Sunnlenskar prjónakonur björguðu gömlu Þingborg Kristján Már Unnarsson skrifar 15. október 2018 21:00 Margrét Jónsdóttir og Hildur Hákonardóttir í gamla samkomuhúsinu Þingborg, sem tekið var í notkun árið 1927. Stöð 2/Einar Árnason. Þær segjast hafa verið næstum eins og hústökufólk, sunnlensku konurnar sem fyrir hartnær þrjátíu árum lögðu undir sig gömlu Þingborg austan Selfoss og gerðu að heimili íslensku ullarinnar. Fyrir vikið varðveittist þetta sögufræga samkomuhús með lifandi starfsemi en það reis samhliða hinni miklu Flóaáveitu, var byggt 1927, sama ár og framkvæmdum lauk við áveituna. Um þetta mátti fræðast í fréttum Stöðvar 2 og þættinum „Um land allt“. Gamla samkomuhúsið að Þingborg má telja afsprengi Flóaáveitunnar en það reis þegar peningarnir flæddu inn í sveitina vegna þessarar miklu áveituframkvæmdar. Árið 1990 lá húsið undir skemmdum en þá tóku sunnlenskar prjónakonur til hendinni. „Það má næstum segja að við höfum verið hústökufólk,“ segir ein Þingborgarkvenna, listakonan Hildur Hákonardóttir, fyrrverandi forstöðumaður Byggðasafns Árnesinga. Gamla Þingborg stendur við Suðurlandsveg átta kílómetrum austan við Selfoss.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það var búið að byggja hérna nýju Þingborg en við svona beittum áhrifum okkar til þess að við gætum fengið húsið. Við vildum gjarnan varðveita það og ég hugsa að þessi gjörð okkar hafi orðið til þess að húsið var varðveitt.“ Tilgangurinn var þó sá, að sögn Hildar, að hefja íslensku ullina til vegs og virðingar á ný. Þær vildu gera Þingborg að heimili ullarinnar. „Íslenska ullin var orðin vanvirt. Það var farið að líta á hana sem óhæfa til vinnslu og notkunar. Svo við byrjuðum þetta sem ullarskóla.“ Sem þær kölluðu Ullarskóla Íslands. „Við lagfærðum húsið eftir getu. Sú lagfæring stendur reyndar ennþá. Og svo þjálfuðum við okkur og aðrar upp í að vinna ullina alveg frá grunni, kynnast henni sem hráefni, kynnast möguleikum hennar, - og við erum enn í þessari þróunarvinnu. Og verður að segja að hún verður frekar meira spennandi með hverju árinu, heldur en ekki,“ segir Hildur. Guðni Ágústsson opnar flóðgátt Flóaáveitunnar við Hvítá hjá Brúnastöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þingborgarkonur reka jafnframt verslun með ullarvörur í húsinu. Margrét Jónsdóttir ullarkaupmaður og bóndi á Syðra-Velli, segir reksturinn standa undir sér, en viðskiptavinir eru að stærstum hluta erlendir ferðamenn. „Það bætist bara heldur í, ár frá ári,“ segir Margrét. Í Þingborg er einnig lítil sýning um sögu Flóaáveitunnar á vegum Byggðasafns Árnesinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Flóahreppur Um land allt Tengdar fréttir Ævintýrasigling með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar Flóaáveitan hafði afgerandi áhrif á það að Selfoss byggðist upp sem höfuðstaður Suðurlands. Í þættinum "Um land allt“ er róið með Guðna um Flóaáveituna. Hann segir sögu hennar og lýsir þeim áhrifum sem hún hafði á sunnlenskar sveitir. 15. október 2018 15:00 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Þær segjast hafa verið næstum eins og hústökufólk, sunnlensku konurnar sem fyrir hartnær þrjátíu árum lögðu undir sig gömlu Þingborg austan Selfoss og gerðu að heimili íslensku ullarinnar. Fyrir vikið varðveittist þetta sögufræga samkomuhús með lifandi starfsemi en það reis samhliða hinni miklu Flóaáveitu, var byggt 1927, sama ár og framkvæmdum lauk við áveituna. Um þetta mátti fræðast í fréttum Stöðvar 2 og þættinum „Um land allt“. Gamla samkomuhúsið að Þingborg má telja afsprengi Flóaáveitunnar en það reis þegar peningarnir flæddu inn í sveitina vegna þessarar miklu áveituframkvæmdar. Árið 1990 lá húsið undir skemmdum en þá tóku sunnlenskar prjónakonur til hendinni. „Það má næstum segja að við höfum verið hústökufólk,“ segir ein Þingborgarkvenna, listakonan Hildur Hákonardóttir, fyrrverandi forstöðumaður Byggðasafns Árnesinga. Gamla Þingborg stendur við Suðurlandsveg átta kílómetrum austan við Selfoss.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það var búið að byggja hérna nýju Þingborg en við svona beittum áhrifum okkar til þess að við gætum fengið húsið. Við vildum gjarnan varðveita það og ég hugsa að þessi gjörð okkar hafi orðið til þess að húsið var varðveitt.“ Tilgangurinn var þó sá, að sögn Hildar, að hefja íslensku ullina til vegs og virðingar á ný. Þær vildu gera Þingborg að heimili ullarinnar. „Íslenska ullin var orðin vanvirt. Það var farið að líta á hana sem óhæfa til vinnslu og notkunar. Svo við byrjuðum þetta sem ullarskóla.“ Sem þær kölluðu Ullarskóla Íslands. „Við lagfærðum húsið eftir getu. Sú lagfæring stendur reyndar ennþá. Og svo þjálfuðum við okkur og aðrar upp í að vinna ullina alveg frá grunni, kynnast henni sem hráefni, kynnast möguleikum hennar, - og við erum enn í þessari þróunarvinnu. Og verður að segja að hún verður frekar meira spennandi með hverju árinu, heldur en ekki,“ segir Hildur. Guðni Ágústsson opnar flóðgátt Flóaáveitunnar við Hvítá hjá Brúnastöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þingborgarkonur reka jafnframt verslun með ullarvörur í húsinu. Margrét Jónsdóttir ullarkaupmaður og bóndi á Syðra-Velli, segir reksturinn standa undir sér, en viðskiptavinir eru að stærstum hluta erlendir ferðamenn. „Það bætist bara heldur í, ár frá ári,“ segir Margrét. Í Þingborg er einnig lítil sýning um sögu Flóaáveitunnar á vegum Byggðasafns Árnesinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Flóahreppur Um land allt Tengdar fréttir Ævintýrasigling með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar Flóaáveitan hafði afgerandi áhrif á það að Selfoss byggðist upp sem höfuðstaður Suðurlands. Í þættinum "Um land allt“ er róið með Guðna um Flóaáveituna. Hann segir sögu hennar og lýsir þeim áhrifum sem hún hafði á sunnlenskar sveitir. 15. október 2018 15:00 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Ævintýrasigling með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar Flóaáveitan hafði afgerandi áhrif á það að Selfoss byggðist upp sem höfuðstaður Suðurlands. Í þættinum "Um land allt“ er róið með Guðna um Flóaáveituna. Hann segir sögu hennar og lýsir þeim áhrifum sem hún hafði á sunnlenskar sveitir. 15. október 2018 15:00