Eftir bardagann á laugardaginn stökk Khabib út úr hringnum og slóst við aðstoðarmenn Írans og fékk keppnisbann hjá UFC fyrir vikið og hefur meðal annars hótað að hætta að berjast af þeim sökum.
Nú hefur rapparinn 50 Cent blandað sér í umræðuna og boðið Rússanum 2 milljónir dollara fyrir að yfirgefa UFC og berjast þess í stað fyrir hann og Bellator, annað samband sem skipuleggur bardaga í blönduðum bardagalistum.
Khabib hefur enn ekki fengið greiddar þær 2 milljónir sem hann átti að fá fyrir bardagann gegn Conor en Írinn hefur fengið sínar 3 milljónir í vasann.
50 Cent segist ætla að sjá um Dana White og samning Khabib við UFC og bætir við að meðferðin sem hann hefur fengið sé ósanngjörn.