Sunnlenskar prjónakonur björguðu gömlu Þingborg Kristján Már Unnarsson skrifar 15. október 2018 21:00 Margrét Jónsdóttir og Hildur Hákonardóttir í gamla samkomuhúsinu Þingborg, sem tekið var í notkun árið 1927. Stöð 2/Einar Árnason. Þær segjast hafa verið næstum eins og hústökufólk, sunnlensku konurnar sem fyrir hartnær þrjátíu árum lögðu undir sig gömlu Þingborg austan Selfoss og gerðu að heimili íslensku ullarinnar. Fyrir vikið varðveittist þetta sögufræga samkomuhús með lifandi starfsemi en það reis samhliða hinni miklu Flóaáveitu, var byggt 1927, sama ár og framkvæmdum lauk við áveituna. Um þetta mátti fræðast í fréttum Stöðvar 2 og þættinum „Um land allt“. Gamla samkomuhúsið að Þingborg má telja afsprengi Flóaáveitunnar en það reis þegar peningarnir flæddu inn í sveitina vegna þessarar miklu áveituframkvæmdar. Árið 1990 lá húsið undir skemmdum en þá tóku sunnlenskar prjónakonur til hendinni. „Það má næstum segja að við höfum verið hústökufólk,“ segir ein Þingborgarkvenna, listakonan Hildur Hákonardóttir, fyrrverandi forstöðumaður Byggðasafns Árnesinga. Gamla Þingborg stendur við Suðurlandsveg átta kílómetrum austan við Selfoss.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það var búið að byggja hérna nýju Þingborg en við svona beittum áhrifum okkar til þess að við gætum fengið húsið. Við vildum gjarnan varðveita það og ég hugsa að þessi gjörð okkar hafi orðið til þess að húsið var varðveitt.“ Tilgangurinn var þó sá, að sögn Hildar, að hefja íslensku ullina til vegs og virðingar á ný. Þær vildu gera Þingborg að heimili ullarinnar. „Íslenska ullin var orðin vanvirt. Það var farið að líta á hana sem óhæfa til vinnslu og notkunar. Svo við byrjuðum þetta sem ullarskóla.“ Sem þær kölluðu Ullarskóla Íslands. „Við lagfærðum húsið eftir getu. Sú lagfæring stendur reyndar ennþá. Og svo þjálfuðum við okkur og aðrar upp í að vinna ullina alveg frá grunni, kynnast henni sem hráefni, kynnast möguleikum hennar, - og við erum enn í þessari þróunarvinnu. Og verður að segja að hún verður frekar meira spennandi með hverju árinu, heldur en ekki,“ segir Hildur. Guðni Ágústsson opnar flóðgátt Flóaáveitunnar við Hvítá hjá Brúnastöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þingborgarkonur reka jafnframt verslun með ullarvörur í húsinu. Margrét Jónsdóttir ullarkaupmaður og bóndi á Syðra-Velli, segir reksturinn standa undir sér, en viðskiptavinir eru að stærstum hluta erlendir ferðamenn. „Það bætist bara heldur í, ár frá ári,“ segir Margrét. Í Þingborg er einnig lítil sýning um sögu Flóaáveitunnar á vegum Byggðasafns Árnesinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Flóahreppur Um land allt Tengdar fréttir Ævintýrasigling með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar Flóaáveitan hafði afgerandi áhrif á það að Selfoss byggðist upp sem höfuðstaður Suðurlands. Í þættinum "Um land allt“ er róið með Guðna um Flóaáveituna. Hann segir sögu hennar og lýsir þeim áhrifum sem hún hafði á sunnlenskar sveitir. 15. október 2018 15:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Þær segjast hafa verið næstum eins og hústökufólk, sunnlensku konurnar sem fyrir hartnær þrjátíu árum lögðu undir sig gömlu Þingborg austan Selfoss og gerðu að heimili íslensku ullarinnar. Fyrir vikið varðveittist þetta sögufræga samkomuhús með lifandi starfsemi en það reis samhliða hinni miklu Flóaáveitu, var byggt 1927, sama ár og framkvæmdum lauk við áveituna. Um þetta mátti fræðast í fréttum Stöðvar 2 og þættinum „Um land allt“. Gamla samkomuhúsið að Þingborg má telja afsprengi Flóaáveitunnar en það reis þegar peningarnir flæddu inn í sveitina vegna þessarar miklu áveituframkvæmdar. Árið 1990 lá húsið undir skemmdum en þá tóku sunnlenskar prjónakonur til hendinni. „Það má næstum segja að við höfum verið hústökufólk,“ segir ein Þingborgarkvenna, listakonan Hildur Hákonardóttir, fyrrverandi forstöðumaður Byggðasafns Árnesinga. Gamla Þingborg stendur við Suðurlandsveg átta kílómetrum austan við Selfoss.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það var búið að byggja hérna nýju Þingborg en við svona beittum áhrifum okkar til þess að við gætum fengið húsið. Við vildum gjarnan varðveita það og ég hugsa að þessi gjörð okkar hafi orðið til þess að húsið var varðveitt.“ Tilgangurinn var þó sá, að sögn Hildar, að hefja íslensku ullina til vegs og virðingar á ný. Þær vildu gera Þingborg að heimili ullarinnar. „Íslenska ullin var orðin vanvirt. Það var farið að líta á hana sem óhæfa til vinnslu og notkunar. Svo við byrjuðum þetta sem ullarskóla.“ Sem þær kölluðu Ullarskóla Íslands. „Við lagfærðum húsið eftir getu. Sú lagfæring stendur reyndar ennþá. Og svo þjálfuðum við okkur og aðrar upp í að vinna ullina alveg frá grunni, kynnast henni sem hráefni, kynnast möguleikum hennar, - og við erum enn í þessari þróunarvinnu. Og verður að segja að hún verður frekar meira spennandi með hverju árinu, heldur en ekki,“ segir Hildur. Guðni Ágústsson opnar flóðgátt Flóaáveitunnar við Hvítá hjá Brúnastöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þingborgarkonur reka jafnframt verslun með ullarvörur í húsinu. Margrét Jónsdóttir ullarkaupmaður og bóndi á Syðra-Velli, segir reksturinn standa undir sér, en viðskiptavinir eru að stærstum hluta erlendir ferðamenn. „Það bætist bara heldur í, ár frá ári,“ segir Margrét. Í Þingborg er einnig lítil sýning um sögu Flóaáveitunnar á vegum Byggðasafns Árnesinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Flóahreppur Um land allt Tengdar fréttir Ævintýrasigling með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar Flóaáveitan hafði afgerandi áhrif á það að Selfoss byggðist upp sem höfuðstaður Suðurlands. Í þættinum "Um land allt“ er róið með Guðna um Flóaáveituna. Hann segir sögu hennar og lýsir þeim áhrifum sem hún hafði á sunnlenskar sveitir. 15. október 2018 15:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Ævintýrasigling með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar Flóaáveitan hafði afgerandi áhrif á það að Selfoss byggðist upp sem höfuðstaður Suðurlands. Í þættinum "Um land allt“ er róið með Guðna um Flóaáveituna. Hann segir sögu hennar og lýsir þeim áhrifum sem hún hafði á sunnlenskar sveitir. 15. október 2018 15:00