Áfram krakkar Katrín Jakobsdóttir skrifar 16. október 2018 07:30 Lög um stofnun embættis umboðsmanns barna voru samþykkt á Alþingi árið 1994 og embættið tók til starfa ári síðar. Þá höfðu reyndar liðið átta ár frá því að fyrst hafði verið lagt fram frumvarp þess efnis en það gerði Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og þáverandi þingmaður. Guðrún Helgadóttir hefur alla tíð verið talskona þess að börn séu hugsandi fólk og að það eigi að ræða við þau og skrifa fyrir þau í þeim anda. Þegar Guðrún fór að skrifa bækur fyrir íslensk börn var það nýlunda í íslenskum barnabókmenntum að þær væru skrifaðar frá sjónarhóli barna. Í þá daga var sú hugsun að börn ættu að hafa áhrif bæði á líf sitt og í samfélaginu ekki mjög algeng en ein söguhetja Guðrúnar, Páll Vilhjálmsson, storkaði þessari hugsun þegar hann stofnaði Samtök krakka sem beittu sér fyrir ýmsum þjóðþrifamálum. Óhætt er að segja að þessi saga hafi haft áhrif á pólitískar hugsjónir mínar æ síðan. Það er nefnilega svo að börn eiga að hafa um það að segja hvernig samfélagið er. Börn hafa rétt á að láta skoðanir sínar í ljós um samfélagsleg málefni og við eigum að hlusta eftir þeim. Við eigum að leita leiða til að auka áhrif barna í samfélaginu. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi árið 2013. Honum fylgdi sú hugarfarsbreyting að mikilvægt væri að hlustað væri eftir sjónarmiðum barna í öllum þeim málum sem vörðuðu þau. Í því tilliti er umboðsmaður barna sérstaklega mikilvægur þar sem börn eru ekki pólitískur þrýstihópur og því mikilvægt að umboðsmaður hlusti eftir röddum barna og komi sjónarmiðum á framfæri. Það er því sérstakt ánægjuefni að ég mun í dag mæla fyrir frumvarpi um endurskoðun laga um umboðsmann barna. Á meðal breytinga í frumvarpinu er að á tveggja ára fresti verði haldið sérstakt barnaþing sem verður umfjöllunarvettvangur um stöðu og hagsmuni barna og ungmenna hér á landi og í alþjóðlegu samhengi. Þar munu börn hvaðanæva af landinu koma saman og ræða þau mál sem þeim hugnast. Dagskrárvaldið verður þeirra og tryggt að sá fjölbreytti hópur barna sem komi saman hitti einnig fólk sem vinnur að málefnum barna, embættismenn, þingmenn og fleiri. Það er von mín að Barnaþing efli lýðræðismenntun og styrki rödd barna í samfélagslegri umræðu. Í frumvarpinu er einnig lagt til að lögfestur verði sá ráðgjafahópur sem umboðsmaður barna hefur starfrækt að eigin frumkvæði undanfarin ár, en tólf börn á aldrinum 12-17 ára hafa verið í hópnum hverju sinni. Að lokum má nefna að lagt er til að umboðsmanni barna verði falið að safna gögnum um stöðu barna á Íslandi með markvissum hætti. Með þeim hætti tryggjum við heildstæða sýn á málefni barna og miðlæga öflun og miðlun gagna og upplýsinga um aðstæður barna. Slík gagnaöflun er nauðsynleg þegar kemur að því að móta stefnur er varða börn. Málefni barna eru málaflokkur sem ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á. Í sumar samþykkti Alþingi lög um Barnamenningarsjóð sem tekur til starfa á næsta ári og á að tryggja þátttöku allra barna í sköpun og menningu. Markmiðið er að styrkja börn til virkrar þátttöku í menningarlífi, listsköpun, hönnun og nýsköpun og leggja þannig áherslu á sköpunarkraft barna og ungmenna sem verður lykilhæfni í þeim áskorunum sem blasa við okkur í fjórðu iðnbyltingunni. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem hafa það að markmiði að efla samfélagslega þátttöku barna innflytjenda og flóttafólks og barna sem búa við bágan efnahag. Samfélög eru ekki síst mæld eftir því hvernig þau koma fram við börn og hvernig þau tryggja að öll börn fái tækifæri til að þroska hæfileika sína þannig að þau nái að dafna og fylgja draumum sínum eftir. Til þess þarf rödd barna að fá að heyrast og þeir sem eldri eru að vera reiðubúnir að hlusta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Lög um stofnun embættis umboðsmanns barna voru samþykkt á Alþingi árið 1994 og embættið tók til starfa ári síðar. Þá höfðu reyndar liðið átta ár frá því að fyrst hafði verið lagt fram frumvarp þess efnis en það gerði Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og þáverandi þingmaður. Guðrún Helgadóttir hefur alla tíð verið talskona þess að börn séu hugsandi fólk og að það eigi að ræða við þau og skrifa fyrir þau í þeim anda. Þegar Guðrún fór að skrifa bækur fyrir íslensk börn var það nýlunda í íslenskum barnabókmenntum að þær væru skrifaðar frá sjónarhóli barna. Í þá daga var sú hugsun að börn ættu að hafa áhrif bæði á líf sitt og í samfélaginu ekki mjög algeng en ein söguhetja Guðrúnar, Páll Vilhjálmsson, storkaði þessari hugsun þegar hann stofnaði Samtök krakka sem beittu sér fyrir ýmsum þjóðþrifamálum. Óhætt er að segja að þessi saga hafi haft áhrif á pólitískar hugsjónir mínar æ síðan. Það er nefnilega svo að börn eiga að hafa um það að segja hvernig samfélagið er. Börn hafa rétt á að láta skoðanir sínar í ljós um samfélagsleg málefni og við eigum að hlusta eftir þeim. Við eigum að leita leiða til að auka áhrif barna í samfélaginu. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi árið 2013. Honum fylgdi sú hugarfarsbreyting að mikilvægt væri að hlustað væri eftir sjónarmiðum barna í öllum þeim málum sem vörðuðu þau. Í því tilliti er umboðsmaður barna sérstaklega mikilvægur þar sem börn eru ekki pólitískur þrýstihópur og því mikilvægt að umboðsmaður hlusti eftir röddum barna og komi sjónarmiðum á framfæri. Það er því sérstakt ánægjuefni að ég mun í dag mæla fyrir frumvarpi um endurskoðun laga um umboðsmann barna. Á meðal breytinga í frumvarpinu er að á tveggja ára fresti verði haldið sérstakt barnaþing sem verður umfjöllunarvettvangur um stöðu og hagsmuni barna og ungmenna hér á landi og í alþjóðlegu samhengi. Þar munu börn hvaðanæva af landinu koma saman og ræða þau mál sem þeim hugnast. Dagskrárvaldið verður þeirra og tryggt að sá fjölbreytti hópur barna sem komi saman hitti einnig fólk sem vinnur að málefnum barna, embættismenn, þingmenn og fleiri. Það er von mín að Barnaþing efli lýðræðismenntun og styrki rödd barna í samfélagslegri umræðu. Í frumvarpinu er einnig lagt til að lögfestur verði sá ráðgjafahópur sem umboðsmaður barna hefur starfrækt að eigin frumkvæði undanfarin ár, en tólf börn á aldrinum 12-17 ára hafa verið í hópnum hverju sinni. Að lokum má nefna að lagt er til að umboðsmanni barna verði falið að safna gögnum um stöðu barna á Íslandi með markvissum hætti. Með þeim hætti tryggjum við heildstæða sýn á málefni barna og miðlæga öflun og miðlun gagna og upplýsinga um aðstæður barna. Slík gagnaöflun er nauðsynleg þegar kemur að því að móta stefnur er varða börn. Málefni barna eru málaflokkur sem ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á. Í sumar samþykkti Alþingi lög um Barnamenningarsjóð sem tekur til starfa á næsta ári og á að tryggja þátttöku allra barna í sköpun og menningu. Markmiðið er að styrkja börn til virkrar þátttöku í menningarlífi, listsköpun, hönnun og nýsköpun og leggja þannig áherslu á sköpunarkraft barna og ungmenna sem verður lykilhæfni í þeim áskorunum sem blasa við okkur í fjórðu iðnbyltingunni. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem hafa það að markmiði að efla samfélagslega þátttöku barna innflytjenda og flóttafólks og barna sem búa við bágan efnahag. Samfélög eru ekki síst mæld eftir því hvernig þau koma fram við börn og hvernig þau tryggja að öll börn fái tækifæri til að þroska hæfileika sína þannig að þau nái að dafna og fylgja draumum sínum eftir. Til þess þarf rödd barna að fá að heyrast og þeir sem eldri eru að vera reiðubúnir að hlusta.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun