Birkir: Sáu það allir sem horfðu að við vorum svekktir með hann Smári Jökull Jónsson skrifar 15. október 2018 22:03 Birkir ósáttur í kvöld. vísir/vilhelm „Fyrri hálfleikur var mjög fínn. Það var 10-15 mínútna kafli í seinni hálfleik sem var svolítið slakur, þegar þeir fengu þessi tvö mörk. Eftir það vorum við að reyna að sækja mark og þetta var svolítið erfitt," sagði Birkir Bjarnason í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn gegn Sviss í kvöld. „Mér finnst að jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit. Við vorum kraftmiklir í öllum leiknum nema á þessum kafla í seinni hálfleik og við hefðum átt að skora fleiri mörk. Við fáum nokkur góð tækifæri til að komast í góð færi en náum ekki alveg að klára það," sagði Birkir en hann sjálfur átti gott skot undir lokin sem fór rétt framhjá stönginni á marki Sviss. „Ég veit ekki hvort ég hefði kannski átt að taka snertingu eða taka hann í fyrsta. Ég hefði viljað sjá hann inni." Erik Hamrén var að stýra íslenska liðinu í sínum fjórða landsleik og Birkir sagði klárt að íslenska liðið hefði stigið upp í leikjunum gegn Sviss og Frökkum miðað við fyrri tvo leikina í september. „Útileikurinn gegn Sviss var hrikalega lélegur og of margir sem lögðu sig ekki nógu mikið fram og við ætluðum að breyta því. Mér finnst við koma vel út úr þessu, Frakkaleikurinn var frábær og mjög gott á köflum í dag." Íslensku leikmennirnir voru ekki sáttir með sænska dómarann Andreas Ekberg á köflum í leiknum og fékk hann oft að heyra það frá leikmönnum. „Ég ætla nú ekki að tjá mig mikið um hann. Ég held samt að það hafi allir séð það sem horfðu á leikinn í dag að við vorum mjög svekktir með hann," sagði Birkir að lokum. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Hörður Björgvin: Fannst ég geta gert betur Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður Íslands, var ósáttur með að tapa gegn Sviss 2-1 í Þjóðadeildinni í kvöld. Hörður fannst hann geta gert betur í mörkunum sem Ísland fékk á sig. 15. október 2018 20:54 Hamrén: Þoli ekki að tapa Þjálfari íslenska landsliðsins, Erik Hamrén, var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 fyrir Sviss í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 15. október 2018 21:26 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Sjá meira
„Fyrri hálfleikur var mjög fínn. Það var 10-15 mínútna kafli í seinni hálfleik sem var svolítið slakur, þegar þeir fengu þessi tvö mörk. Eftir það vorum við að reyna að sækja mark og þetta var svolítið erfitt," sagði Birkir Bjarnason í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn gegn Sviss í kvöld. „Mér finnst að jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit. Við vorum kraftmiklir í öllum leiknum nema á þessum kafla í seinni hálfleik og við hefðum átt að skora fleiri mörk. Við fáum nokkur góð tækifæri til að komast í góð færi en náum ekki alveg að klára það," sagði Birkir en hann sjálfur átti gott skot undir lokin sem fór rétt framhjá stönginni á marki Sviss. „Ég veit ekki hvort ég hefði kannski átt að taka snertingu eða taka hann í fyrsta. Ég hefði viljað sjá hann inni." Erik Hamrén var að stýra íslenska liðinu í sínum fjórða landsleik og Birkir sagði klárt að íslenska liðið hefði stigið upp í leikjunum gegn Sviss og Frökkum miðað við fyrri tvo leikina í september. „Útileikurinn gegn Sviss var hrikalega lélegur og of margir sem lögðu sig ekki nógu mikið fram og við ætluðum að breyta því. Mér finnst við koma vel út úr þessu, Frakkaleikurinn var frábær og mjög gott á köflum í dag." Íslensku leikmennirnir voru ekki sáttir með sænska dómarann Andreas Ekberg á köflum í leiknum og fékk hann oft að heyra það frá leikmönnum. „Ég ætla nú ekki að tjá mig mikið um hann. Ég held samt að það hafi allir séð það sem horfðu á leikinn í dag að við vorum mjög svekktir með hann," sagði Birkir að lokum.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Hörður Björgvin: Fannst ég geta gert betur Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður Íslands, var ósáttur með að tapa gegn Sviss 2-1 í Þjóðadeildinni í kvöld. Hörður fannst hann geta gert betur í mörkunum sem Ísland fékk á sig. 15. október 2018 20:54 Hamrén: Þoli ekki að tapa Þjálfari íslenska landsliðsins, Erik Hamrén, var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 fyrir Sviss í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 15. október 2018 21:26 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30
Hörður Björgvin: Fannst ég geta gert betur Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður Íslands, var ósáttur með að tapa gegn Sviss 2-1 í Þjóðadeildinni í kvöld. Hörður fannst hann geta gert betur í mörkunum sem Ísland fékk á sig. 15. október 2018 20:54
Hamrén: Þoli ekki að tapa Þjálfari íslenska landsliðsins, Erik Hamrén, var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 fyrir Sviss í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 15. október 2018 21:26