Myndbirtingar á Facebook geti bitnað á börnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. október 2018 21:00 Persónuvernd hvetur fólk til að fara sér hægt í myndbirtingu af grunuðum afbrotamönnum á Facebook. Með því sé þó ekki verið að hlífa glæpamönnum, heldur standa vörð um þolendur þeirra sem í sumum tilfellum eru börn. Stofnunin birti á föstudag ábendingu á heimasíðu sinni þar sem Persónuvernd mælist til þess að fólk sýni varkárni við birtingu ljósmynda og nafna þeirra sem sakaðir hafa verið um alvarleg brot. Það eigi meðal annars við um birtingu ljósmynda og nafna grunaðara afbrotamanna á samfélagsmiðlum. Þó svo að Persónvernd taki ekki fram hvert tilefni ábendingarinnar er hefur fréttastofa heimildir fyrir því að stofnuninni hafi borist ábendingar um myndir sem deilt var á Facebook - af hjónum sem nú eru í gæsluvarðhaldi og eru sökuð um alvarleg brot gegn dóttur og stjúpdóttur þeirra. Meint brot hjónanna hafa vakið mikinn óhug og hafa Sandgerðingar meðal annars lýst málinu sem því ógeðslegasta í sögunni.Börn - ekki brotamenn Þó svo að Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, geti ekki tjáð sig um einstök mál segir hún mikilvægt að hafa í huga að myndbirtingar á samfélagsmiðlum geta í sumum tilvikum haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir þolendur brotanna, sem sé sérstaklega alvarlegt ef þolendur eru á barnsaldri. Með ábendingu sinni sé Persónuvernd þó ekki að halda hlífðarskildi yfir afbrotamönnum. „Það sem þarf að hafa hugfast er að þegar umfjöllun á sér stað um alvarleg brot þá eru margar upplýsingar sem geta verið persónugreinanlegar. Það þarf að einnig að hafa í huga að eitt er það hver á skömmina í brotum og hitt er það hvern á að vernda í umfjölldun um brot,“ segir Helga. Þetta eigi sérstaklega við þegar börn tengjast eða málinu, eða eru jafnvel brotaþolar. Helga minnir á að hver sá sem birtir upplýsingar á samfélagsmiðlum sé ábyrgur fyrir færslunni. Myndbirtingar geti þannig dregið dilk á eftir sér, brjóti þær í bága við persónuverndarlög. Hún hvetur alla, jafnt fjölmiðla sem notendur samfélagsmiðla, til að láta hagsmuni barnanna ráða för í umfjöllun sinni. „Útgangspunktur Persónuverndar er að huga að því í allri umræðu sem börn tengjast að þau eru verndarandlagið og þau eiga að vera þungamiðjan í því hvernig fréttin eða umfjöllunin á sér stað - hjá okkur öllum,“ segir Helga Þórisdóttir. Persónuvernd Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sandgerðingar í sjokki vegna „ógeðslegasta máls sögunnar“ Gróf kynferðisbrot hjóna í Sandgerði gegn börnum sínum hafa vakið mikinn óhug meðal bæjarbúa og nágranna þeirra. Íbúar bæjarins segja lítið hafa farið fyrir hjónunum. Þau eru sögð hafa verið strangtrúuð. 10. október 2018 06:00 Heyrir til undantekninga að lögregla og saksóknari leggi ólíkt mat á nauðsyn gæsluvarðhalds Það heyrir til undantekninga en er þó ekki án fordæma að héraðssaksóknari og lögregla taki ólíka afstöðu til þess hvort fara skuli fram á gæsluvarðhald. Mál pars sem ákært hefur verið fyrir gróf kynferðisafbrot gegn dætrum sinnum hefur vakið hörð viðbrögð. 10. október 2018 19:30 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Sjá meira
Persónuvernd hvetur fólk til að fara sér hægt í myndbirtingu af grunuðum afbrotamönnum á Facebook. Með því sé þó ekki verið að hlífa glæpamönnum, heldur standa vörð um þolendur þeirra sem í sumum tilfellum eru börn. Stofnunin birti á föstudag ábendingu á heimasíðu sinni þar sem Persónuvernd mælist til þess að fólk sýni varkárni við birtingu ljósmynda og nafna þeirra sem sakaðir hafa verið um alvarleg brot. Það eigi meðal annars við um birtingu ljósmynda og nafna grunaðara afbrotamanna á samfélagsmiðlum. Þó svo að Persónvernd taki ekki fram hvert tilefni ábendingarinnar er hefur fréttastofa heimildir fyrir því að stofnuninni hafi borist ábendingar um myndir sem deilt var á Facebook - af hjónum sem nú eru í gæsluvarðhaldi og eru sökuð um alvarleg brot gegn dóttur og stjúpdóttur þeirra. Meint brot hjónanna hafa vakið mikinn óhug og hafa Sandgerðingar meðal annars lýst málinu sem því ógeðslegasta í sögunni.Börn - ekki brotamenn Þó svo að Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, geti ekki tjáð sig um einstök mál segir hún mikilvægt að hafa í huga að myndbirtingar á samfélagsmiðlum geta í sumum tilvikum haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir þolendur brotanna, sem sé sérstaklega alvarlegt ef þolendur eru á barnsaldri. Með ábendingu sinni sé Persónuvernd þó ekki að halda hlífðarskildi yfir afbrotamönnum. „Það sem þarf að hafa hugfast er að þegar umfjöllun á sér stað um alvarleg brot þá eru margar upplýsingar sem geta verið persónugreinanlegar. Það þarf að einnig að hafa í huga að eitt er það hver á skömmina í brotum og hitt er það hvern á að vernda í umfjölldun um brot,“ segir Helga. Þetta eigi sérstaklega við þegar börn tengjast eða málinu, eða eru jafnvel brotaþolar. Helga minnir á að hver sá sem birtir upplýsingar á samfélagsmiðlum sé ábyrgur fyrir færslunni. Myndbirtingar geti þannig dregið dilk á eftir sér, brjóti þær í bága við persónuverndarlög. Hún hvetur alla, jafnt fjölmiðla sem notendur samfélagsmiðla, til að láta hagsmuni barnanna ráða för í umfjöllun sinni. „Útgangspunktur Persónuverndar er að huga að því í allri umræðu sem börn tengjast að þau eru verndarandlagið og þau eiga að vera þungamiðjan í því hvernig fréttin eða umfjöllunin á sér stað - hjá okkur öllum,“ segir Helga Þórisdóttir.
Persónuvernd Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sandgerðingar í sjokki vegna „ógeðslegasta máls sögunnar“ Gróf kynferðisbrot hjóna í Sandgerði gegn börnum sínum hafa vakið mikinn óhug meðal bæjarbúa og nágranna þeirra. Íbúar bæjarins segja lítið hafa farið fyrir hjónunum. Þau eru sögð hafa verið strangtrúuð. 10. október 2018 06:00 Heyrir til undantekninga að lögregla og saksóknari leggi ólíkt mat á nauðsyn gæsluvarðhalds Það heyrir til undantekninga en er þó ekki án fordæma að héraðssaksóknari og lögregla taki ólíka afstöðu til þess hvort fara skuli fram á gæsluvarðhald. Mál pars sem ákært hefur verið fyrir gróf kynferðisafbrot gegn dætrum sinnum hefur vakið hörð viðbrögð. 10. október 2018 19:30 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Sjá meira
Sandgerðingar í sjokki vegna „ógeðslegasta máls sögunnar“ Gróf kynferðisbrot hjóna í Sandgerði gegn börnum sínum hafa vakið mikinn óhug meðal bæjarbúa og nágranna þeirra. Íbúar bæjarins segja lítið hafa farið fyrir hjónunum. Þau eru sögð hafa verið strangtrúuð. 10. október 2018 06:00
Heyrir til undantekninga að lögregla og saksóknari leggi ólíkt mat á nauðsyn gæsluvarðhalds Það heyrir til undantekninga en er þó ekki án fordæma að héraðssaksóknari og lögregla taki ólíka afstöðu til þess hvort fara skuli fram á gæsluvarðhald. Mál pars sem ákært hefur verið fyrir gróf kynferðisafbrot gegn dætrum sinnum hefur vakið hörð viðbrögð. 10. október 2018 19:30