Schumacher yngri sagður geta farið alla leið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. október 2018 16:15 Mick Schumacher er á hraðleið upp á stjörnuhimininn. vísir/getty Það er ekki lítil pressa að vera í kappakstri og bera þess utan eftirnafnið Schumacher. Hinn 19 ára gamli Mick Schumacher virðist þó hafa allt til að bera. Honum er spáð frægð og frama á komandi árum. Schumacher er nýbúinn að tryggja sér meistaratitilinn í Formúlu 3 þó svo það sé enn ein keppni eftir. Þeim árangri hefur hann náð á aðeins tveimur árum. Hann varð tólfti í fyrra. Það hefur verið fylgst með honum alla tíð enda ekki langt að sækja aksturshæfileikana. Til þess að létta álaginu á sér þá bar hann eftirnafn móður sinnar, Betsch, um tíma. „Það voru allir að fylgjast með honum frá upphafi. Það var mikil pressa á honum og ekki auðvelt að eiga við það. Frammistaða hans á seinni hluta tímabilsins er glæsileg. Hann er búinn að sanna að hann hefur allt sem til þarf. Hann getur orðið einn af þeim stóru í Formúlu 1,“ sagði Toto Wolff sem stýrir öllu hjá F1-liði Mercedes. Fyrrum ökuþór Ferrari, Gerhard Berger, tekur í svipaðan streng. „Aksturinn er í genunum hjá Mick. Ef hann heldur svona áfram verður hann kominn með vinnu í F1 áður en hann veit af,“ segir Berger. Bæði F1-lið Mercedes eru farin að sýna Schumacher áhuga. „Það er ekki hægt að segja nei við mann með þessu nafni,“ sagði yfirmaður Ferrari. Mick var aðeins 14 ára gamall er faðir hans slasaðist alvarlega í skíðaslysi og hefur ekki sést opinberlega síðan. Mick var með í för og hefur átt erfitt síðan rétt eins og öll hans fjölskylda. Formúla Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Það er ekki lítil pressa að vera í kappakstri og bera þess utan eftirnafnið Schumacher. Hinn 19 ára gamli Mick Schumacher virðist þó hafa allt til að bera. Honum er spáð frægð og frama á komandi árum. Schumacher er nýbúinn að tryggja sér meistaratitilinn í Formúlu 3 þó svo það sé enn ein keppni eftir. Þeim árangri hefur hann náð á aðeins tveimur árum. Hann varð tólfti í fyrra. Það hefur verið fylgst með honum alla tíð enda ekki langt að sækja aksturshæfileikana. Til þess að létta álaginu á sér þá bar hann eftirnafn móður sinnar, Betsch, um tíma. „Það voru allir að fylgjast með honum frá upphafi. Það var mikil pressa á honum og ekki auðvelt að eiga við það. Frammistaða hans á seinni hluta tímabilsins er glæsileg. Hann er búinn að sanna að hann hefur allt sem til þarf. Hann getur orðið einn af þeim stóru í Formúlu 1,“ sagði Toto Wolff sem stýrir öllu hjá F1-liði Mercedes. Fyrrum ökuþór Ferrari, Gerhard Berger, tekur í svipaðan streng. „Aksturinn er í genunum hjá Mick. Ef hann heldur svona áfram verður hann kominn með vinnu í F1 áður en hann veit af,“ segir Berger. Bæði F1-lið Mercedes eru farin að sýna Schumacher áhuga. „Það er ekki hægt að segja nei við mann með þessu nafni,“ sagði yfirmaður Ferrari. Mick var aðeins 14 ára gamall er faðir hans slasaðist alvarlega í skíðaslysi og hefur ekki sést opinberlega síðan. Mick var með í för og hefur átt erfitt síðan rétt eins og öll hans fjölskylda.
Formúla Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira