið af.Margrét: Mér finnst veturnir betri árstími. Ég get verið meira klædd, þá sést minna í líkama minn. Þá hríðfellur kynferðisleg áreitni í minn garð. Tvær mínútur eru teygjanlegt hugtakHver er frumlegasta afsökunin sem þið hafi heyrt?Jóhanna: Það er allt undir sólinni. Mann langar stundum að segja: Fyrirgefðu, en heyrir þú í sjálfum þér?Margrét: Mér finnst stundum eins og fólk sé ekkert frumlegt. Maður fær að heyra það sama aftur og aftur. Ég var bara í burtu í tvær mínútur. Ég var að sækja pening.Jóhanna: Tvær mínútur eru teygjanlegt hugtak í okkar starfi. Fólk veit ekki að við göngum stundum fram hjá, tökum mynd. Svo komum við til baka 10 mínútum seinna og þá skrifum við gjald. Þá kemur fólk öskrandi og segir, ég var að leggja hér og var bara að ná í pening.Margrét: En stundum er fólk ósköp einlægt. Sérstaklega yngra fólk. Ég man eftir strák sem hafði lagt bílnum hálfum upp á stétt. Ég var komin til að sekta og hann horfði á mig hvolpaaugum og sagðist vera nýbúinn að fá bílprófið. Hann væri hrikalega lélegur í að leggja. Þá kenndi ég honum að leggja bílnum, bakka í stæðið. Sem hann og gerði og fékk ekki gjald. Áreita og ógnaJóhanna: Siðferði fólks er stundum mjög ábótavant og allra leiðinlegast í okkar starfi er að grípa fullfrískt fólk í stæði fyrir fatlaða. Ég man sérstaklega eftir manni sem lagði í stæði fyrir fatlaða við Laugardalshöll. Hann var með dóttur sína í framsætinu. Fyrir aftan voru um það bil 200 laus stæði á bílaplani. Þessi maður rökræddi hins vegar við mig þegar ég sagðist myndu þurfa að skrifa á hann gjald og sagðist samt ætla að leggja bílnum í stæðið. Hvað var þessi faðir að kenna dóttur sinni? Maður spyr sig. Það er líka bannað að stöðva í stæði fyrir fatlaða. Fólk stöðvar oft bílinn uppi á stétt eða í stæði fyrir hreyfihamlaða og heldur að það sé í fullum rétti. En það er bæði bannað að stöðva og leggja.Einar: Nei, ég þekki minn rétt, hefur fólk stundum sagt við mann þega það hefur stöðvað bílinn í stæði fyrir fatlaða.Margrét: Og sumir juða bílnum fram og til baka og þræta fyrir. Segjast þá hvorki hafa lagt bílnum né stöðvað. En það gildir ekki.Jóhanna: Þá hugsar maður auðvitað, ertu fimm ára? Allt þetta rugl til að sleppa við að setja fimmtíukall í stöðumæli eða ganga stutta vegalengd? Maður hristir bara hausinn. Ég hef oft verið að velta því fyrir mér að ef fólk myndi beita þessari orku og hugviti, sem það notar að finna þessar smugur til að komast hjá því að setja í stöðumæli eða sleppa við sekt, til að gera eitthvað gagnlegt þá væri þjóðfélagið í góðum málum. Við erum öll sammála um það hér að það eru helst karlar á aldrinum fimmtíu til sjötugs sem áreita og ógna. Þeir eru mestu dónarnir. En því miður eru stundum eldri konur líka dónalegar við okkur.Margrét: Já, þetta eru eiginlega alltaf karlar á þessum aldri og maður finnur fyrir því hvað þeir líta niður á mann. En ég hef líka lent í leiðindum við eldri konur. Okkur finnst eldri kynslóðin sýna meiri lítilsvirðingu. Og oft algjöra lítilsvirðingu.Sumir freistast til þess að greiða ekki fyrir stæðin sem þeir nýta sér. Þá kemur til kasta stöðuvarða.Undantekningin Að minnsta kosti á einum stað í Reykjavík gera stöðuverðir ekkert veður út af því þegar fólk öskrar á þá. Það er við Landspítalann við Hringbraut.Margrét: Þetta er erfiðasta hverfið í Reykjavík. Ég hef oft lent í því að fólk verður reitt og þarf að fá útrás. Þá tek ég því bara og leyfi fólki að öskra á mig. Við skiljum hvernig fólki líður. En þetta er sárt.Jóhanna: Þarna er fólk að fara í geislameðferð við lífshættulegum sjúkdómi og þarna erum við góðir boxpúðar. Það er lítið sem maður getur sagt og fólk vill ekki hlusta. Þetta eru tilfinningar fólks og það þarf að fá útrás. Vinátta og frelsiHvað er gott við að vera stöðuvörður? Það er ekki nema eðlilegt að blaðamaður spyrji að því.Jóhanna: Mér finnst gott að ganga um Reykjavík. Ég sé alltaf eitthvað áhugavert og tek oft myndir af skemmtilegum hlutum sem ég sé. Það eru svo margir faldir gimsteinar í borginni sem enginn veit um.Margrét: Það sem heldur mér í þessu starfi er fólkið sem er að vinna hér. Við erum öll góðir vinir. Ég held að ástæðan sé sú að við upplifum stundum að samfélagið sé á móti okkur. Við þurfum oft að tala um það sem gerist. Við erum samheldinn hópur. Ég gæti heldur ekki verið í vinnu þar sem ég þyrfti að vera inni á sama stað á hverjum degi. Ég vil hafa frelsi, ég er líka mikill dýravinur og klappa öllum kisum sem verða á vegi mínum. Dýrin dæma ekki.Jóhanna: Það er líka ákveðið frelsi og sveigjanleiki sem fæst í starfinu þrátt fyrir að vinnudagurinn sé langur, frá 9-18. Ef þú þarft að skreppa til læknis, ekkert mál. Tannlæknis, ekkert mál. Það getur komið sér vel.Einar: Það er gott að ráða sér sjálfur. Við fáum úthlutað hverfi í hverri viku sem við sjáum svo um. Það er enginn yfirmaður að horfa yfir öxlina á okkur. Við erum alltaf á rólegu rölti og ég nýti tímann og hlusta á góð hlaðvörp. Sumir hlusta á hljóðbækur.Þannig að það eru margir víðlesnir stöðuverðir á ferð?Einar: Já, heldur betur. Lykillinn sem gleymdistEigið þið einhverja skemmtilega sögu úr starfinu?Einar: Alla vega eina áhugaverða. Einu sinni gleymdi stöðumælavörður sem var að tæma kassana lyklinum í. Einhver tók hann og gekk svo á milli stöðumæla í borginni í einhvern tíma á eftir. Það var nú smá hasar á skrifstofunni þá.Margrét: Og ekki má gleyma fólkinu sem kemur okkur til aðstoðar. Ég var að skrifa stöðubrotagjald á bíl uppi á miðri gangstétt þegar eigandi bílsins ógnaði mér. Hellti sér yfir mig og öskraði hástöfum. Þá kom kona á hjóli og hvessti sig við manninn: Hættu að áreita fólk í vinnunni. Honum var mjög brugðið.Dugði þetta?Margrét: Nei, hann hélt áfram þegar hún var farin, elti mig niður götuna og hélt áfram að drulla yfir mig. En ég er svo þakklát henni. Það linar áfallið og dregur úr lítilsvirðingunni þegar fólk kemur manni svona til hjálpar.Og hverjir eru í uppáhaldi hjá ykkur?Margrét: Það er hressa fólkið sem tekur því sem við segjum. Rífst ekki. Mest yngra fólk á milli tvítugs og þrítugs. Það notar oft húmorinn og veit upp á sig sökina.Einar: Það er líka einstaka sinnum sem fólk hrósar eða heilsar vinalega. Það er fínt.Jóhanna: Fólk sem býr við götur þar sem er mikill átroðningur bíla er vanalega bara afar glatt að sjá okkur mæta á vettvang.Jóhanna: Við höfum oft velt því fyrir okkur af hverju stöðuverðir eru ekki hluti af lögregluliði. Þannig er það víða. Við fengjum meiri virðingu. Við erum stundum spurð: Af hverju færðu þér ekki almennilega vinnu.Hverju svarið þið þá?Jóhanna: Ég svara alltaf því til að ég sé í almennilegri vinnu þótt starf okkar væri betra ef fólk kæmi vel fram við okkur og ef launin væru hærri.Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs.Stöðuverðir þurfa að bera neyðarhnapp „Mér finnst frásagnir stöðuvarðanna vera raunsæjar, því miður er starfsumhverfi þeirra mun erfiðara en margra annarra, meðal annars vegna framkomu almennings í þeirra garð,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. „Það er mikil starfsmannavelta hjá okkur, það eru ekki allir sem eru til í að sætta sig við svona framkomu við vinnu sína. Það er í raun ótrúlegt að segja frá því að það eru nokkrir stöðuverðir með um og yfir 10 ára starfsreynslu,“ segir Kolbrún sem segir að þótt frásögn stöðuvarðanna sé afar sláandi telji hún að það hafi dregið úr áreitni og hótunum síðustu ár. „Það er að segja, það eru ekki eins margir í þessum hópi. Viðhorf til gjaldskyldu og lagningar ökutækja er að breytast til batnaðar.“ Stöðuverðir bera neyðarhnapp. Þeir sem hóta stöðuvörðum geta hins vegar gert ráð fyrir því að allt sem þeir hafa í frammi sé tekið upp. Þá geta stöðuverðir komist beint í samband við neyðarlínuna með því að nota hnappinn. Hnappurinn hefur þó ekki nýst þeim nógu vel. „Neyðarhnappurinn hefur ekki verið notaður til að kalla eftir aðstoð lengi, í einhverjum tilfellum er það vegna þess að sá sem lendir í þessu fer í panikk og hugsar ekki rökrétt fyrr en eftir á. Það eru þó haldnar skrár yfir öll svona tilvik. Sönnunarbyrðin getur verið erfið í svona málum þegar um alvarlegar hótanir er að ræða, vörðurinn oftar en ekki einn á ferð á meðan sá sem hótar er jafnvel með einhverjum sem bakka hann upp. Í svona tilvikum stendur þeim til boða sálfræðimeðferð, fjöldi skipta fer eftir aðstæðum hverju sinni. Þau ræða málin líka sín á milli og við yfirmenn og aðra samstarfsmenn,“ segir Kolbrún.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Sjá meira